blaðið

Ulloq

blaðið - 26.09.2005, Qupperneq 19

blaðið - 26.09.2005, Qupperneq 19
blaðið MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 TÍSKA 119 Þorgerður Katrín óþekkjanleg Alvöru hár notað í skeggin Stefán Jorgen Ágústsson á heið- urinn af skeggjunum á þeim stöllum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Skeggið hafði mikið með það að gera að þær voru óþekkjanlegar. Stefán segist vera algerlega sjálfmennt- aður í þessum fræðum.„Ég hef verið að gera þetta síðan ég var tólf ára. Eg byrjaði að gera grím- ur, andlitsgervi og hitt og þetta. Svo hefur eitt leitt af öðru og í dag vinn ég við það að gera svona andlitsgervi framan í fólk.“ Stefán segist vera mjög ánægður með útkomuna.„Það er gaman að sjá viðbrögðin hjá fólki. Ég er búinn að fá svo góð viðbrögð. Ég vona að herferðin eigi eftir að breyta einhverju og þá á maður vonandi einhvern þátt í því að hafa kannski vakið fólk til umhugsunar um hvern- ig konur standa í þjóðfélaginu. Það var mjög gaman að þessu“ Þorgerður leðurjakkatöffari Stefán segir að það hafi verið einkar forvitnilegt að sjá út- komuna. „Hún kom mér ekkert á óvart því ég vitanlega setti þetta gervi á þau. En mér finnst skemmtilegt að sjá breytinguna. Sumir sem ég hef talað við þekktu þau ekki. Ég er mjög sáttur og ánægður með allt saman. Áður en við byrjuðum vorum við með grófa hugmynd um hvernig þau áttu að líta út. Þorgerður átti að vera hálfgerð- ur leðurjakkatöffari en við vild- um frekar hafa Ingibjörgu sem svona viðskiptamann, mikinn og stóran mann í þjóðfélaginu." Kaupir hár utan frá Þegar Stefán er spurður hvern- ig hann festir skeggið á segir hann: „Ég nota sérstaka aðferð til að setja skeggin á, aðferð sem ég útfærði þegar ég vann í Little Trip to Heaven. Ég lími hár fyrir hár en byrja á því að hreinsa húðina almennilega svo það sé engin fita á henni. Síðan nota ég lím sem ég þykki aðeins svo það glansi ekki. Líminu er síðan dúbbað á. Svo tek ég brúsk fyrir brúsk og lími á. Fyrst vinn ég hálsinn allan upp að kjálka svo aðra hliðina og svo framvegis. Ég klippi hárið niður í sentimet- ers langa strimla ofan í dós, þetta er bara salli af hárum. Svo krulla ég hárið svo áferðin verði grófari. Þegar ég lími skeggið á þá tek ég brúsk upp úr og lími á.“ Stefán notar einungis alvöru hár i skegg- in. „Ég nota jakuxahár, sem er gróft, asiskt hár og stundum hár sem mér er gefið. Ég panta hárið utan frá eða kaupi þá hér heima. Ég held að þetta sé bara iðnaður erlendis, að kaupa hár af fólki. En svo eru hárin misdýr, rautt hár og alvöru grátt hár er til dæmis dýrast.“B Með haustinu þarfnast andlitið litar Fallegur íarði Flestir sem eru sætir og sællegir eftir sumarið vilja gjarnan halda þeim lit áfram á veturna. Þrátt fyrir að það sé ekki í tísku að vera kaffibrúnn og brenndur þá er alltaf flott að vera hæfilega brúnn og flottur. Fyrir þá sem vilja ekki bjóða Iíkama sínum upp á ljósalampa hentar farðinn fullkomlega. Clarins, True Comfort Foundation Clarins hefur sett á markaðinn nýj- an farða sem er einstaklega þægileg- ur í notkun. Húðin er eðlileg útlits og virðist anda vel í gegnum farðann. Formúlan er einstök og tilfinningin því ekki eins og að vera með farða. Áuk þess er sérstaklega góð lykt af farðanum. Estée Lauder Individualist Estée Lauder er með nýjan farða á markaðnum sem er einkar fallegur. Hann er mjúkur og auðvelt er að bera hann á auk þess sem liturinn er eðlilegur og fallegur. Farðinn hylur vel og er notadrjúgur. Estée Lauder Ideal Ligth Estée Lauder er með góðan hyljara á markaðnum. Hyljarinn er með pensli sem gerir það að verkum að auðvelt er að bera hann á auk þess sem hann dreifist vel. svanhvit@vbl.is Nú er komin I verslanir ný íslensk prjónabók með uppskriftum af lopafllkum eftir Védísi Jónsdóttur hönnuð. I bókinni eru fjölbreyttar uppskriftir af flottum fatnaði á konur, karlmenn, börn og einnig er að finna sérhannaða islenska lopapeysu fyrir smáhunda. Uppskriftirnar eiga það allar sameiginlegt að vera einfaldar og fljótprjónaðar fyrir byrjendur sem og lengra komna. Þetta er ein glæsilegasta prjónabókin sem komið hefur út hjá ístex. Söluaðilar sjá: www.istex.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.