blaðið - 26.09.2005, Page 18

blaðið - 26.09.2005, Page 18
18 I TÍSKA MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 blaöiö drangey.is Kalté höndunum ? Dömu og herra leðurhanskarnir fást hjá okkur. og allir þekkja gæðin! Smáralind 528-8800 Leyndarmal loksins a Islandi NYJA HAUSTLINAN FRA JEAN PAUL CAULTIER TÖSKUROO SKARTCRIPIR ÁSAMT NÝJUM ILMI. H Y G E A mujrti r öru r ornlnn Smáralind Kringlunni Laugavegi 23 VR herferðin Öþekkjanleg■ ar ímyndir Nýjasta herferð VR hefur óneit- aníega vakið mikla athygli. Ekki einungis vegna góðs málstaðar heldur einnig vegna myndanna sem eru ímynd auglýsingarinn- Erfiðara aðfarða karlmennina Ögrandi að gera þá ekki að dragdrottningum ar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Egill Helgason voru förðuð og breytt á þann hátt að þau voru flest gjörsamlega óþekkjanleg. Al- menningur hafði þessar myndir fyrir framan sig í einhvern tíma áður en uppljóstrað var hver þau voru í raun og veru. Líklegt er að fæstir hafi áttað sig á því hverjir þetta voru, svo góð voru gervin. Blaðinu lék forvitni á að vita hver stóð á bak við þessi raunverulegu gervi. svanhvit@vbl.is Fríða María Harðardóttir, förð- unarfræðingur, sá um förðunina í herferðinni og hún segir að þau hafi fengið mikil viðbrögð við myndunum. „£g held að þetta hafi vakið þau viðbrögð sem við vildum að þetta myndi gera. Núm- er eitt, tvö og þrjú er að þetta vek- ur upp umræðu um það sem máli skiptir. Ég held að það hafi tekist og ég vona að það skili sér, þá er markmiðinu náð.“ Undirbúning- ur herferðarinnar, förðunin og myndatakan, var gerð síðasta sumar og Fríða segir að allir fjórir þátttakendurnir hafi tekið mjög vel í verkefnið frá upphafi. „ Þetta er góður málstaður og ég held að þau hafi öll hugsað um það fyrst og fremst." Undirbúningur tók 6 tíma Aðspurð um hvað förðunin hafi tek- ið langan tíma upplýsir Fríða María að förðunin sjálf hafi í raun ekki tekið svo langan tíma. „Skeggið, aft- ur á móti, tók langan tíma. Skeggið hefur rosalega mikið að segja í um- breytingu kvennanna, að skeggrót- in sé trúverðug. Stefán Jörgen er þvílíkur snillingur og ég held að það Friða Maria Harðardottir, forðunarfræðingur hafi gjörsamlega gert þessar myndir. Myndatakan og undirbúningurinn tók yfirleitt 4-6 tíma, fyrir hvern ein- stakling. Svo tekur alltaf einhvern tíma að mynda. En þetta eru samt einstaklingar sem er gott að mynda, þau eru öll mjög myndfríð þannig að það gekk allt mjög vel.“ Vildum hafa eðlilega áferð Fríða María segir að förðunin hafi verið úthugsuð enda til mikils að vinna. „Við vildum ekki hafa of mikil gervi, heldur eðlilega áferð eins og venjulegt fólk. Ég farðaði þau því ekkert mikið, í sjálfu sér. Ég notaði airbrush tæknina og það gef- ur mjög fallega og eðlilega áferð. Þá er líka hægt að hylja ákveðin svæði en halda öðrum svæðum eðlilegum. Maður getur því dálítið stjórnað því þannig að áferðin verður mjög jöfn og eðlileg. Maður getur líka skyggt og dekkt á mjög fallegan hátt. Svo er það þannig með konur að við búum svolítið til á okkur andlitið en um leið og við tökum þau af þá fer þessi kvenleiki oft. 1 raun og veru gerði ég ekki mikið.“ Friða viðurkennir þó að það hafi verið erfiðara að farða karlmennina í hópnum. „Það var ögrandi að gera þá þannig að þeir 99.................. Það var ögrandi að gera þá þannig að þeiryrðu ekki eins og dragdrottningar eða í einhverju rosalegu gervi heldur að ná að búa til eðlilega förðun. yrðu ekki eins og dragdrottningar eða í einhverju rosalegu gervi heldur ná að búa til eðlilega förðun." Ögrandi og skemmtilegt verkefni Fríða segist vera hreykin af því að hafa verið valin í þetta áhugaverða verkefni. „Ég get ekki sagt að ég hafi tekið þátt í neinu þessu líku áður. Þetta var mjög ögrandi og skemmti- legt. Svo var þetta svo góður málstað- ur og gaman að taka þátt í því öllu. Maður lærir alltaf eitthvað á hverju því sem maður tekur sér fyrir hend- ur og án efa hefur maður eitthvað lært á þessu. Ég er mjög ánægð að fá að taka þátt i þessu og ég vona að þetta muni skila því sem við viljum að þetta skili.“ ■ Eyesential augngel er augnlyftíng án nokkurrar aögerðar. Á aðeins tveimur minútum má sjá ótrúlegan árangur sem endist í allt að 10 tíma og þér finnst þú hafa yngst um 15 ár. Þetta leynivopn Hollywood- stjamanna er loksíns fáanlegt á almennum markaði. Kíkið við og sannreynið árangurinn! - iii ii iii iiiiiiiTnir^ SNVRTtSTOFA DEKURHORNIÐ SNYRTISTOFA FAXAFENI 14, 2. HÆÐ SÍMI: 567 7227 DEKURHORNID.IS

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.