blaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 38
38 I ÍPRÖTTIR
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 blaöi6
Leifurmeð
tilboc frá Fylki
Samkvæmt heimildum Blaðs-
ins hafa Fylkismenn gert Leifi
Sigfinni Garðarssyni tilboð um
að þjálfa meistaraflokk féiagsins í
knattspymu á næstu leiktíð. Leifur
hefur verið aðstoðarþjálfari FH
síðastliðin ár með mjög góðum
árangri. Samkvæmt heimildum
Blaðsins var Leifur enn að vdta
málinu íyrir sér í gærkvöldi
þegar Blaðið fór í prentun en
búist er við að hann svari innan
sólarhrings. Samkvæmt þeim
Fylkismönnum sem Blaðið hafði
samband við í gær er fastlega
reiknað með að Leifur Sigfinnur
Garðarsson verði næsti þjálfari
Fylkis í Landsbankadeildinni. Ef
af yrði þá standa FH-ingar uppi
aðtoðarþjálfaralausir og sögusagn-
ir úr firðinum herma að Heimi
Guðjónssyni fyrirliða liðsins
síðastliðin ár verði boðin staðan
en Heimir hefúr lagt knattspymu-
skóna á hifluna ffægu og hefur
leikið sinn síðasta leik í efstu deild.
Gilberto
framlengir
Brasflískileikmaðurinn Gflberto
Silva sem leikið hefúr með enska
úrvalsdeildarliðinu Arsenal, hefúr
ffamlengt samningi sínum við fé-
lagið. Gilberto, sem er 28 ára ff am-
lengdi til sumarsins 2009, en hann
kom tfl Arsenal árið 2002 frá
Atletico Mineiro. Hann hefúr þeg-
ar leikið 120 leiki fyrir Arsenal en
Gflberto hefúr nú tekið við af Patr-
ick Vieira sem aðalmaðurinn inná
miðju Arsenal-flðsins. Það er stórt
skarð að fylla en miðað við þann
leik sem Gilberto hefúr sýnt með
brasilíska landsflðinu þá á það
ekki effir að verða mjög mikið
mál fyrir þennan snjafla leikmann.
Campofráí
langan tíma
Sam Aflardyce og hans menn í
Bolton Wanderes hafa orðið fyrir
áfafli þar sem eiim aðalleikmaður
flðsins, Spánverjinn Ivan Campo
er meiddur. Campo sem er 3i.árs
miðvaflarleikmaður meiddist á
æfingu og á röntgen-myndatöku
er brotið bein í fæti leikmannsins.
Þetta er mikið áfall fyrir Bolton en
búist er við að Ivan Campo verði
ffá keppni að minnsta kosti næstu
8 vikumar. Bolton er í 3-5.sæti defld-
arinnar með 11 stig þrátt fyrir að
þeir hafi ekki verið að leilca vd eins
og Sam Allardyce komst að orði.
Staða flðsins er ekki í samræmi við
spilamennskuna, sagði Big Sam.
Lið ársins í i.deild og 2.deild
I gær var tilkynnt hverjir voru valdir í
úrvalsflð í.deildar karla í knattspyrnu
sem og í 2.deild karla fyrir leiktíðina
2005 á íslandsmótinu. Heimasíðan Fót-
bolti.net stóð að kjörinu í samráði við fé-
lögin en fyrirflðar og þjálfarar liðanna
höfðu atkvæðisrétt að þessu sinni og er
þetta í fyrsta sinn sem fyrirliðarnir eru
með atkvæðisrétt. Að auki voru valdir
bestu leikmenn og einnig þeir efnileg-
ustu sem og bestu þjálfaramir.
