blaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 10
mm 10 I ERLENDilR rRÉTtífií issMí^Ss: FIÍJfMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 bladiö Óvœtit uppgötvun í Þýskalandi Fjöldagröf á flugvelli Verkamenn á bandarískum herflugvelli nálægt Stuttgart í Þýskalandi hafa uppgötvað fjöldagröf frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Talið er að í gröfinni séu líkamsleifar gyðinga sem nasistar notuðu til þrælavinnu. Fjöldagröfin kom í ljós við byggingafram- kvæmdir á vellinum á mánu- dag. Gyðingar frá Natzweil- er-Struthof fangabúðunum voru notaðir sem vinnuafl á flugvellinum frá nóvember 1944 til febrúar 1945. Vitað er að meira en 100 þeirra fórust úr hungri og taugaveiki á því tímabili. Nítján lík voru brennd á sínum tíma og 66 til viðbótar fundust í október 1945, skömmu eftir stríðslok. Yfirvöld eru nú að reyna að komast að því af hverjum líkin eru og leita að möguleg- um vitnum. Framkvæmdum á vellinum hefur verið frestað á meðan rannsókn fer fram. Heimsins minnsta barn eins árs Minnsta barn sem fæðst hefur og lifað af varð eins árs á dögunum. Rumaisa Rahman vó aðeins um 240 grömm við fæðingu og var ekki nema 25 sentimetrar á hæð. Nú vegur hún tæp 6 kíló og hefur náð 60 sentimetra hæð. Haldin var afmælisveisla fyrir stúlkuna og tvíburasystur hennar á Loyola háskólasjúkrahúsinu í Chicago þar sem hún var í læknismeðferð. Læknar sem önnuðust systurnar segja að þeim líði báðum vel og eru bjartsýnir á að þær muni ekki eiga við alvarlega fötlun að stríða vegna smæðar sinnar. Lifði með lát- inni móður Frakki á sjötugsaldri lifði í fimm ár með líki móður sinnar til að halda mánaðarlegum eftirlaunagreiðslum hennar upp á 700 evrur (rúmar 50.000 íslenskar krónur). Lögregla fann líkið innan um haug af rusli í tveggja herbergja íbúð mæðginanna. Vangreidd húsaleiga og aðrar skuldir voru ástæðalögregluheimsóknar- innar. Maðurinn hafði blekkt starfsfólk félagsþjónustunnar með því að gera sér upp rödd móður sinnar en hún dó af eðlilegum orsökum í hárri elli. Maðurinn sem vinnur í líkhúsi sjúkrahúss verður ákærður fyr- ir fals og að hafa leynt andláti. Búist við hinu versta Milljónir manna beðnir um að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Rítu sem stefnir á strönd Mexíkóflóa. Gríðarlegur viðbúnaður vegna fellibylsins sem náð hefur sama styrk- leikastigi ogKatrín. Áfallfyrir Júsjenkó forseta Úkraínu Forsætisráðherra hafnað Talibanar herða aðgerðir Talibanar hótuðu frekari stríðs- aðgerðum í Afganistan í gær. Þar með hafa vaknað efasemdir um þá staðhæfingu Hamid Karzais, forseta landsins, um að óhætt væri að draga úr herafla í landinu. Abdul Latif Hakimi, talsmaður Talibana, þakkaði afgönsku þjóðinni fyrir að hafa hunsað þingkosningarnar í landinu á sunnudag en um helmingur skráðra kjósenda greiddi atkvæði í þeim sem er minni þátttaka en í forsetakosn- ingunum í fyrra. Hakimi kallaði kosningarnar amerískt sjónar- spil og bætti við að þingmenn myndu ekki vera fulltrúar Afgana heldur vera undirlægjur Bandaríkjamanna. „Hið heilaga stríð okkar mun halda áfram þangað til að búið verður að kalla heim hersveitir erlendra trúleysingja og við munum fljótlega gera frekari árásir. Talibanar verða skipulagðari og sterkari," sagði Hakimi.. Starfsfólk við þingkosningarnar í Afganistan flokkar atkvæði. Talibanar hafa hótað frekari stríðsaðgerðum í kjölfar kosninganna. Borgarstjóri Houston í Texas hefur farið fram á að íbúar borgarinn- ar yfirgefi þau svæði hennar sem liggja lágt vegna fellibylsins Rítu. Milljónir manna voru beðnir um að yfirgefa heimili sín við strönd Mexí- kóflóa í gær. Fellibylurinn Ríta var orðinn að fjórðu gráðu byl í gær og var hann þar með orðinn jafnöflugur og Katr- ín sem olli gríðarlegu tjóni á vissum svæðum í Louisiana, Mississippi og Alabama. Fellibylurinn varbúinn að ná meira en 200 km/klst vindstyrk þegar hann hélt yfir flóann í gær og færðist í aukana. Bylurinn olli ekki jafnmiklu tjóni á Keys eyjum undan Flórídaskaga og óttast var en hætta er talin á að hann kynni að valda miklum usla í Louisiana, ekki síst í New Orleans þar sem menn hræð- ast frekari flóð. Búist er við að Ríta nái til strandar Louisiana fyrir helgi. