blaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 blaöiö
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um Baugsmálið, Reykjavíkurlistann og Samfylkinguna
Baugsmálið og pólitikin
Umrœðan um Baugsmálið er gríðar-
leg ogflókin og er komin útíalls kyns
furðulegar vangaveltur. Hvert er aðal-
atriði málsins aðþínu mati?
„Mér finnst skipta miklu máli að
menn reyni að gera sér grein fyrir
aðalatriðum þessa máls og almanna-
hagsmunum og elti ekki öll villuljós
sem koma upp í málinu. Ef Jón Ger-
ald Sullenberger telur brotið á sér þá
er það réttur hans að leita aðstoðar.
Það er líka réttur Jónínu Benedikts-
dóttur að aðstoða hann og leita til
hvers sem hún vill i því sambandi.
Það er heldur ekkert sem bannar
Styrmi Gunnarssyni að hlusta á Jón-
ínu og skoða málið. Allt eru þetta í
sjálfu sér aukaatriði. Það sem maður
hlýtur hins vegar að staðnæmast við
er að Styrmir tekur ekki við gögnum
málsins eins og ritstjóri blaðs sem lít-
ur á þau og veltir fyrir sér hvort þau
eigi erindi í blaðið. Hann ákveður að
setja málið í pólitískan farveg þegar
hann ber það undir Kjartan Gunnars-
son, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis-
flokksins, og gerir ráð fyrir aðkomu
fjármálaráðherra að málinu. Mér
sýnist að Styrmir ákveði þarna að
gerast pólitískur leikstjórnandi.
Ég er sannfærð um að Davið Odds-
son vissi strax í janúar 2002 sitthvað
um þær ásakanir sem Jón Gerald hef-
ur haft í frammi. Bara það sem hann
sagði í fjölmiðlum 3. mars 2003 segir
mér það. í sjálfu sér er ekkert sak-
næmt við að hafa slíkar upplýsingar.
En það sem ég hef verið að tala um
allan tímann er að hann fór út af
sporinu þegar hann hóf opinberan
málflutning gegn einu tilteknu fyr-
irtæki, í þessu tilviki Baugi. Sá mál-
flutningur hófst þegar árið 2002 og
síðar útmálaði hann þá sem stjórna
fyrirtækinu sem skúrka og sagði
að þeir hefðu reynt að bera á sig fé.
Forsætisráðherra þjóðarinnar fer
úr sínum hátignarsessi í málflutn-
ing gegn fyrirtæki sem er til rann-
sóknar hjá lögreglunni og á að sæta
þeirri rannsókn án afskipta. Hann
sendir skilaboð út i samfélagið til
stjórnmálamanna, fjölmiðlamanna,
lögreglumanna og til allra annarra
um að þessu fyrirtæki sé stjórnað
af óheiðarlegum mönnum. I opin-
berri umræðu ber hann sakir á fyr-
irtækið án þess að fylgja því eftir
með réttum hætti. Þetta finnst mér
forsætisráðherra ekki geta gert. Með
málflutningi sínum skapaði hann
andrúmsloftið sem ég hef talað um.
Ég upplifði á sínum tíma sem
áhorfandi að bæði Guðmundar- og
Geirfinnsmálinu og Hafskipsmálinu
og fannst opinber umræða um þau
mál ekki öllum til sóma sem tóku
þátt í henni. I því andrúmslofti sem
þá skapaðist urðu ýmsum á alvarleg
mistök. Ég hélt að stjórnmálamenn
hefðu þá lært að setjast ekki í dóm-
arasætið yfir einstaklingum eða
fyrirtækjum og taka sér ekki fyrir
hendur að kalla eftir sökudólgum.
Þess vegna finnst mér dapurlegt að
horfa upp á það hvernig þetta mál
hefur gengið fyrir sig. Þetta er algjör-
lega óháð rannsókn málsins og kæru
Jóns Gerald því það mál á auðvitað að
ganga sína leið í gegnum dómskerfið.
En vegna þess andrúmslofts sem hef-
ur verið skapað er ákaflega erfitt að
átta sig á hvernig landið liggur."
Pólitískur jarðvegur
Eins ogégskilþigþá ertu ekki að tala
um beina pólitíska aðför að Baugi?
„Ég hef engar sönnur fyrir beinni
pólitískri aðför og hef aldrei haft. En
það var pólitískur jarðvegur fyrir
málið. Ég hef allan tímann verið að
tala um skilaboðin sem komu frá
forsætisráðuneytinu út í samfélag-
ið um að þetta væri vafasamt fyrir-
tæki. Það eru þau skilaboð og það
andrúmsloft sem ég hef talað um í
tæp þrjú ár. Ég skildi aldrei af hverju
það urðu svona hörð viðbrögð við
Borgarnesræðu minni m.a. í Morg-
unblaðinu. Eina skýring mín er sú
að ég hafi komið svo við kauninn á
einhverjum að menn hafi ákveðið að
grípa hart til varna.“
Vegna orða þinna hefur þér verið skip-
að í Baugsliðið. Hver eru viðbrögðþín
við því?
