Alþýðublaðið - 14.11.1919, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 14.11.1919, Qupperneq 4
4 alÞtðublaði© Vog-jjjarni tvisaga. Yér Dalamenn höfum haldiö, að fulltrúi vor, Bjarni frá Vogi, væri hreinn og beinn og ákveðinn og héldi sínum ákvaðnu skoðun- um fram, hver sem í hlut ætti. Mikið fremur væri það óþjálni og stífni, sem hömluðu honum frá heppilegum verkum. En við að koma á fundinn í Báruhúsinu í gærkvöidi, fékk eg að sjá nýja hlið á honum. Þá heyri eg að hann ber fagurgala- bumbuna — talar eins og fjöldinn vill heizt heyra. Tók sérstakl. eftir þessu í umræðunum í fossamál- unum, viðvíkjandi verkamönnum. Eg heyrði til hans vestur í Döl- um um daginn á kjósendafundi þar, að hann lagði ríka áherzlu á að landbúnaðinum stæði stórhætta af, ef hér kæmi upp stóriðnaður. Fyrst og fremst yrði fluttur hór inn útlendur verkalýður, sem tungu og þjóðerni stafaði hætta af, og svo yrði kaupgjald svo hátt í landinu, að bændur (þá var hann staddur innan um sveitabændui) stæðust ekki við að borga verka- fólkinu eins hátt kaup og það krefðist og það þyrptist þá í burt frá þeim og sveitirnar færu í rústir vegna fólksleysis, En í gærkveldi heldur hann ab verkamönnum hér stafl hætta af útlendum verkalýð vegna þess, að hann komi niður kaupinu. — En munurinn er auðvitað sá, að nú er hann staddur innan um Reyk- víkinga en ekki Dalamenn, og þarf því að reyna að glamra þá upp í að kjósa glamrarann Möller. St. í B,vík 18/n T9. Dalamaður. Fundinn sýkill. Nýlega skýrði BMbl.“ frá því, að nýfundinn væri sýkill sá, er veldur „gulu sýkinni". Vonandi fer þá stóra Mogga að batna úr þessu. Pulur. Árétting til kjósenda. Heiðraði kjósandi. Kari og konaí Ef þú vilt að fátsekralöggjöfinni sé breytt úr hegningarlöggjöf í hjálp til sjálfshjálpar (án réttinda- missis), Ef þú vilt að rangláti vörutollurinn verði af- numinn, Ef þú vilt að tekjur ríkissjóðs verði fengnar með tekju- og gróðaskatti og tekjum af arðvænleg- um fyrirtækjum,1 Ef þú vilt að framleiðslan verði aukin og ráð- ist í ný fyrirtæki með þátttöku hins opinbera, Ef þú vilt að ríkið virki_fossana eftir mætti, Ef þú vilt að ríkið komi upp barnahæli og; gamalmennahæli, Ef þú vilt að landsspítali verði reistur, -- Þá far þú niður í Barnaskólann á morgun og inn í kjörherbergi, þar sem nafn þitt er. Par situr kjörstjórnin. Hjá henni fær þú seðil, sem lítur þannig út: Jakob Möller Jón Magnússon Ólafur Friðriksson Sveinn Björnsson Þorvarður Porvarðsson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.