blaðið - 15.10.2005, Síða 30
30 i baRwAefni
LAUGARDAGUR 15 OKTÓBER 2005 blaöiö
eftLr ZLeb
m
Bókin
Lengra sumar
Bókin Rikey ráðagóða eftir Eyrúnu
Ingadóttur er komin í verslanir. Hún
segir frá Ríkeyju, ellefu ára, sem tek-
ur að sér að passa Dódó litlu systur
sína yfir sumarið. Þegar mamma
hennar og pabbi ákveða að geyma
tölvuna uppi á lofti yfir sumarið eru
góð ráð dýr svo Ríkey og félagar
hennar verða að finna sér annað til
dundurs. Þau deyja þó ekki ráðalaus
heldur reisa heilt þorp og halda hátíð
með tónlist og trúðum, skrípafötum
og skrúðgöngu, leynigesti og ókeyp-
is ís handa öllum. (bókinni er lesend-
um líka kennt að tala leynimálið
hottítottamál sem bara Ríkey og
þær Soffía og Milla vinkonur henn-
ar kunna. Ríkey ráðagóða er bók
um það hvað krakkar geta verið
sniðugir þegar þeir þurfa á þvi
að halda. Með því að lesa hana er
hægtaðupp-
lifa sumarið
áfram, þrátt
fyrir að liðið
sé á haustið.
Urbókinni:
„Eftirþessa misheppnuðu
njósnaferð vorum við búin
að eignast Sóla á Strönd fyrir
vin. Stundum heimsóttum við
hann og fórum jafnvel alla leið
i bílakirkjugarðinn sem var
rétt hjá húsinu hans. Þegar við
sáum Sóla heilsuðum við alltaf
virðulega svo hann vissi að
við værum ekki hrekkjusvin,"
V -i
Þrautin
M P G
I Ð E
S B A
Hvað geturðu myndað mörg orð?
Reyndu að mynda eins mörg orð og
þú getur með því að nota bara staf-
ina í kassanum hértil hliðar. Þú mátt
nota hvern staf eins oft og þú vilt
en það er skilyrði að nota stafinn í
miðjunni að minnsta kosti einu sinni
í hverju orði. Til dæmis gæti eitt orð
verið BAÐA. Hvað sérðu mörg orð
í kassanum? Sendu öll orðin þín til
okkar fyrir fimmtudag og við sjáum
hverjum gekk best næsta laugardag.
Heimilisfangið er hér á síðunni.
Heimasíðan
www.bbc.co.uk/cbbc
Snjáldra lœrir
að mála
Getur þú sagt okkur hvað er að gerast á þessari mynd? Sendu okkur sögu um
mýsnar Snjáldru og Snúð og segðu okkur hvað varð til þess að þau fóru að
mála manninn á myndinni. Hver er hann? Besta sagan verður svo birt hér í
Blaðinu í næstu viku. Ekki gleyma að merkja sögurnar ykkar.
A heimasíðu breska ríkisútvarpsins, BBC, er sérstakt
svæði tileinkað krökkum þar sem finna má fjölmarga
leiki og fróðleik. Til þess að komast af stað gæti verið
gott að hafa foreldra nálægt svo þeir geti þýtt leiðbein-
ingar af því að þær eru á ensku.Til dæmis er hægt að spila
leikinn Stupid sem gengur út á að vera eins vitlaus og
hægt er. Þannig vinnur sá spilari leikinn sem er með fæst
stig þegar tíminn er úti. Það er líka hægt að spila leikinn Hok-
etus sem gengur út á að vera nógu fljótur að slá inn tölur á
lyklaborðið. í hvert skipti sem slegið er á ákveðna tölu kemur
hljóð svo í raun er maður að spila tónlist á lyklaborðið.