blaðið - 26.09.2005, Side 26

blaðið - 26.09.2005, Side 26
26 I HEILSA MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 blaöiö Þráinn Þorvaldsson Jurtir íslands geta gert kraftaverk SagaMedica þróa vörur úr ætihvönn „Ætihvönn hefur frá örófi alda ver- ið notuð til lækninga á ýmisum kvillum" segir Þráinn Þorvaldsson framkvæmdarstjóri SagaMedica. SagaMedica hefur þróað ýmsar vör- ur úr ætihvönn og nú síðast hafa þeir sett á markað vöruna SagaPro sem ætlað er að auka svefnfrið karla. Ætihvönn er elsta lækningajurtin sem notuð var á íslandi frá upphafi byggðar og það voru alls staðar hvannagarðar og eitt elsta grænmet- ið sem ræktað var á Norðurlöndum. Fólk fann snemma út að jurtin hefði notagildi á ýmsan hátt og fyrirtæk- ið vinnur að þróun og sölu á vörum úr jurtinni sem hægt er að nota fyr- irbyggjandi gegn ýmsum kvillum sem fólk á í baráttu við. Nýjasta var- an frá SagaPro er einmitt framleidd úr íslenskri ætihvönn. Varan hjálp- ar karlmönnum sem eiga við góð- kynja stækkun á blöðruhálskirtli að stríða. Það eru einkum tíð þvaglát sem hrjá menn með vandamálið og varan er sögð auðvelda þeim líf- ið sem vakna þurfa oft á nóttunni vegna tíðra þvagláta. Rannsóknir sýna að sögn framleiðenda að í æti- hvannalaufi sé meðal annars efnið osthenol (kúmarín efni) sem aftr- ar virkni á mikilvægu ensími en virkni ensímsins vex með stækkun á blöðruhálskirtlinum. SagaPro hefur verið í reynslunotkun í tvö ár og virku efnin hafa verið rann- sökuð bæði hér á landi og erlendis og gefið góða raun. Áður hefur fyr- irtækið þróað vörur sem einnig eru úr ætihvönn og má þar fyrst nefna Angelica sem einkum er notað fyrir- byggjandi við kvefi. Að sögn Þráins virkar Angelica eins og gingseng og sólhattur og gefur aukinn kraft. Þá kom hálsbrjóstsykurinn Voxis en í hann eru notuð ákveðin efni sem eru virk í hvönninni sem hægt var að nota í hálstöflurnar. Þráinn segir að mörg verkefni bíði fyrirtækisins og næst á dagskrá segir hann að sé að þróa krem. Þá eru aðrar jurtir sem stefnt er að vinna að og má þar nefna Vallhumal sem er gömul og græðandi jurt. Það er mikill og vax- andi áhugi fyrir náttúruvörum og sérstaklega þegar sérfræðingar eru farnir að rannsaka virknina. Hann segir vörurnar ekki vera lyf heldur fyrst og fremst hugsaðar sem fyrir- byggjandi gegn ýmsum kvillum. ■ YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03 YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunar- æfingar, slökun og hug- leiðsla. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. Sértímar fyrir byrjendur og — ■ barnshafandi konur. www.yogaheilsa.is NÝTT! Astanga yoga Nýtt tölublað komið í versl vrnmm. Tryggðu þér eintak á næsta sölustað Sl°^horn Ó ,Jy^SS t Sahaja jóga- stöð á Islandi Vinsældir jóga hafa aukist á íslandi á síðustu árum. Mismun- andi tegundir jóga eru stundaðar og má þar sem dæmi nefna Sahaja jóga sem hefur verið að hreiðra um sig á íslandi á síðastliðnum tveimur árum. Það er Shri Mataji Nirmala Devi sem er fædd og upp- alin á Indlandi sem heldur nám- skeiðin og er aðgangur ókeypis. „Fólk getur notað jóga til að vinna bug á reykingum" Benedikt S. Lafleur sem er leiðbein- andi og aðstoðar Shri Mataji Nir- mala Devi á námskeiðunum hvetur fólk til þess að mæta til að lífsorkan verði betri á námskeiðinu. „Fólk get- ur notað jóga til að vinna bug á ýms- um leiðinlegum ávana eins og reyk- ingum“ segir Benedikt. Hann segist sjálfur hafa fundið mikinn mun á sjálfum sér eftir að hafa byrjað að stunda jóga. „Sahaja jóga er fyrst og fremst hugleiðslukerfi sem miðar að því að þroska einstaklinginn og tek- ur mið af öllum trúarbrögðum og andans boðskap sem er varanlegur og getur umbreytt einstaklingum L sem hugleiða samviskusamlega“ seg- ir Benedikt. Jóga sem kostar ekki neitt Sahaja merkir eitthvað sem gerist sjálfkrafa eða er meðfætt. Á fund- um Sahaja lærir fólk nokkrar ein- faldar æfingar sem eru til þess falln- ar að hreinsa orkustöðvarnar og ná betra jafnvægi. Þessar æfingar munu hjálpa þér áfram við hugleiðsl- una og styrkja þá sem stunda þær til frambúðar. „Sahaja jóga felur í sér sjálfsprottna andlega vakningu sem gerir einstaklingnum kleift að tengj- ast sjálfri alheims-orkunni“ segir Benedikt. Sahaja Yoga er hagnýt leið sem fléttar saman hugarfarslegri, til- finningalegri og andlegri líðan. Byrj- endanámskeið eru á fimmtudögum klukkan 20.00 og fyrir þá sem lengra eru komnir er námskeið á mánudög- um klukkan 20.00. Sahaja jógasetrið er með aðstöðu í Borgartúni 20. ■ Þú borðar þær með uppáhaldsálegglnu, kannski ylvolgar úr ofninum, ristaðar, með hvltlauksollu, stundum eins og pizzur ...eða elns og Strandamenn, glænýjar með Islensku smjöri. Fáðu þér Speltköku og Kartöfluköku I næstu matvöruverslun. Hollara brauðfinnstvarla. Rammíslenskar Speltkökur og Kartöflukökur af Ströndum 100 ára hefð og ekkert nema hollusta DRANGABAKSTUR ER MAGINN VANDAMÁL? Silicoi hjálpar! silicol -- Fæst í öllum apótekum

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.