blaðið - 26.09.2005, Síða 10

blaðið - 26.09.2005, Síða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 blaðiö ísrael ræðst á Gasa Palestínsk ungmenni hjálpa særðum félaga slnum að komast á sjúkrahús eftir árásir fsraelsmanna. Kjarnorkumál í íran Deilan harðnar franar hótuðu að koma í veg fyrir skyndieftirlit í kjarn- orkuverum landsins eftir að samþykkt var að kæra landið til öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna vegna kjarnorkuáætlunar þess. Kína, Rússland og Suður Afríka sem áður studdu frana sátu hjá f atkvæðagreiðslu um málið hjá Alþjóðakjarnorku- málastofnuninni á laugardag. Indland kom öllum á óvart með því að greiða atkvæði með ályktuninni líkt og Bandarík- in, Frakkfand og Bretland. Manoucher Mottaki, utan- ríkisráðherra frans, hafnaði ályktuninni á þeirri forsendu að hún stæðist ekki lög. Samkvæmt henni eiga íranar að taka aftur upp viðræður við Frakka, Breta og Þjóðverja og fresta tilraunum til auðgunar úrans þangað til að þeir geti sannað að þær séu í ffiðsamlegum tilgangi. franar neita því að þeir hafi í hyggju að smíða kjarnavopn og segja kjarnorkuáætlun sína eingöngu ætlaða til raforkuframleiðslu. Vopnahléi stefnt i voða ísraelsmenn gerðu árásir á Gasaströnd og handtóku meira en 200 grunaða vígamenn á Vesturbakkanum í gær. Ariel Sharon, forsætisráðherra fsraels, fyrirskipaði hemum að beita öllum mögulegum ráðum til að koma í veg fyr- ir eldflaugaárásir frá svæðinu. Þetta var versta alda ofbeldis síðan ísraelsmenn hurfu á brott af Gasasvæðinu fyrr í mán- uðinum eftir 38 ára hemám. Aðgerðirn- ar stefhdu viðkvæmu vopnahléi þjóð- anna í voða og juku þrýsting á Sharon sem hefur legið undir harðri gagnrýni hægrimanna vegna brotthvarfsins. Skotmörkvombyggingarvígamanna í norðurhluta Gasasvæðis samkvæmt heimildar mönnum innan ísraelska hers- ins. Tveir vígamenn féllu og 20 manns særðust í svipuðum árásum á laugardag. Á Vesturbakkanum handtóku hersveitir 207 menn sem grunaðir em um að vera múslímskir vígamenn í einhverjum hörðustu aðgerðum f marga mánuði. Meðal þeirra sem handteknir voru em Hamas leiðtogamir Hassan Youssef og Mohammed Ghazal sem þykja tiltölu- lega hófsamir félagar samtakanna sem heitið hafa að eyða fsrad. Friðarviðræðum stefnt í voða Leiðtogar Palestínumanna sökuðu ísraelsmenn um að eyðileggja vonir um að blása megi lífr í friðarviðræð- urnar en þær vonir höfðu glæðst eftir brotthvarf f sraelsmanna af Gasa- svæðinu. Mahmoud Abbas, forseti Pal- estínumanna, sagði að ef Sharon hefði skipað hernum að beita fullu afh þýddi það að „hann vildi ekki frið, öryggi eða viðræður." Upptök þessarar öldu ofbeldis voru þau að sprengja sprakk á baráttufundi Hamas á Gasasvæðinu á fostudag með þeim afleiðingum að r6 fórust, þar á meðal 12 ára drengur. Hamas samtök- in kenndu f sraelsmönnum um árásina og skutu að minnsta kosti 40 eldflaug- um á ísrael í hefndarskyni. ísraels- menn neita því að þeir beri ábyrgð á árásinni og yfirvöld Palestínumanna telja að um hafi verið að ræða slys Ham- asliða sem bar á sér sprengiefni. ■ Þingkosningar í Póllandi Hægri flokk- um spáð sigri Hægri flokkunum í Póllandi er spáð sigri í þingkosningum f landinu sem fram fóru 1 gær. Núverandi ríkisstjórn sem skip- uð er fyrrverandi kommúnist- um er aftur á móti spáð stórtapi enda hafa hneykslismál og mik- ið atvinnuleysi einkennt stjórn- artíð hennar. Ekki er ljóst hvor hinna tveggja hægri flokka fær meira fylgi en þeir hafa verið jafnir í könnunum og hafa lýst því yfir að þeir vilji mynda sam- steypustjórn ef þeir sigra í kosn- ingunum. Nýrrar ríkisstjórnar bíður meðal annars það erfiða verkefni að búa landið undir að taka upp evruna, sameig- inlegan gjaldmiðil nokkurra Evrópusambandslanda sem mun hafa í för með sér miklar aðhaldsaðgerðir í efnahagsmál- um. Þá mun hún líklega taka til endurskoðunar þátttöku Pól- verja í stríðinu í frak en þar eru nú um 1500 pólskir hermenn. Smurþjónusta Peruskipti Rafgeymar' œBBTILBOÐ Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 Dómur yfir meintum A1 Kaída félögum Hæstiréttur Spánar mun í dag fella dóm í máli 24 manna sem ákærð- ir hafa verið um aðild að A1 Kaída hryðjuverkasamtökunum. Þrír hinna ákærðu eiga hver fyrir sig yfir höfði sér meira en 70.000 ára fang- elsisvist ef þeir verða sakfelldir fyrir að hafa hjálpað þeim sem stóðu að hryðjuverkaárásunum í New York og Washington þann 11. september 2001. Stærstu réttarhöld yfir grunuðum íslömskum hryðjuverkamönnum Dómarnir kunna að verða mikil- vægir fyrir trúverðugleika hinna margþættu rannsókna á íslömskum öfgamönnum sem spænskir dómar- ar hafa staðið að. Réttarhöldin eru þau stærstu sem haldin hafa verið yfir grunuðum íslömskum hryðju- verkamönnum í Evrópu. 100 manns báru vitni í réttarhöldunum sem stóðu í tvo og hálfan mánuð og lauk í júlíbyrjun. Ákærur á hendur fólki sem er grunað um aðild að hryðjuverkun- um 11. september 2001 hafa ekki borið mikinn árangur fram að þessu. Dómstóll í Hamborg dæmdi Marokkómanninn Mounir E1 Mot- assadeq til sjö ára fangelsisvistar í síðasta mánuði vegna tengsla við 1 dag fellur dómur í máli manna sem eru grunaðir um aðild að hryðjuverka- árásunum í New York og Washington 11. september 2001. hryðjuverkamennina. Hann reynd- ist þó ekki búa yfir nægri vitneskju til að hægt væri að sakfella hann fyr- ir að hafa stutt fjöldamorðin. Aðalsakborningur í Madridarrétt- arhöldunum er Imad Barakat Yark- as sem er einnig þekktur sem Abu Dahdah en hann er ákærður fyrir að vera leiðtogi A1 Kaída sellu á Spáni. Verði hann sakfelldur á hann yfir höfði sér 74.337 ára fangelsisvist, eða 25 ár fyrir hvern af þeim 2.973 sem fórust í árásunum auk 12 ára fyrir að vera leiðtogi hryðjuverkahóps. Þá gæti Yarkas ásamt tveimur öðr- um verið dæmdur til að greiða fjöl- skyldum fórnarlamba yfir milljarð Bandaríkjadala í miskabætur. ■

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.