blaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 24
24 I MATUR
Ravioli, vermicelli, tagliatelle og
spaghetti eru pastaheiti sem allir
þekkja ásamt fullt af öðrum, en
það jafnast ekkert á við heimalag-
að pasta og það skemmtilega er að
það er ekkert mál. Þú þarft reyndar
að eiga pastavél sem kostar fimm-
þúsund kall út í búð en hún borg-
ar sig margfalt til baka í gæðum
og bullandi hamingju. Mér finnst
skemmtilegast að laga pastarétti
sem eru með fyllingum eins og ravi-
oli og tortellini, því þar getur maður
gert bæði „gourmet” fyllingar með
til dæmis humri, andarlifur eða
villisveppum. Eða bara ódýrari og
ekki síðri, góðar með ostum, kart-
öflum og graskeri svo eitthvað sé
nefnt. Þegar maður er með flottar
og góðar fyllingar þarf sósan með
ekkert að vera of flókin, gott vine-
grette, ólífuolía og saxaðar krydd-
jurtir. Ein fræg sósa er léttbrúnað
smjör, salvíublöð og sítrónusafi. Síð-
an er það pastadeigið sjálft og mér
finnst best að nota matvinnsluvél.
Þá er öllu blandað saman í vélina
og hrært saman þar til það er orðið
að einum þéttum deigklumpi. Síð-
an er deigið tekið, plastað og sett í
ískáp í klukkutíma til að leyfa því
að jafna sig. Síðan er bara að fara
að fletja út og móta eins og maður
vill. Þegar verið er að nota fyllingar
þá þarf að bleyta samskeytin á past-
anu með vatni til að það lokist vel
og ekkert af fyllingunni komist út.
Þegar á að sjóða pastað þá er skylda
að vera með stóran pott af sjóðandi
vatni með salti og smá olíu út í (læt
uppskrift fylgja með hér fyrir neð-
an).
Ravioli fyilt með villisveppum,
kartöflum og kryddjurtasmjöri
Pastadeig:
300 g hveiti
2 stk heil egg
3 stk eggjarauður
1 msk matarolía
smá salt
Hrært einsog lýst er hér að ofan.
Fylling:
400 g sveppir blandaðir, t.d. flúða-
sveppir, shiitake, ostru eða villi-
sveppir
1 stk laukur, fínt saxaður
200 g kartöflur (soðnar.skrældar)
2 msk svepparjómaostur
1 msk smjör
salt og pipar
Aðferð:
Steikið sveppina og laukinn á pönnu
i olíu þar til það er orðið mjúkt. Þá er
rjómaosturinn settur út í og blandað
vel saman. Kartöflurnar eru muldar
út í og smakkað til með salti og pip-
ar, látið kólna.
Deigið er flatt út og skorið í 4 cm
hringi. Smávegis af fyllingu er sett
í miðjuna og lokað með öðrum eins
hring, lokið vel öllum samskeytum.
Síðan eru pastakoddarnir soðnir
eins og lýst er að ofan.
Sósan:
6 msk smjör
Úr uppskriftabók
kjötmeistara Nóatúns
Nautakjöt í sannkölluðum
sælkerabúning.
Zeta Balsamico
di modena Riserva
Balsamico di modcna Riserva er besta edikið
frá Zeta, þess vegna heitir það ekki bara
balsamik edik heidur balsamik edik Riserva.
Stærsti munurinn liggur í bragði og angan
þess. Þú finnur gæðín um leið og þú smakkar,
því Það er höfugt með einstakri fyllingu, mikilii
sætu og lágri sýru.
Nýju uppskriftaspjöldin liggja frammi í öllum verslunum Nóatúns!
2 msk af söxuðum kryddjurtum, safi úr 1 sítrónu
eins og basil, salvíu, steinselju salt og pipar
Kveðja
Raggi
.I
"Stórkostlegt og ögrandi matarvin llll"
Blaðið mælir með:
Morandé Syrah
Morandé, nýr framleiðandi frá Chile.
Pablo Morandé vann hjá hinum virta
vínframleiðanda Concha y Toro fram
til ársins 1982. Þá stofnaði hann sitt
eigið fyrirtæki í félagi við nokkra
lykilmenn Concha yToro. Pablo
Morandé ákvað að reyna fyrir sér á
nýjum slóðum og plantaði sínum
fyrsta vínvið í Casablanca Valley, þar
sem lítil reynsla varafvínrækt.
Víngerðahús Morandé, Peleguén, er
staðsett í Rapel Valley rétt utan við
Santiago. Húsið þykir eitt það
tæknilegasta í Chile. Morandé notar
bæði franska og ameríska eik í tunnur
sínarog blandarjafnvel saman
eikartegundum til að fá út skemmti-
leg, flókin og spennandi vín.
Morandé Syrah
frá Maipo Valley í Chile
Syrah berin eru þekkt fýrir kraftmikið
bragð og þetta vín stendur svo
sannarlega undir því. Vínið er dökkt
og mikilfenglegt. Það hefur kraftmikið
hindberjabragð, ákveðna myntuken-
nda sætu og í lokin hefur skemmtilegt
lakkrísbragð vinninginn. Vínið er
verulega kryddað og gott jafnvægi er
á milli áfengismagns og sýru vínsins.
Gott er að umhella víninu nokkuð
ákveðið. Þetta er kjötvin af bestu gerð
og hentar vel með nautasteikt og
villibráð sérstaklega ef hún er legin í
rauðvínslegi....
Gaman er að prófa osta með örlitlu
hunangi með þessu víni.
"Smakkið og dæmið sjálf"
Vínandinn.
morandé|
%
M A I f O »*UÍ r
fiíduci C 1» * • ♦
_U%kL
Góða skál og góða helgi.