blaðið - 26.09.2005, Page 4

blaðið - 26.09.2005, Page 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 bla6ið Eve Online Yfir 70þús- und spilarar íslenski fjölspilunartölvuleik- urinn fagnar tímamótum um þessar mundir þar sem fjöldi spilara er kominn yfir 70 þúsund manns. Þá léku yfir 15 þúsund manns leikinn á sömu stundu í síðustu viku. Haft er eftir Magnúsi Bergs- syni einum af framleiðend- um leiksins að hann láti lítið yfir þessum árangri. „Eve er byggður á þeirri hugmynd að leikir þurfi ekki að vera línulegir heldur krefjast þess að spilarar taki virkan þátt í framvindu hans. Það að sjá þessa hugmyndafræði virka gleður okkur mjög.“ ■ Vilja jarðgöng milli Bolung- arvíkur og ísafjarðar Baugsmálið í Fréttablaðinu: Snýst um söguhetjur fremur en söguna sjálfa Fréttablaðið birti um helgina fréttir af aðkomu þeirra Jónínu Benediktsdóttur, athafnakonu, Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, Kjartans Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þáverandi lög- manns og nú hæstaréttardómara, að upphafi Baugsmálsins. Þau áttu í tölvusamskiptum og fundum um mitt ár 2002 þar sem rædd voru hvaða úrræði Jón Gerald Sullen- berger hefði í málaferlum sínum gegn Baugsmönnum. Aðalefniviður fréttanna var tölvupóstur Jónínu Benediktsdótt- ur, bæði póstur frá henni og póst- ur, sem henni barst frá öðrum, en ekki liggur fyrir með hvaða hætti Fréttablaðið komst yfir hann. Fréttin fólst fremur í því hverj- ar söguhetjurnar voru fremur en hvað þeim fór á milli, en í sjálfu sér er tæpast hægt að áfellast neinn fyrir orð hans eða gerðir í málinu. Hins vegar telur Fréttablaðið að þarna sé sýnt fram á pólitíska vitn- eskju um málið áður en það var kært til lögreglu. Helstu eigendur Fréttablaðsins, Baugsmenn, hafa látið sömu skoðun í ljósi og telja einsýnt að þarna sé sýnt fram á pólitísk afskipti af réttarkerfinu og ofsóknir í sinn garð. Þá undirstrikaði Fréttablaðið timasetningar, sem benda til þess að Baugsmálið hafi átt sér lengri aðdraganda en áður var talið og að Jóni Steinari hafi verið kunnugt um það áður en formleg afskipti hans af því hófust. Styrmir Gunnarsson staðfesti við Fréttablaðið að að hann hefði átt milligöngu um að Jón Gerald Sullenberger fæli Jóni Steinari Gunnlaugssyni málarekstur sinn. Að því er ráðið verður af þeim tölvupósti, sem Fréttablaðið birt- ir, hafði Jón Gerald Sullenberger áhyggjur af því að erfitt kynni að vera að finna lögmann, sem ekki hefði neinna hagsmuna að gæta gagnvart Baugi og myndi sinna sínum málum af einurð og heilind- um. Ólöglegt að hnýsast í annara póst Fram hefur komið að Jónína Bene- hæfið kann að brjóta í bága við ým- diktsdóttir hyggst leggja fram is lög, en hin helstu eru hegning- kæru á hendur Fréttablaðinu fyrir arlögin, lög um persónuvernd og að hnýsast í tölvupóst hennar og fjarskiptalög. Viðurlög við þeim birta glefsur úr honum í fréttum. brotum eru sektir eða fangelsisvist Ekki er ljóst með hvaða hætti frá 1-3 ára, en gætu varðað háum Fréttablaðið komst yfir tölvupóst sektum eða leyfissviptingu ef fjar- hennar, en það kann að skipta 'skiptafyrirtæki á í hlut. nokkru um framhald málsins. At- Umsóknir streyma inn Á sama tíma og mörgum stéttum reynist erfitt aðfáfólk til starfa er sú staða ekki við líði hjá löggœslumönnum og slökkviliðsmönnum. Fjölmargar umsóknir berast íþau lausu störfsem bjóðast. Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar vill að kannaður verði til hlítar möguleiki að gerð verði jarðgöng milli Bol- ungarvíkur og Isafjarðar. I ályktun sem bæjarstjórn sendi frá sér á dögunum kemur fram að jarðgöng séu sérstaklega mikilvæg í ljósi þeirrar hættu sem steðjar að vegfarendum á Óshlíð. Sam- kvæmt könnun sem gerð var í fyrra finnst 35% ökumanna þeir ekki öruggir þegar þeir eiga leið um veginn. I ályktuninni er tekið undir áhyggjur bæjaryfirvalda í Bol- ungarvík vegna „viðvarandi hættu af grjóthruni á veginn um óshlíð“, en oft hefur litlu mátt muna að illa færi á þeirri leið upp á síðkastið. 