blaðið - 15.10.2005, Qupperneq 18
18 I LAGAMÁ:
LAUGARDAGUR 15 OKTÓBER 2005 blaöiö
Hvað á að gera við barnaníðinga?
Mikið hefur verið rætt um þolendur
kynferðisafbrota og þá skelfilegu
martröð sem þeir ganga í gegnum.
Minna hefur verið rætt um til hvaða
Meðferð skilar
árangri
Þeir kynferðisbrotamenn sem
sækja meðferð á grundvelli
t.a.m. hugrænnar atferlismeð-
ferðar eru síður lílegir til að
brjóta af sér að nýju fremur en
þeir sem enga meðferð hljóta.
Munurinn á brotahlutfalli
þessara tveggja hópa nemur
þrjátíu og sjö prósentum.
Journal of Experimental Criminology
Volume í, Issue 1, April 2005, bls. 117-146.
Hugsanaviilur varðandl kynlíf
„Hugræn atferlismeðferð er
það meðferðarform sem við
notum innan fangelsiskerfis-
ins. Það felur í sér að farið er í
gegnum þætti á borð við hugs-
anavillur t.d. varðandi kynlíf
og tilfinningar, samkennd í
garð þolanda og félagshæfni.
Mikilvægur þáttur er að þekkja
áhættuþætti, hrösunarvarnir
- hvernig skal bregðast við ef
óviðeigandi hugsanir fara að
sækja að gerenda - og hvernig
skuli forðast áhættuþætti, t.d.
með því að fara ekki í sund um
helgar þegar veðrið er gott.“
Anna Kristín
Newton, sálfrceðingur
Fangelsismálastofnunnar
aðgerða hægt er að grípa gagnvart
kynferðisafbrotamönnunum
sjálfum. Umræðan verður þó að
taka mið af þeim og þeirri hjálp sem
þeir þarfnast þar sem þeir eru óum-
flýjanlega hluti af samfélagi okkar
og munu halda áfram að vera það.
Ef heiftin fær að ráða verður umræð-
an að eilífu friðhelg - taka verður á
vandamálinu í heild sinni.
Barnaníðingar sums staðar erlend-
is eru dæmdir til meðferðar sem er
sérstaklega til þess gerð að hjálpa
þessum mönnum við að hemja hvat-
ir sínar. Meðferðirnar hafa reynst
vel.
Hér á landi fá allir fangar sálfræði-
hjálp óski þeir eftir henni. Enginn
fangi er skikkaður til þess að þiggja
þessa sálfræðihjálp ef hann kærir sig
ekki um það. Þessi sálfræðihjálp er
þá það eina sem keynferðisafbrota-
mönnum býðst sækist þeir ekki eftir
hjálp að fyrra bragði.
Barnaníöingar ekki dæmdir til meðferðar
þráttfyrir lagaheimildir
•ss#
.. ... ....... .......
• FANGELSID LITLA-HRAUNI • I
í|j Óviðkomandi
!| • stranglega bannaður *
1i aðgangur
il.
BlaöiMngó
„Það hefur ekki gerst hingað til, að
kynferðisafbrotamenn komi inn í
fangelsi og séu dæmdir til meðferð-
ar eins og tíðkast erlendis“, segir
Anna Kristín Newton, yfirsálfræð-
ingur Fangelsismálastofnunar. „Við
erum fimm starfandi sálfræðingar
hjá Fangelsismálastofnun og reyn-
um að hafa það að markmiði að ná
til kynferðisbrotamanna. Við reyn-
um reyndar að bjóða öllum viðtal
sem koma inn fyrir alvarleg afbrot
en reynum enn meira að ná til þess-
ara manna til þess að aðstoða þá
með þeim hætti að þeir séu ólíklegri
til þess að brjóta af sér aftur. Hins
vegar geta þeir neitað að mæta og þá
höfum við enga leið til að nálgast þá
frekar.“ Kynferðisafbrotamenn geta
semsagt setið af sér dóma fyrir kyn-
ferðisafbrot og komið úr fangelsi án
betrunar. „Það gengur samt sem áð-
ur ágætlega að fá menn til að sækja
meðferð hjá okkur miðað við allt“,
segir Anna Kristín. „En hlutfallið
er ekki 100% eins og það þyrfti að
vera. Margir kynferðisbrotamenn
gera annað hvort lítið úr brotum sín-
um eða hreinlega afneita verknaði
sínum og telja sig ekki vera seka, þá
menn gengur náttúrulega illa að fá
til samstarfs."
Mannskapur
Það eru lagabókstafir sem segja að
dæma megi menn til meðferðar
ásamt refsingu. Sennilega er það svo
þar sem ekki er hægt að tryggja að
meðferðin sé til staðar. „Ef að það
ætti að ganga að hafa markvissa
meðferð fyrir dæmda kynferðis-
brotamenn innan fangelsiskerfisins
- sem er ekkert óeðlilegt og gert víða
erlendis - þá þurfum við að hafa
svigrúm til að geta unnið þá vinnu.
Við þurfum tíma, meiri þekkingu
og mannskap.“ Anna Kristín segir
að til að þetta gæti virkað þurfi að
þjálfa fólk til starfans. „Þessu er
ekki hægt að redda sísvona. Við ger-
um okkar besta og eins vel og við get-
um eins og málin standa. En ég veit
að við getum gert betur.“
Tilboð á töskum
Marc O’Rolo
Kringlan, sími 568 5757
Dómsmálaráðuneytið
Svörin eru hjá Ragnheiöi
Svara var leitað hjá dómsmálaráðu-
neytinu um það hvort meðferðarúr-
ræða væri að vænta fyrir gerendur
kynferðisafbrota gegn börnum.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
er staddur erlendis. Stefán Eiríksson,
skrifstofustjóri hjá dómsmálaráðu-
neytinu sagði málið vera í höndum
Ragnheiðar Bragadóttur sem dóms-
málaráðherra fól að vinna í því að
skoða lagaákvæði um keynferðsi-
lega misnotkun í hans umboði og er
tillagna hennar nú beðið.
Stefán benti á ræðu Björns Bjarna-
sonar sem hann hélt þann 2. sept-
ember á ráðstefnu um kynferðislega
misnotkun.
„Þetta talar sinu máli það sem
þarna kemur fram,“ sagði hann.
„Við erum að skoða þetta, eins og
segir í ræðu ráðherra þá ákvað hann
endurskoðun á ákvæðum laganna
varðandi nauðgun og önnur kyn-
ferðisbrot, meðal annars gagnvart
börnum.“ sagði Stefán.
Aðspurður hvort meðferðarúr-
ræða væri að vænta fyrir gerendur
kynferðisafbrota gagnvart börnum,
hvaða þætti Ragnheiður væri að
skoða, og hvenær tillögunnar væri
að vænta gat Stefán ekki svarað því.
„Eina sem ég get vísað þér á er
þessi ágæta ræða sem fer inn á alla
þessa þætti,“ sagði hann.
I ræðu sinni talar Björn aðallega
úm heimilisofbeldi og fer ekki sér-
staklega inn á meðferðarúrræði fyr-
ir gerendur kynferðisafbrota.
Ef farið er inn á www.bjorn.is er
hægt að finna ræðuna og lesa hana
í heild sinni.
EKKI TÝNAST í SNJÓNUM
Glæsilegasta sólbaðstofan í bænum er í Grafarholti
Bekkir með sjónvarpi
Sturtuklefi við hvern bekk.
15 ára aldurstakmark
Kirkjustétt 4, Grafarholti
s 571 7171