blaðið - 30.09.2005, Page 30

blaðið - 30.09.2005, Page 30
30 I ÍPRÖTTIR FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 bla6ÍA Hver verða valin best annað kvöld? Knattspyrnumenn, konur jafnt sem karlar, hittast annað kvöld á veitingastaðnum Broadway í hinu árlega uppgjöri liðanna. Á lokahóf- inu verður kunngjört val á liði árs- ins í karla- og kvennaflokki og þá fá markahæstu leikmennirnir sín verðlaun fyrir gott tímabil. Aðal viðurkenningarnar verða svo veitt- ar þegar tilkynnt verður um val leikmanna á efnilegasta og besta leikmanni ársins í karla- og kvenna- flokki. Fastlega er búist við að valið standi á milli FH-inganna Allan Borgwardt og Auðuns Helgasonar í vali á leikmanni ársins í Lands- bankadeild karla. Það er þó búist við harðari keppni þegar valið kem- ur að efnilegasta leikmanninum en þar eru margir sem koma til greina. Þar hefur nafn Harðar Sveinssonar Keflvíkings komið sterkt inn sem og nafn Davíðs Þórs Viðarssonar FH-ings. Það gæti því farið svo að FH-ingar tækju báðar viðurkenning- arnar í karlaflokki. I kvennaflokki er búist við að baráttan standi á milli þriggja leik- manna í vali á leikmanni ársins. Þóra B. Helgadóttir, markvörður Breiðabliks, átti afburðarleiktíð sem og Laufey Ólafsdóttir úr Val og Guðlaug Jónsdóttir úr Breiðabliki. Það þykir næsta öruggt að hin 18 ára stúlka úr Breiðabliki, Gréta Mjöll Samúelsdóttir, hljóti viðurkenning- una efnilegasti leikmaður Lands- bankadeildar kvenna. „Hún sprakk út í sumar eins og falleg rós,” sagði einn viðmælandi Blaðsins í gær um Grétu Mjöll sem er dóttir Samúels Arnar Erlingssonar, íþróttafrétta- manns, og Ástu B. Gunnlaugsdóttur sem er ein fremsta knattspyrnukona sem ísland hefur eignast. Heimir Guðjónsson var valinn besti leikmaður Landsbankadeildar karla í fyrra og Allan Borgvardt var valinn sá besti fyrir tveimur árum en hann er talinn mjög líklegur til að hreppa þessa nafnbót í ár. Efnileg- asti leikmaðurinn í fyrra var valinn Emil Hallfreðsson sem nú er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Totten- ham. Besti leikmaður Landsbankadeild- ar kvenna í fyrra var valin Laufey Ólafsdóttir úr Val og hún þykir einn- ig líkleg í ár. Ásthildur Helgadóttir hefur þrisvar sinnum verið valin sú besta, 1996, 2002 og 2003 en Ásthild- ur hefur oftast verið valinn besti leikmaður íslandsmótsins í kvenna- flokki. Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar í sumar, var valin efnilegasti leikmað- urinn í fyrra sem og árið 2003. Leikmenn í efstu deild í karla- flokki hafa verið með þessa kosningu á hverju ári síðan 1984 þegar Bjarni Sigurðsson, markvörður, var kjörinn sá besti og Guðni Bergsson var val- inn efnilegastur. Hjá konunum byrj- aði þessi kosning árið 1986 og þá var Kristín Arnþórsdóttir Valsari valin besti leikmaðurinn og Halldóra Gylfa- dóttir var valin efnilegust. Hljómsveitin Á móti sól leikur fyrir dansi og kynnir kvöldsins verð- ur hinn eini sanni Hemmi Gunn og meðal skemmtiatriða verður Le Sing söngskemmtunin. Húsið opnar fyrir almenning á miðnætti. ■ KOMIN I BIO! Fyrstl hluti af þríleik. Diindur fótboltarfiynd sem híttir í mark og miklu meira en þjað. SERHVER DRAUMUR Á SÉR UPPHAF REYKJAVIK • KEFLAVIK • AKUREYRI Enski boltinn um helgina: Verður Liverpool fyrst liða til að vinna Chelsea? Á morgun og á sunnudag verður heil umferð leikin í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu. Áttunda umferð fer þá fram og hæst ber án efa leikur Liverpool og Chelsea sem fer fram á Anfield, heimavelli Liverpool. Á mið- vikudag gerðu liðin markalaust jafn- tefli á heimavelli Liverpool í meistara- deildinni í frekar leiðinlegum leik en hvort lið átti tvö skot sem hittu mark andstæðingsins. Chelsea hefur unnið alla sína sjö leiki til þessa á leiktíðnni og hefur í þeim skorað 14 mörk og fengið á sig eitt. Liverpool hefur aftur á móti aðeins leikið 5 leiki og fengið í þeim 7 stig. Liverpool hefur skorað 3 mörk og fengið á sig 2, unnið einn leik og gert fjögur jafntefli. í leik liðanna í meistaradeildinni sýndi Liverpool mun betri leik en hinir bláklæddu Chelsea-menn sem vörðust af afli síð- ustu mínútur leiksins. Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur látið hafa eftir sér að tapi Liverpool leiknum á sunnudag þá séu vonir þeirra um meistaratitilinn foknar út í veður og vind. Leikur liðanna á sunnudag hefst klukkan 15.00 og verður sýndur á sjónvarpsstöðinni enska boltanum. Við hér á Blaðinu spáðum Liverpool sigri í meistara- deildinni í vikunni en það gekk ekki alveg eftir en við vorum nálægt því. Við erum þverir og spáum Liverpool sigri í leiknum á sunnudag -1-0. Aðrir leikir um helgina eru þessir: Á laugardag leika Portsmouth-Newc- astle, Fulham-Manchester United, Charlton-Tottenham og Blackburn tekur á móti W.B.A. Sunderland og West Ham United mætast svo klukk- an 16.15 á laugardeginum. Á sunnudeginum hefst fjörið um hádegi með leik Arsenal og Birming- ham, aðrir leikir eru Wigan-Bolton, Aston Villa-Middlesbrough, Man- chester City-Everton og svo að sjálf- sögðu Liverpool-Chelsea sem hefst eins og áður sagði klukkan 15.00. Allir leikirnir verða sýndir á fótbolta- stöðinni enski boltinn.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.