„Það er eins og ekki gefist kostur á
öðru í þessu máli en að vera annað
hvort í liði með Baugi eða með Sjálf-
stæðisflokknum. Ég vil í hvorugu
liðinu vera og mér kemur hvorugur
aðilinn við. Þá kem ég einmitt að al-
mannahagsmununum. Öll þessi læti
eru til marks um fjörbrot ákveðins
kerfis sem hér hefur viðgengist um
áratugaskeið þar sem saman hefur
farið pólitískt vald og efnahagslegt
vald, þar sem hagsmunir Sjálfstæð-
isflokksins og hagsmunir ákveðinna
viðskiptablokka hafa farið saman.
Framsóknarflokkurinn átti svo sínar
viðskiptablokkir. Menn mátu aðgerð-
ir sínar út frá því hvað kæmi báðum
aðilum best. Þetta kerfi er að rakna
upp. Þeim fjölgar ört í viðskiptalíf-
inu sem lúta ekki flokksaga og hugsa
fyrst og fremst um það hvað komi
xeim vel, ekki flokknum. Uppbrot á
xessu gamla kerfi er löngu tímabært
og er í þágu almannahagsmuna.“
En er ekkert áhyggjuefni hvað við-
skiptablokkir þessa lands eru orðnar
stórar og voldugar?
„Þetta er alltaf áhyggjuefni þegar of
mikið vald safnast á of fáar hendur.
En þetta er ekkert nýtt fyrirbæri. Á
sínum tíma höfðum við Sambands-
veldið annars vegar og kolkrabbann
hins vegar. Viðskiptablokkirnar eru
kannski meira veldi í dag því efna-
hagurinn er stærri auk þess sem
Íiær eru að starfa á alþjóðavettvangi.
sland er lítið land, tæplega 300.000
manna samfélag. Ef íslensk fyrir-
tæki eiga að skipta máli í alþjóðlegu
viðskiptaumhverfi þá verða þau stór
á íslenskan mælikvarða. Þessi fyrir-
tæki þurfa alls ekki á því að halda að
vera dregin í pólitíska dilka á þann
hátt að orðstír þeirra bíður hnekki á
alþjóðavettvangi. Efvið teljum að fyr-
irtæki séu að misfara með vald sitt
og misbeita markaðsráðandi stöðu
sinni þá tökum við á því með réttum
hætti, í gegnum eftirlitsstofnanir,
dómstóla, lög og reglur en ekki með
lítt rökstuddum ásökunum, dylgjum
og dilkadrætti."
Pólitísk viðbrögð
Heldurþúað Baugsmenn séu saklaus-
ir?
„Ég hef engar forsendur til að kveða
upp úr um sekt eða sýknu. Málið er
fyrir dómstólum og ég vona að hæsti-
réttur sendi það til efnismeðferðar
í héraðsdómi þannig að niðurstaða
fáist.“
En er nokkur ástœða til að vantreysta
dómstólunum til að fjalla um þetta
mál, til dæmis hæstarétti?
„Ég tel ekki ástæðu til þess. Ég
varð hins vegar fyrir miklum von-
brigðum með ríkislögreglustjóra-
embættið í þessu máli. Þar þurftu
menn að vanda sig sérstaklega vel
við rannsókn og framlagningu á
ákæru vegna þess að þeir voru að
vinna í málinu við mjög sérstakar
aðstæður. Það voru mikil vonbrigði
að málið skyldi ekki betur unnið af
þeirra hálfu en svo að kærunni var
vísað frá í héraðsdómi vegna þess að
ekki var nægilega vel lýst í hverju hið
saknæma athæfi fælist og gegn hverj-
um það beindist.
Viðbrögðin frá ríkislögreglustjóra
við gagnrýni minni voru ekki fag-
leg heldur pólitísk. Hann skellti sér
beint í pólitíska orðræðu þegar hann
greip til varna. Þar endurspeglaðist
mikil kokhreysti. Það sama átti sér
stað þegar Arnar Jensson sagði að
ég hafi haldið því fram að lögreglan
væri handbendi spilltra stjórnmála-
manna. Hann kaus að taka þann-
ig til orða, ekki ég. Vörn þessara
manna á að felast í sjálfum málatil-
búnaðinum og málarekstrinum fyr-
ir dómstólum. Á því byggir þeirra
trúverðugleiki en ekki stóryrðum í
opinberri umræðu.“
Hvað með trúverðugleika fjölmiðla.
Nú birta fjölmiðlar íeigu Baugs einka-
tölvupóst manna og ritstjóri Morgun-
blaðsins blandast inn í málið. Getur
fólk treyst fjölmiðlum eftirþetta?
„Ástandið er vægast sagt sér-
kennilegt og hefur áhrif á alla, líka
fjölmiðla. Það versta er -að afneita
ástandinu. Þeir sem ekki eru meðvit-
aðir um að þeir eru að starfa i þessu
andrúmslofti geta ekki greint hism-
ið frá kjarnanum.
VERÐLISTINN
ÚTSÖLUMARKAÐUR
Opið 12-18
2.HÆÐ
ÚTSÖLUMARKAÐUR
EXO
DALIA
FAXAFEN 12
Verðlistans er í Fákafeni 9, efri hæð
Sólarlandafarar, gerið góð kaup á sumarfatnaði
—vepílUsHiui v/Laugalæk • sími 553 3755
Opið kl. 12-18
mán.-föstud.