Verðlaunaafhencflngin fór fram í
gær á veitingastaðnum Broadway og
er þetta í þriðja sinn sem Fótbolti.net
stendur að þessu kjöri. Val á efnileg-
asta leikmanni er nýmæfl í kjörinu en
miðað var við fæðingarárið 1985. Árið
2004 var Gunnar Guðmundsson þjálf-
ari HK valinn besti þjálfarinn í í.deild
og Hörður Már Magnússon úr HK var
vaflnn besti leikmaðurinn. Árið 2003
var Milan Stefan Jankovic vaflnn þjálf-
ari ársins en hann var þá hjá Keflavík
og leikmaður ársins í í.deild árið 2003
var valinn Jóhann Þórhallsson leik-
maður KA. Marko Tanasic var valinn
þjálfari ársins í fyrra í 2.deildinni en
hann var hjá KS og félagi hans Ragnar
Hauksson var vaflnn besti leikmaður-
inn. Árið 2003 var Hlynur Stefánsson
leikmaður KFS valinn sá besti en Ás-
mundur Arnarsson hjá Völsungi var
valinn besti þjálfarinn. I ár var Bjarni
Jóhannsson þjálfari Breiðabflks valrnn
besti þjálfarinn í í.deild en Breiðablik
tapaði ekki leik í sumar. Pálmi Rafn
Pálmason leikmaður KA var valinn
besti leikmaður í.deildar og Rúrik
Gíslason leikmaður HK var efnilegasti
leikmaðurinn en Rúrik er nýbúinn að
gera samning við enska úrvalsdeild-
arflðið Charlton. I 2.deild var Guðjón
Baldvinsson maður sumarsins. Hann
er á nítjánda aldursári og leikur með
Stjörnunni í Garðabæ. Guðjón varð
markakóngur 2.defldar með 14 mörk i
17 leikjum. Hann var vaflnn efnilegasti
leikmaður deildarinnar og einnig besti
leikmaðurinn sem er fátítt. Guðjón er
þessa dagana úti í Sviss til reynslu hjá
úrvalsdeildarflðinu St.Gallen. Besti
þjálfarinn í 2.deild í sumar var kjörinn
Garðar Ásgeirsson þjálfari Leiknis en
þeir unnu deildina og leika í í.deild á
næstuleiktið.
Button áfram hjá
Jenson Button sem hefur verið í tölu-
verðum vandræðum að undanförnu
vegna tvíliða samkomulags síns við
Williams og BAR HONDA liðin í
Formúlu 1 kappakstrinum, hefur
nú loks náð samkomulagi um að
vera áfram hjá BAR Honda á næstu
leiktíð. Jenson Button sleppur þó
ekki frítt frá hlutunum því að talið
er að hann þurfi að greiða veruleg-
ar skaðabætur til Williams liðsins.
Trúlegt þykir að BAR HONDA komi
til með að standa straum af þeim
kostnaði. Button verður þess í stað
samningsbundinn BAR HONDA til
margra ára en ekki hefur enn feng-
ist staðfest hversu langur sá samn-
ingur er. Málið sem gengið hefur
undir nafninu Buttongate I og II er
því væntanlega lokið.
Vefsíða tímaritsins Autosport
greindi frá því í gær að búist væri við
staðfestingu á málinu á allra næstu
dögum. Williams var með skotheld-
an samning við Jenson Button en
málið hefur verið mikill farsi í rúmt
ár. Button vildi fyrst hætta hjá BAR
HONDA í fyrra og ganga til liðs við
Williams en snérist hugur þegar
BMW ákvað að hætta að styðja Willi-
ams í vélamálum. Bæði fjölmiðla-
mönnum og félögum í Formúlunni
þótti framkoma Buttons í málinu
ekki vera honum til framdráttar.
Barrichello og Button
saman og Sato erfúll
Button fór þó sínu fram og eftir
stendur að BAR HONDA nýtur starfa
hans á næstu árum. Samkvæmt nýj-
ustu fréttum þarf Button að greiða
á annan tug sterlingspunda í skaða-
bætur og BAR HONDA greiðir þær
væntanlega.
Williams kom Button upphaflega
í Formúlu 1 árið 2000 og var með
samning við hann um að vera öku-
maður hjá liðinu 2006-2007. Hann
hefur ekið hjá BAR HONDA síðan
2003 en Frank Williams vildi fá
hann til Williams á umsömdum
tíma, þ.e.a.s. á næsta ári.
Eftir stendur að Williams vant-
ar ökumann í stað Buttons. Mark
Webber verður áfram hjá liðinu en
Williams verður með Cosworth
vélar á næsta ári. Nick Heidfeld fer
til BMW. Það verður því lykilatriði
fyrir Antonio Pizzonia að ná góðum
árangri í Brasilíu um næstu helgi
en hann er meðal þeirra sem kemur
til greina sem ökumaður hjá Willi-
ams á næsta ári. Breytingarnar sem
verða hjá BAR HONDA á næsta ári
BAR
verða þær að Brasilíumaðurinn Ru-
bens Barrichello mun aka við hlið
Buttons og Takuma Sato verður þvi
þriðji ökumaður eða þá að hann fer
annað. Samkvæmt fréttum er Sato
grautfúll með gang mála og er að
hugsa sín mál hvað varðar veru sína
hjá BAR HONDA.
w l (é \ k f
□010 lyilTY Böddi Bergs tekur á móti stuðningsmönnuni ensku liðanna seni skeggræða uni í KVÖLD KL 20 00 leikmenn, væntingar og drauma ásamt því að fjalla um gullaldarár hvers liðs.
];i l TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT nn f*Ojm ' : { í SÍMA 800 7000. Á WWW.ENSKI.IS jfff W EÐA í NÆSTU VERSLUN SÍMANS. B O L T 1 N N > *'