blaðið - 26.09.2005, Page 12

blaðið - 26.09.2005, Page 12
12 I ERLENT MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 blaöiö Tímamótasamþykkt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Niðurfelling skulda samþykkt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að fella niður skuldir nokkurra fátækustu ríkja heims sem nema um 40 milljörðum Bandaríkja- dala. Þar með hefur sjóðurinn sam- þykkt áætlun sem lögð voru drög að á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims í sumar. Ríkin, sem flest eru í Afríku, skulda Alþjóðabankanum um 70% fjárins en Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum og Þróunarbanka Afríku afganginn. „Við höfum náð samkomulagi um öll atriði,“ sagði Gordon Brown, fjár- málaráðherra Bretlands, sem er í forsvari fyrir stefnumótunarhóp Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Þetta þýðir að hið sögulega ferli sem hófst fyrir mörgum árum og miðar að því að fella niður skuldir er lokið í dag,“ sagði Brown. Framkvæmdastjórn sjóðsins mun senn samþykkja sam- komulagið formlega auk þess sem Alþjóðabankinn á einnig eftir að leggja blessun sína yfir það. Fastlega er búist við að hann feti í fótspor Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Fleiri þurfa niðurfellingu Fólk sem barist hefur árum saman fyrir niðurfellingu skulda fátækustu ríkjanna segja að þau geti nýtt pen- ingana til menntunar, lyfjakaupa eða í baráttunni við alnæmi og mal- aríu. Við höfum orðið vitni að alvöru tímamótum í niðurfellingu skulda af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nú er röðin komin að Alþjóðabank- anum til að standa við sinn hluta af samningnum," sagði Max Lawson hjá alþjóðlegu mannúðarsamtökun- um Oxfam. Martin Powell hjá heimsþróun- arhreyfingunni benti aftur á móti á að þrátt fyrir að skuldbindingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gengju eft- ir ættu menn enn langt í land með að fella niður skuldir fátækra ríkja heimsins þar sem meira en 60 ríki til viðbótar þurfi á niðurfellingu að halda. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bret- lands, tilkynnir niðurfellingu skulda nokkurra fátækustu rfkja heims á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á laugardag. Síðustu dagar í Orkuhúsinu Hitahlífar Ráðgjöf Armstafi Hjá Flexor færöu: • Göngugreiningu • Stuöningshlífar • Innlegg SCARPA íþróttaskó Gönguskó Barnaskó ecco' ^asics FLEXOR ^ NÆSTA SKREF Suðurlandsbraut 34 • Sími 517 3900 r býður upp á aihliða þjónustu sem er sérstaklega ætluð þeim sem finna fyrir óþægindum í baki, mjöðmum, hnjám eða iljum, fá sinadrátt í kálfa, þreytuverk og pirring í fætur. Stoðtækjafræðingar, sjúkraþjálfarar og annaö sérhæft starfsfólk veitir faglega ráðgjöf varöandi val á vörum. Samstarf Flexor viö bæklunarlækna og aöra sérfræðinga sem starfa í Orkuhúsinu gerir okkur kleift aö veita þér bestu þjónustu sem völ er á. Kínverjar herða eftirlit með fréttasíðum Kínverjar settu nýja reglugerð um innihald frétta á internet- inu í gær og ganga þar með lengra í viðleitni sinni til að hafa hemil á því efni sem þar er birt. „Ríkið bannar útbreiðslu allra frétta sem ganga gegn þjóðaröryggi og almannahags- munum," segir í frétt hinnar opinberu fréttastofu Xinhua. Nýju reglurnar tóku gildi þegar í stað. Fréttastofan skýrði ekki reglurnar nákvæmlega en sagði að fréttasíður á internetinu yrðu „að helga sig því að þjóna þjóðinni og sósíalismanum." Fjölmiðlar sem fyrir eru þurfa nú að fá leyfi til að reka frétta- síðu á netinu og nýir miðlar verða að skrá sig hjá opinberri upplýsingaskrifstofú. Kínversk stjórnvöld hafa eins konar net- lögreglu sem fylgist með inter- netinu i því skyni að hafa stjórn á efni þess. Öll netumfjöllun sem gagnrýnir ríkisstjórnina eða kemur inn á viðkvæm málefni eru skjótt fjarlægð. Dick Cheney varaforseti Banda- ríkjanna Cheney gengst undir aðgerð Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, fór sér hægt þegar hann kom af sjúkrahúsi i gær, degi eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna slagæðagúlps á báðum hnjám. Talsmaður Chen- eys sagði að honum heilsaðist vel en að hann hyggðist vinna heima í dag. Upphaflega stóð að- eins til að gera aðgerð á hægra hné varaforsetans en í miðri aðgerð ákváðu læknar að gera að þeim báðum. Cheney sem er 64 ára gamall hefur átt við ýmsa hjartasjúkdóma að stríða og hefur meðal annars fjórum sinnum fengið hjartaáfall. Bylting í París Bylting hefur átt sér stað á götum Parísarborgar að mati franska dagblaðsins Le Figaro. Þriggja ára barátta borgaryfir- valda við að fá eigendur hunda til að þrifa upp skft eftir gælu- dýrin sín hefur skilað árangri. „Samkvæmt könnunum sem við höfum látið gera á vettvangi þrífa 60% hundaeigenda upp skítinn núna,“ segir Yves Cont- assot, fulltrúi Græningja í borg- arstjórn Parísar sem hefur lagt allt undir í baráttunni við skít- inn. „Fyrir stuttu síðan skamm- aðist fólk sín fyrir að beygja sig eftir skítnum með plastpoka. Nú er hið gagnstæða raunin,“ sagði Contassot í viðtali við Le Figaro. Hundaskítur á gang- stéttum hefur lengi verið mikið vandamál í París og lýti á hinni annars fallegu borg. Borgaryfir- völd hafa hvatt hundaeigendur til að þrífa skít eftir hunda sína á undanförnum árum en með litlum árangri þangað til nú.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.