blaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 4
4 I IMWLEWDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 blaAÍA Vetur gengur í garð Aftakaveður olli fjölmörgum umferðarslysum Lögreglan á suðvesturhorni landsins hafði í nógu að snúast ígœrdag og gríðarlegar umferðartafir urðu á helstu vegum Vetur konungur bærði illilega á sér í gær þegar yfir landið gekk djúp lægð með hvassri norðanátt og ofankomu. Mikil hálka var á helstu vegum og langar raðir mynduðust við dekkja- verkstæði á höfuðborgarsvæðinu. Bílvelta við Hvalfjarðargöng í höfuðborginni var nokkuð um minniháttar árekstra um morgun- inn en þegar leið á daginn versn- aði ástandið töluvert og var mikill erill hjá lögreglunni. Þá lenti bíll í snarpri vindhviðu við suðurenda Hvalfjarðarganganna um hádegisbil- ið með þeim afleiðingum að hann valt. Fjórir voru í bílnum og þurfti að senda tækjabíl slökkviliðsins til að losa mennina. Mönnunum heilsast eftir atvikum vel en bíllinn gjöreyðilagðist í slysinu. Loka þurfti Vesturlandsvegi á meðan á björg- Biðröð fyrir utan dekkjaverkstæði í gær. Margir þurftu að bíða í allt að tvær klukkustundir eftir þjónustu unaraðgerðum stóð en aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar þar sem sterkustu vindhviðurnar náðu allt að 40 til 45 metrum á sekúndu. Þá keyrði strætisvagn út af á Kjalarnesi. Á Hellisheiðinni var mikill skafrenn- ingur og skyggni lélegt. Árekstur varð neðarlega í Kömbunum um tvöleytið og hlaut einn meiðsli af. Á svipuðum tíma keyrði einn bíll út af við Ingólfsfjall. Langar raðir Á dekkjaverkstæðum í höfuðborg- inni mynduðust miklar raðir og bifreiðaeigendur þurftu í sumum til- vikum að bíða allt upp í tvær klukku- stundir eftir þjónustu. Að sögn starfsmanns eins dekkjaverkstæðis var búið að vera mikið að gera al- veg frá opnun. „Það er búið að vera standandi vitlaust frá því við opn- uðum í morgun. Þegar það er hvítt í loftinu þá hreinlega „panika“ allir.“ Að sögn veðurstofunnar mun veðrið ganga niður upp úr hádegi í dag og er reiknað með frekar stilltu veðri á morgun. ■ Aftakaveður var á landinu f gær og mikið um árekstra BMit/SleinarHugi Verðverndarstríð Byko og Húsasmiðjunnar Alþjóðlegi psoriasisdagurinn Hjá sérverslun Parka að Dalvegi 18 IKópavogi bjóðum við upp á mjög mikið úrval af gegnheilu og fljótandi parketi ásamt parketvörum frá heimsþekktum framleiðendum. husiö Dalvegi 18 Fax: S64 3501 201 Kópavogur Netfang: parkiOparkl.is Simi: 564 3S00 www.parki.is Miklar líkur á að farið verði í mál við Byko og Gott fólk Miklar líkur eru á því að Húsasmiðj- an fari í mál við forstjóra Byko og auglýsingastofuna Gott fólk verði ummæli þeirra ekki dregin til baka að sögn Steins Loga Björnssonar, for- stjóraHúsasmiðjunnar.Húsasmiðjan og lögmenn hennar telja að ummæli og yfirlýsingar forstjóra Byko og Góðs fólks feli 1 sér meiðyrði og órétt- mæta viðskiptahætti. Ingvar Sverr- isson, framkvæmdastjóri hjá Góðu fólki, segir að ummælin verði ekki dregin til baka. Augljóst að við vinnum málið Steinn Logi segist þó ekki vera að hóta lögsókn. „Eg er bara að segja að við áskiljum okkur allan rétt til þess að halda áfram með málið.