blaðið

Ulloq

blaðið - 30.09.2005, Qupperneq 23

blaðið - 30.09.2005, Qupperneq 23
blaöiö FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 VIDTALI23 Sjálfstæðismenn hafa kosið að flokka fjölmiðla í Baugsmiðla og aðra miðla þ.e.a.s. „góða“ miðla. Flokkun eins og þessi er hluti af öllum spunanum og þjónar þeim tilgangi að hafa áhrif á almennings- álitið og fjölmiðlafólk. Það á ekki að setja fjölmiðlafólk í þessa stöðu vegna þess að það kallar fram óeðli- leg varnarviðbrögð hjá því. Það á að vera skylda Fréttablaðsins og Morg- unblaðsins við lesendur að segja söguna alla en taka sér ekki stöðu í málinu og kallast á. En því miður held ég að i þessu máli hafi trúverð- ugleiki fjölmiðla skaðast eins og trúverðugleiki flestra stofnana sam- félagsins. f þessu sambandi verð ég að segja að forsíðufrétt DV um tvær persón- ur sem tengjast þessu máli snart mig mjög illa. Mér fannst skelfilegt að sjá menn missa svo algjörlega sjón- ar á aðalatriðum málsins og leyfa sér slíkan fréttaflutning. Þetta var ljótt og þeim til vansa sem að þessu stóðu.“ Aldrei verið óflokksbund- inn frambjóðandi Vtkjum að dauða Reykjavíkurlistans, voru það þér vonbrigði að samstarfið skyldi ekki halda? „Þetta eru mikil vonbrigði. Sam- starfið hefur gengið vel og málefna- staða Reykjavíkurlistans er sterk. Mér finnst grátlegt að horfa upp á menn snúa sér að skikanum sínum í stað þess að rækta garðinn sameig- inlega í þágu borgarbúa.“ Fólk innan Reykjavíkurlistans heyrð- ist segja að listinn væri orðinn hug- sjónalaust valdabandalag. „Það er einfaldlega rangt. Borgar- fulltrúarnir leggja mjög hart að sér í þjónustu sinni við borgarbúa. Borg- armál snúast um að sinna borgar- rekstrinum af skynsemi, veita fólki góða þjónustu og skipuleggja borgar- samfélagið til framtíðar. Það hefur Reykjavíkurlistinn gert og gerir enn. Skólarnir og leikskólarnir eru minn- isvarðar Reykjavíkurlistans, ekki Perlan og ráðhús.“ Hvað með þína ábyrgð?Má ekki segja að þú sért eins og mamman sem yfir- gefur börnin til aðfinna sjálfa sig? „Ég hef aldrei litið svo á að Reykja- víkurlistinn snerist um mína per- sónu." Margirsegja að þú hafirhaldið listan- um saman. „Þú tókst mömmu líkinguna. Ég er ekki viss um að hún eigi við í þessu tilviki en ef ég held henni áfram þá hlýtur að koma að því að börnin standi á eigin fótum. Það eru tæp þrjú ár síðan ég hætti að stjórna borginni en ég hef ekki orðið vör við annað en að starfið hafi gengið ágæt- lega á þeim tíma sem liðinn er.“ Er eitthvað í þessu ferli, áður en þú tilkynntir um þingframboð, sem þú hefðir viljaðgera öðruvísi? „Já, það er margt í því ferli sem ég hefði viljað gera öðruvísi. Ef ég hefði áttað mig á því að viðbrögð sam- starfsflokkanna yrðu svona harka- leg þá hefði ég líklega ekki ljáð máls á því að fara í framboð. Ég var gagn- rýnd fyrir að hafa gengið til liðs við Samfylkinguna. Þegar það er gert þá gleymist að ég hef verið í Sam- fylkingunni allt frá stofnun hennar og var í Kvennalistanum áður. Ég hef aldrei verið óflokksbundinn frambjóðandi. Framsóknarmenn og vinstri-grænir hafa litið svo á að samstarf Reykjavikurlistans snerist ekki um mig heldur um málefni. Af hverju hætti það allt í einu að vera þannig í þeirra huga?“ Stjórnmáiastarf erekki spretthlaup Manni finnst þú heldur tala fyrir vinstri stjórn en öðru stjórnarsam- starfi. „Eg vil stefna að því að fella þessa ríkisstjórn. Það er löngu tímabært og óhollt fyrir samfélagið hversu lengi hún hefur setið. Völd hennar eru orðin of mikil í öllum stofnun- 99........................................................ Það er eins og ekki gefist kostur á öðru í þessu máli en að vera annað hvort íliði með Baugi eða með Sjálfstæðisflokknum. Ég vil í hvorugu liðinu vera og mér kemur hvorugur aðilinn við. um samfélagsins. Ef ríkisstjórnin fellur þá eru það skilaboð frá kjós- endum um að þeir vilji annað stjórn- armynstur. Þá er það skylda stjórn- arandstöðunnar að ræða saman. Ef ekki næst að mynda sterka stjórn á þann veg verður að horfa til annarra kosta." Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, hefur sagt að Samfylkingin sé ekki að ræða efnahagsmál og hafi lítið vit á þeim ogþað sé áhyggjuefni. „Ég er oft sammála Guðmundi Ólafssyni en ég er ekki þeirrar skoð- unar að Samfylkingin sé verr að sér í efnahagsmálum en ríkisstjórnar- flokkarnir. Menn vissu fyrir síðustu kosningar að mikil þensla væri fram- undan og það yrði að stíga mjög var- lega til jarðar. Gríðarleg útlánaaukn- ing hefur verið mikill þensluhvati og skattalækkanir hafa enn aukið á þensluna. Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna sem bera vott um að ríkisstjórnin hefur ekki sérstakt vit á efnahagsmálum umfram aðra. Forsætisráðherra sagði á síðasta að- alfundi Seðlabankans að það væri gamaldags hugsunarháttur að rík- isvaldið ætti með aðgerðum sínum að hafa áhrif á efnahagsmálin. Ef ríkisvaldið á ekki að gera það og rík- isfjármálin skipta engu máli þá veit ég ekki hver á að gera það og hvað skiptir máli.“ Einhverjar raddir hafa heyrst sem hafa sagt að lítið hafi heyrst og sést til þín síðan þú varst kjörin formað- ur Samfylkingarinnar. Hvað segirðu viðþví? „Eg hef aldrei litið svo á að pólit- ískur árangur mælist í fjölmiðla- uppákomum. Kastljós fjölmiðlanna er mikið og íþyngjandi, bæði fyrir stjórnmálamenn og almenning. Al- menningur getur fengið hundleið á stjórnmálamönnum sem eru alltaf i fjölmiðlum og það er erfitt og ekki farsælt að láta stjórnast af því kast- ljósi. I borgarstjórastarfi var ég lengi í því kastljósi og kannski má segja að mig hafi ekki langað til að fara alltof bratt inn í það aftur. Ég lít ekki á stjórnmálastarf sem spretthlaup. Það að vera formaður í Samfylkingunni og leiða hana í rík- isstjórn í næstu kosningum er lang- hlaup. 1 langhlaupi eyðir maður ekki öllum kraftinum á fyrstu metrun- um því þá er öruggt að maður kemst ekki í mark. Langhlaup snýst fyrst og fremst um að skipuleggja hlaupið vel og hafa úthald.“ kolbrun@vbl.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.