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í ríkinu og fólksflutningar frá New Orleans hafnir. fbúar Galveston yfirgefa heimili sín íbúum í borginni Galveston var fyr- irskipað að yfirgefa heimili sín í gær en borgin stendur á eyju á Mexíkó- flóa. Árið 1900 fórust á milli 8000 og 12000 manns þegar fellibylur skall á borginni og er það mannskæðasta Hjólastólsbundnir vistmenn á Edgewater elliheimilinu í borginni Galveston í Texas bíöa eftir að komast um borð í rútur til að flytja þá á brott af hættusvæði. óveður í sögu Bandaríkjanna. Ríkisstjórnin setti viðbragðsáætl- un sína í gang vegna óveðursins enda er henni í mun að koma í veg fyrir svipaða gagnrýni og eftir felli- bylinn Katrínu. Hundruð vörubíls- farmar af vatni, ís og matarskömmt- um var dreift á staði þar sem búist var við að Ríta færi yfir. Um 130.000 manns yfirgáfu heim- ili sín á Kúbu í fyrradag vegna felli- bylsins. Ríta olli eignatjóni á Kúbu en ekki er vitað um mannfall í kjöl- far hans. Verð á hráolíu hækkaði um nærri einn Bandaríkjadal á tunnuna á mörkuðum í gær vegna þeirrar hættu sem talin er stafa að olíu- hreinsistöðvum í Mexíkóflóa og í Texas. Eftir að hafa farið framhjá Keys eyjum hélt fellibylurinn Ríta yfir Mexíkóflóa. Búist var við að hann héldi síðan yfir Louisianafylki og síðan til Texas. Þing Úkraínu hefur naumlega hafnað Júrí Jekanúrof sem Viktor Júsjenkó, forseti landsins, tilnefndi sem forsætisráðherraefni eftir að hann leysti upp ríkisstjórnina fyrr í mánuðinum. Aðeins vantaði þrjú atkvæði upp á að tilnefning Jekanú- rofs yrði samþykkt. Pólitísk staða Jú- sjenkós þykir hafa versnað enn við þetta áfall auk þess sem efasemdir hafa vaknað um þá vestrænu lýð- ræðisþróun sem hann hefur einsett sér að hrinda af stað í landinu. Jú- sjenkó tilnefndi Jekanúrof sem starf- andi forsætisráðherra eftir að hann hafði leyst upp ríkisstjórn Júlíu Timósjenkó vegna samstarfsörðug- leika og ásakana um spillingu. Að- stoðarmaður Júsjenkós sagði líklegt að hann muni tilnefna Jekanúrof að nýju eftir nokkra daga enda hafi hanri rétt til þess. Timósjenkó hefur heitið því að verða forsætisráðherra með því að sigra í þingkosningum í mars. „Þetta er enn eitt áfallið fyrir Jú- sjenkó og gefur honum enn eitt tilefnið til að endurmeta hvernig hann vinnur að stefnumálum sín- um,“ segir Mikhail Pogrebinskíj, stjórnmálaskýrandi í Kiev við AFP fréttastofuna eftir úrslit atkvæða- greiðslunnar. Vantraust á forsetann Tilnefning Jekanúrofs sem starf- andi forsætisráðherra var fagnað af flestum flokkum Úkraínu á sínum Júlía Timósjenkó hefur heitið þvt að verða forsætisráðherra á ný eftir þingkosningar í mars. tíma og stjórnmálaskýrendur vilja meina að niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar endurspegli frekar vantraust þingsins á forsetann og óánægju með störf hans. „Þingmenn greiddu ekki atkvæði gegn Jekanúrof, þeir greiddu atkvæði gegn forsetanum og liði hans,“ sagði Volodymyr, ann- ar stjórnmálaskýrandi. Stjórnmálaskýrendur telja enn fremur að Júsjenkó hafi misst stuðn- ing fyrir að hafa rekið Timósjenkó og sundrað liðsheildinni sem stóð að „appelsínugulu byltingunni“ í lok síðasta árs. „Hann hefur ekki axlað ábyrgð á því sem gerðist,“ sagði Pogrebinskíj. ,Hann kenndi öðrum um og það var ekki sannfærandi. Hann hefði átt að axla ábyrgð að einhverju leyti.“ Mesti, blússur og bolir í miklu úrvali Opnunartími mán - föst. 10-18 laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 • 200 Rópavogi Súni 554 4433

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.