1 „Það streyma inn umsóknir, það er ekki hægt að segja annað“, seg- ir Jón Friðrik Jóhannesson, sviðs- stjóri slökkvistarfs hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Auglýstar hafa verið um tíu stöður og rennur skilafrestur umsókna út í dag. „Það hefur oft verið þannig að mesta hrúgan kemur inn síðasta daginn“, segir Jón Friðrik sem óttast ekki að lenda í manneklu eins og margar starfsstéttir undanfarið. Sérsveitin setti strik í reikninginn Jónmundur Kjartansson, yfirlög- regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sem fer með starfsmannamál embættisins, segir horfur í starfs- mannamálum góðar. „Það gengur mjög vel að ráða í þær stöður sem losna. Eina vandamálið undanfar- in ár hefur verið skortur á mennt- uðum lögreglumönnum. En menn eru að reyna að ná þvi upp.“ Hann segir að þróunin hafi þó verið góð undanfarin ár og að afleysinga- mönnum hafi fækkað úr 70 í um 15 Mikilvæg skilaboö til kvenna - www.mcorette.is á fjórum árum. „Ástandið er miklu betra en verið hefur og í desember útskrifast vonandi 30 manns úr Lögregluskólanum. Það er alveg klárt að við náum ekki alveg end- um saman en okkar áætlanir gerðu ráð fyrir að við næðum því á um þremur árum. Aðalástæða þess er að fjölgað var í sérsveitinni, sem er náttúrulega gott mál.“ Jónmundur segir að það líti út fyrir að starf lög- reglumannsins sé eftirsóknarvert. í það minnsta sæki ávallt á annað hundrað manns um 32 stöður í Lög- regluskólanum. íbúasamtök í Laugar- dalshverfum Borgarafund- ur á morgun Ibúasamtök Voga-Langholts- og Laugarneshverfis verða stofnuð á morgun. I tilkynn- ingu frá skipuleggjendum samtakanna segir að eitt fyrsta verkefni þeirra verði að fylgjast með skipulagningu Sunda- brautar, og standa vörð um að yfirvöld komi til móts við kröfur íbúa í því máli. Und- irbúningshópurinn segir að þrátt fyrir fréttir þess efnis að innri leiðin verði valin, sé ekki fullreynt með að aðrar leiðir verði fyrir valinu. Alhr aðal- og varaborgarfulltrúar hafa verið boðaðir á fundinn. Fundurinn verður haldin klukkan 20:00 í Þróttaraheimilinu og búast má við líflegum umræðum. Ennfremur verður greint frá aðdraganda stoftiunar samtakanna, erindi flutt um íbúalýðræði og stjórn hins nýja félags verður kosin. Þá kemur fuUtrúi frá borginni tU með að kynna fyrirhugaðar ffam- kvæmdir vegna Sundabrautar. ■ Eldur á bygg- ingarsvæði Töluverður eldur kom upp á byggingarsvæði f Grafarholti um miðjan dag í gær. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði í timburhrúgu og frauð- plasti á svæðinu þar sem unnið er að byggingu á bensínstöð. Nágrannar héldu eldinum niðri með slökkvitækjum þar tU slökkvUið kom á staðinn. Talið er nánast öruggt að um íkveikju hafi verið að ræða. ■ Vilja efla rannsóknir í vinnurétti Fyrsti fundur stjórnar Rann- sóknarseturs vinnuréttar og jafnréttismála við Viðskiptahá- skólann á Bifröst var haldinn nú um helgina. Hlutverk set- ursins er að vera miðstöð fræði- legra rannsókna hér á landi á sviði vinnuréttar og jafnréttis- löggjafar. Setrinu er m.a. ætlað að taka þátt í innlendu og al- þjóðlegu rannsóknarsamstarfi og að vera óháður álitsgjafi. Þá mun það efla tengsl rannsókna og kennslu í vinnurétti og veita nemendum Viðskiptaháskól- ans faglegan stuðning við eigin rannsóknir. Það mun standa fyrir útgáfu efnis og ráðstefn- um og málstofum um innlend- an og alþjóðlegan vinnurétt. Aðsetur rannsóknarset- ursins er í nýrri Rannsókn- armiðstöð á Bifröst. ■ Kíktu á ísleuska uppboðsvefmn www.uppbod.is r Fullt af spennandi uppboðum sem þú vilt ekki missa af\ \ HÚSGÖGN..L|ÓS..I<RISTALSfl/lUNIR..GULLVÖRUR..SILFURfl/IUNIR..I<LUKKUR..MÁLVERI<..TEPPI..SKARTGRIPIR..ANTIK..A/lATAR- OG KAFFISTELL O./VI.FL... Lippbod.ÍS

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.