blaðið - 26.09.2005, Side 8

blaðið - 26.09.2005, Side 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 blaöið Minna tjón en óttast var Tjón eftir fellibylinn Rítu var mun minna en óttast var. íbúar í Texas eru hvattir til að fresta heimför. Hreinsunarstarf er þegar hafið og björgunarsveitir leita að strandaglópum. Fellibylurinn Rfta olli talsverðu tjóni f rfkjunum Texas og Louisiana en ekki nærri jafnmiklu og Katrfn. Ibúar við strendur Texas og Louisi- ana hófu að hreinsa brak eftir felli- bylinn Rítu í gær og starfsmenn orkuveitna unnu að því að koma aftur á rafmagni til meira en millj- ón manns í fjórum ríkjum. Tjón af völdum fellibylsins var mun minna en af völdum Katrínar en íbúar í fylkjunum tveimur bjuggust engu að síður við hinu versta. Að minnsta kosti þrjár olíuhreinsi- stöðvar urðu fyrir skemmdum af völdum Rítu. Eins og Katrín lam- aði hún næstum alla olíuvinnslu á grunnsævi í Mexíkóflóa og tæplega þriðjung olíuhreinsunar í landi. Meira en 2 milljónir manna urðu rafmagnslausir í Texas og Louisiana og gæti tekið allt að mánuð að koma ramagni aftur á á svæðinu. Sérfræðingar áætla að tjón afvöld- um fellibylsins kunni að nema allt að 6 milljörðum Bandaríkjadala. Auk rafmagnsleysis féllu víða tré og eldar kviknuðu í kjölfar bylsins. I Jaspersýslu í austurhluta Texas gerðu tré sem lágu á víð og dreif á vegum lögreglu erfitt fyrir að huga að ástandi íbúa. í New Orleans flæddi á ný í sumum hverfum og er talið að það muni taka tvær til þrjár vikur að dæla því vatni í burtu. Texasbúar hvattir til að fresta heimför Umferðaröngþveiti var farið að myndast á þjóðvegum á ný í gær þeg- ar fjöldi Texasbúa hélt aftur heim á leið eftir að hafa flúið fellibylinn. Yfirvöld í Texas hvöttu íbúa sem flú- ið höfðu heimili sín vegna Rítu til að fresta heimför um sinn. „Verið þolinmóð og haldið ykkur þar sem þið eruð. Við höfum enn áhyggjur af flóðum og braki sem liggur á víð og dreif,“ sagði Rick Perry, rikisstjóri Texas. Björgunarsveitir leituðu í gær að strandaglópum á Cajunsvæðinu í Lou- isiana. Fellibylurinn olli talsverðum skemmdum í smábæjum og borgum austan Houston en hún slapp að mestu við tjón. Verst var ástandið í bæjunum Port Arthur í Texas og Lake Charles í Louisiana. Strandbærinn Galveston sem menn óttuðust að yrði illa leikinn af óveðrinu slapp tiltölulega vel. Öfugt við það sem gerðist eftir Katr- ínu brugðust björgunarsveitir skjótt við og sú alda glæpa, ofbeldis og öng- þveitis sem skók New Orleans endur- tóksigekki. í Texas var meira öngþveiti fyrir bylinn en eftir hann þegar næst- um þrjár milljónir manna flúðu i norðurátt sem olli einhverjum mestu umferðartöfum í sögu þjóð- arinnar og bensínskorti. Bilaðir og bensínlausir bílar sátu víða fastir á vegum eða í vegarköntum og 23 eldri borgarar fórust þegar eldur braust út í rútu sem þeir voru far- þegar í. ■ Eldur í flutn- ingaskipi Betur fór en á horfðist þegar eldur braust út í flutningaskipi sem lestað var um 3000 tonn- um af hættulegum efnum utan við Álandseyjar í gærmorgun. Áhöfn skipsins sem skráð er á Italíu tókst að slökkva eldinn um klukkutíma eftir að hann braust út í vélasal þess. Ljóst þykir að afleiðingar eldsins hefðu getað orðið mjög alvar- legar en skipið var á fjölfarinni sjóleið þegar hann braust út. Eftir að búið var að koma í veg fyrir eldinn hélt skipið för sinni áfram til Porvo í Finnlandi. ■ Mannfall í írak Þrettán íraskir sérsveitarmenn fórust og tíu særðust í sjálfs- morðsárás í Bagdad í gær. Að sögn lögreglunnar í írak var bfll sem sérsveitarmennirnir ferðuðust í sprengdur í loft upp á þjóðvegi fyrir austan höf- uðborgina. Sprengingin varð í kjölfar átaka mihi bandarískra hersveita og uppreisnarhers sjítamúslima aðfararnótt laugardags.