“ Aðspurð- ur um hvort það séu miklar líkur á að farið verði í mál ef ummælin verði ekki dregin til baka segir Steinn Logi að hann telji að það séu miklar líkur á því. „Ég held að það sé alveg aug- ljóst að við myndum vinna rnálið." Leitað var eftir ummælum frá Ásdísi Höllu Bragadóttir, forstjóra Byko, en hún benti á Ingvar Sverrisson, fram- kvæmdastjóra hjá Góðu fólki, sem hafði þetta að segja: „Ég hef í raun- inni ekkert um þetta að segja." Tímasetningar lykilatriði Með yfirlýsingu sinni í gær sendi Steinn Logi skjámynd af upphafi inn- anhússbréfs dagsettu 10. nóvember wrist wear bySEKONDA 2004 til starfsmanna þar sem Húsa- smiðjan notar hugtakið verðvernd Steinn Logi telur að þetta, ásamt öðrum gögnum, sanni að ummælin eru röng. Ingvar segir að gögnin sem Steinn Logi leggur fram hafi ekkert með uppbyggingu auglýsinga og tímasetningu að gera. „Þetta snerist ekkert bara um hver væri að byrja með verðvernd heldur uppsetningu á auglýsingunni og tímasetningar sem er lykilatriði og þar hefur ekk- ert nýtt komið fram,“ segir Ingvar og bætir við að hann vilji vita hvar Steinn Logi fékk ávæning af verð- vernd Byko. Aðspurður að því hvort Byko hafi ekki í raun verið á undan Húsasmiðjunni sagði Steinn Logi: „Þeir hafa örugglega ákveðið á und- an okkur að fara í herferð núna, það segir sig sjálft. Það var í rauninni tímaspursmál hvenær við myndum koma með þetta og hvenær Byko myndi koma með þetta. Það er í raun og veru engin frétt í þessu og þetta er ekkert nýtt. Það sem stend- ur upp úr er ásökun um stuld á hug- mynd og auglýsingu, það er það sem er ólíðandi.“ ■ Tengsl milli hjartasjúk- dóma og psoriasis Afgerandi tengsl eru á milli psoriasis og hjartasjúkdóma og eru þau tahn vera erfðaffæðileg. Þetta kemur fram í niðurstöðu rannsókna sem Karolinska sjúkrahúsið í Svíþjóð stóð fyrir og kynnt var sérstaklega á blaðamanna- fúndi Samtaka psoriasis og exemsjúk- linga (Spoex). Hann var haldinn á Land- spítalanum háskólasjúkrahúsi í gær í tiiefhi af alþjóðlega psoriasisdeginum semerídag. Harma lokun Á fúndinum kom fram að á íslandi eru um 9.000 psoriasissjúklingar og þar af um þriðjungur sem haldnir eru hinni sársaukafullu psoriasisgigt, eða um þrjú þúsund manns. Forráðamenn Spo- ex bentu á það að fyrir þennan fjölda væru meðferðarúrræði af skornum skammti og sérstaklega þegar horft væri til annarra landshluta en höfúð- borgarsvæðisins. Þá er fyrirhuguð lok- un sérstakrar göngudeildar á Akureyri hörmuð og telja samtökin að með því sé verið að stfga skref aftur á bak í með- ferðarþjónustu fýrir einstaklinga sem haldnir eru þessum sjúkdómum. Mikilvæg rannsókn Þá var einnig lögð ff am rannsókn Karo- hnska sjúkrahússins í Svíþjóð sem Frá blaðamannafundinum t gær þar sem fram kom að tengsl séu á milli hjartasjúk- dóma og psoriasis. sýnir afgerandi tengsl milh psoriasis og hjartasjúkdóma. í rannsókninni kemur ffam að fólk undir 40 ára aldri, með psoriasis á háu stigi, reyndist vera með kólesteról langt yfir meðahagi án þess að hægt væri að skýra það með full- nægjandi hætti. Menn geta sér til að hér gæti verið um erfðafræðilega þætti að ræða sem síðan gæti hjálpað til að kort- leggja þær erfðaffæðilegu breytur sem kunna að auka líkur á sjúkdómnum. Rannsóknin, sem tók fimm ár, er tahn vera mikilvægur áfangi í því að bjóða upp á einstaklingsmiðaðri meðferðar- úrræði og um leið fjölga meðferðar- og greiningarúrræðum. ■ SEKSY kvenmannsúr með bleikri skífu úr ekta bleikri perlumóðurskel og bleikum steinum. Armbandskeðjan er með bleikum Swarovski kristöllum sem einfalt er að minnka eða stækka að vild. Utsölustadir: Jens Kringlunni ■ Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 • Helgi Sigurðsson úrsmiður Skolavörðustig 3 ■ Georg Hannah úrsmiður Keflavík • Guðmundur B. Hannah ursmiður Akranesi • Úra- 'og skartgripaverslun Karls R. Guðmundssonar Selfossi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.