blaðið - 15.10.2005, Page 8
LAUGARDAGUR 15 OKTÓBER 2005 blaöió
8 I INNLENDAR FRÉTTIR
Helgi Gunnlaugsson, prófessor
Verðum að hlusta á
1 umræðunni um kynferðisafbrotin
í Hafnarfirði vakti athygli hvernig
nánast allt samfélagið þar virtist
loka bæði eyrum og augum gagn-
vart vandanum. Stúlkurnar sem þá
liðu misnotkun á nánast hverjum
degi virtust ekki eiga neins stað-
ar höfði sínu að halla. Samkvæmt
Helga Gunnlaugssyni, prófessor í
félagsfræði við Háskóla Islands, var
samfélagið á þessum tíma kannski
ekki tilbúið til að horfast í augu við
þennan vanda. Hann segir að þó
margt hafi lagast á liðnum árum og
áratugum sé enn í dag víða pottur
brotinn í samfélaginu þegar kemur
að svona málum.
Helgi segir að svona umræður,
líkt þeirri sem gengur yfir samfélag-
ið núna, komi upp reglulega. Hann
segir að þó að umræðan sé af hinu
góða sé vandamálið að jafnan fenni
yfir málið um leið og umræðunni
slotar. „Við erum öll dolfallinn yf-
ir þessu og öll tjáum við okkur um
þetta og allir eru sammála. Það geta
allir rætt um þetta og sameinast um
þetta í fordæmingu og hluttekningu.
En svo gerist það að þetta svona fjar-
ar út og allt fer í sama farið og ekkert
gerist.“ Helgi segir að ástæðan fyrir
þessu aðgerðarleysi sé kannski sú
börnin
staðreynd að menn virðast ekki al-
veg vita hvernig á að bregðast við í
svona málum.
Að sögn Helga er það mikilvæg-
asta að hlúð sé að börnum og þau
fái vettvang til að segja frá sinni
reynslu og segir Barnahúsið eins og
það starfar í dag vera góð fyrirmynd
að því leyti. Hann segir að þó fólk
skynji að eitthvað geti verið að séu
menn oftar en ekki hræddir við að
ganga fram fyrir skjöldu og leggja
fram ásakanir því þeir óttast að hafa
rangt fyrir sér og valda einhverjum
ónauðsynlegum skaða. „Það er eitt í
þessu sem við ættum að taka frekar
BlaðiÖ/Frikki
til athugunar og það er að hlusta á
börnin, trúa börnunum. Að börnin
geti einhversstaðar fundið athvarf til
að segja frá því sem er að gerast í lífi
þeirra. Það kemur t.d. í ljós í þessu
máli og öðrum svipuðum málum
erlendis að það er enginn vettvang-
ur fyrir börnin. Að það sé hlustað á
börnin og tekið mark á þeim og því
sem þau ganga í gegnum. Rannsókn-
ir á kynferðisofbeldi á börnum hafa
t.d. leitt í ljós að börn ljúga ekki. Það
þarf bara að gefa þeim tækifæri til að
tjá það sem þau eru að ganga í gegn-
um án þess að það komi síðar í bak-
ið á þeim“. Helgi gagnrýnir einnig
dómskerfið og segir sönnunarbyrði
í svona málum vera það mikla að þol-
endur eigi erfitt með að sækja mál
sitt. „Það virðast ýmsir hafa horft
uppá þetta og það var vitnisburður
í réttarkerfinu um þetta en það virt-
ist ekki duga til. Það er dálítið eins
og köld tuska framan í fórnarlömb
þessara brota." ■
Blaðil/Steii
Stendur við könnun
Neytendasamtökin hafna alfarið að könnun sem þeirgerðu hafi ver
ið ósanngjörn og ekki tekið tillit til mikilvœgra þátta
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, vísar allri
gagnrýni á könnun samtakanna
algerlega á bug. í könnuninni var
verðlagsþróun skoðuð í samhengi
við gengi íslensku krónunnar og
samkvæmt niðurstöðum hennar
hefur hátt gengi krónunnar ekki
skilað sér til neytenda. í umfjöllun
Blaðsins um málið í gær gagnrýndi
Jón Þór Sturluson, forstöðumaður
Rannsóknaseturs verslunarinnar,
könnunina og sagði hana einblína á
tímabil sem sé sérstaklega óhagstætt
fyrir smásölu- og innflutningsaðila.
Einnig gagnrýndi hann könnunina
fyrir að taka ekki inn verðbólgu er-
lendis né gera ráð fyrir viðbrögðum
fyrirtækja við gengisbreytingu sem
getur verið misjafnlega hröð. Hann
taldi að könnunin hefði átt að ná yfir
lengra tímabil hafi ætlunin verið að
gefa skýra mynd af þróun verðlags í
tengslum við gengisbreytingar.
Jóhannes segir að við gerð könn-
unarinnar hafi Neytendasamtökin
stuðst við tölur frá Hagstofunni og
Seðlabankanum. Hann segir einn-
ig að í könnuninni hafi verið tekið
tillit til verðbólgu erlendis.,, Ef þeir
eru að gagnrýna grunninn sem við
byggjum á þá eru þeir að gagnrýna
Hagstofuna sem er stóralvarlegur
hlutur. Það er mjög alvarlegt ef að
það er ekkert að marka upptökur
Hagstofunnar. Við tökum einfald-
lega þróun gjaldmiðla skv. Seðla-
bankanum og þróun verðlags hér
skv. mælingum Hagstofunnar.“
Hann gefur einnig lítið fyrir gagn-
rýni á val á tímabili og að ekki hafi
verið tekið tillit til þess að fyrirtæki
bregðist mishratt við. „Árið 2001,
þegar krónan veiktist, komu hækk-
anir mjög fljótt í gegn. Þá var ekkert
vandamál að fá hækkanir í gegn. En
það er meira vandamál að fá lækkan-
ir í gegn. Þannig að ég hafna þessu
alfarið.“ ■