Átta uppreisnar- menn fórust og fimm særðust í átökunum. Meira mannfall varð í öðrum árásum í landinu í gær, til dæmis fórust fjórir þegar maður sprengdi sig í loft upp á fjölmennum grænmet- ismarkaði í borginni Hiha. ■ ótrmmústt JÁRN- OG PLASTMÓDEL f MIKLU ÚRVALI. Tómstundahúsið Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is Niðurstöður nýrrar víðtœkrar rannsóknar: Fáeinar rettur á dag drepa Manni er þrisvar sinnum hættara við að deyja af hjartasjúkdómum þó að maður reyki ekki nema eina til fjórar sígarettur á dag sam- kvæmt nýrri norskri rannsókn. Hún sýnir ennfremur að reyking- ar hafa meiri áhrif á heilsu kvenna og að jafnvel þeir sem reyki tjöru- minni „light“ sígarettur eigi á hættu að fá svipaða sjúkdóma og stórreykingamenn, þar á meðal krabbamein. Niðurstöðurnar byggjast á yf- irgripsmiklum rannsóknum á heilsufari og dánartfðni nærri 43.000 karla og kvenna frá miðj- um áttunda áratugnum til ársins 2002. I samanburði við þá sem aldrei hafa reykt eru þeir karlar og konur sem reykja eina til fjórar sígarettur Nýleg norsk rannsókn sýnirfram á aö þó aö maður reyki aðeins örfáar sígarettur á dag margfaldast líkur á aö maður fái ýmsa banvæna sjúkdóma. á dag í nærri þrisvar sinnum meiri hættu á að deyja úr kransæðastf flu. Konur sem reykja eina til fjórar sígarettur á dag juku líkurnar á að deyja úr lungnakrabbameini næst- um fimmfalt. Körlum sem reykja jafnmikið er aftur á móti „aðeins“ þrisvar sinnum hættara við að deyja úr lungnakrabbameini en þeim sem aldrei hafa reykt. Þá eru svo kallaðir „light“ reykingamenn sem reykja tjöruminni sígarettur í talsvert meiri hættu á að deyja úr lungnakrabba en þeir sem hafa aldrei reykt. Engin örugg mörk Amanda Sandford, talsmaður Átaksverkefnis gegn reykingum sagði að niðurstöðurnar væru skýrar. „Rannsóknin ætti að eyða þeirri ranghugmynd í eitt skipti fyrir öll að það sé manni skaðlaust að reykja aðeins fáeinar sígarettur á dag. Það eru einfaldlega engin ör- ugg mörk,“ sagði Sandford. ■ •I DI MDSIw SHBKIUUR Hafnarflrðl Krístján Ármansson Stofnun&rekstur smáfyrirtækja Tungumálanám Spænska,enska, rússneska ofl. Fjármálanámskeið med Ingólfi Ingólfssyni Hvernig eignast ég peninga? Jón E Gunnlaugsson ísL lækningajurtir I samstarfi við Kramhúsið með tangókcnnurunum Hany og Bryndísi TANGO Tónlist Hljómborð Trommur Bassi Fiðla Textagerð Söngskóli Hlustun á klassík Hilmar Gunnarsson Portfolioö54 Handverk og listir Leirmótun Tréútskurður Skrautritun Raddbeiting, öndun, fram- koma. Frabært söngnám med Grétu Jónsdóttur KARAOKE Saumanám Prjónað & þæft CrazyQuilt Swiss mocca Cappucino, Expresso ofl frá Te & kaffi Kaffinámskeið Heilsa, útlit og hreysti Klassískt nudd. Svæðanudd Bergþór Pálsson Boð og borðsiðir Þorsteinn Eggertsson Skopmyndateikning Matreiðslunámskeið með Marentza Poulsen TAPAS smáréttir Kristjgn Helgason HLATURJOGA Ólafur Þór Svavarsson Stafræn myndavél Helga Kristjánsdóttir naglafr. Naglaásetningamám Óskar Einarsson IGOSPEL Upplýslngar í sima 585-5860 namsflokkar.hafnarfjordur.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.