blaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 26
26 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 blaðÍA Litblindur listamaður sem nýtur lífsins heldur sýningu á verkum sínum t Laugarneskirkju Garðar Guðjónsson er einn af þeim eldri borgurum sem ekki lætur deigan síga þrátt fyrir aldur eða starfslok. Garðar, sem er 72 ára gamall, hefur lagt stund á saumaskap síðan hann hætti störfum hjá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hefur allar götur síðan lagt stund á listina af kappi. Hann heldur nú sýningu á verkum sínum í safnaðarheimili Laugarneskirkju, en þar gefur að líta fjölmörg verka hans auk þess sem gestir og gangandi geta feng- ið sér kaffisopa og spjallað við þennan skemmtilega listamann. Það vekur eflaust undrun marga að Garðar er litblindur og ætti því ekki að eiga auðvelt með að sinna listinni, en hann segist ekki láta það aftra sér og heldur ótrauður áfram. Hann gaf sér tíma til þess að setjast niður með blaðakonu og spjalla um lífið og tilveruna, listina og ástina! ,Ég hætti árið 2000 að vinna, en ég vann þá við ljósritunarstörf við Menntaskólann í Hamrahlíð. í kjöl- farið fór ég að sinna saumaskapn- um af enn meira kappi, en ég hef þó stundað þetta í ein 25 ár. Það fer kannski meira fyrir áhugamáli sem þessu þegar maður er kominn af vinnumarkaðinum." Hvernig kviknaði þessi hugmynd - að byrja að stunda hannyrðir í frístundum? ,Það er nú það. Konan mín, sem hef- ur verið ansi dugleg í handavinnu, hvatti mig til þess að prófa eftir að ég hafði verið veikur í baki og leið illa heima fyrir. Mig vantaði eitt- hvað skemmtilegt sem gæti stytt mér stundir. Ég tók þessari athuga- semd hennar ekkert of alvarlega og fyrst um sinn var þetta bara hugar- fóstur. Svo náttúrulega er ég litblind- ur, þannig að við trúðum því hvor- ugt að þetta yrði að einhverju miklu hjá mér,“ segir Garðar, en aðspurður segir hann litblinduna ekki ná að stoppa sig í þeim hugmyndum sem hann vill framkvæma. „Konan mín hjálpar mér mikið og kemur mér af stað með liti og fleira. Hún er í raun minn leiðbeinandi og með henni fæ ég ánægjuna af því að gera þetta. Auðvitað er ekkert auðvelt að gera þetta miðað við litblinduna - manni finnst nú bara eiginlega ótrúlegt að maður hafi búið til allar þessar myndir miðað við það að geta ekki gert skýran greinarmun á litunum.“ Er ekki mikið um myndverk á heimili ykkar hjóna? Jú, svo sannarlega. Allar þær mynd- ir sem eru á sýningunni eru til dæmis á heimilinu okkar. Það er voða líflegt hjá okkur og afskaplega skemmtilegt að vera með allar þess- ar myndir," segir Garðar, og bætir við að á heimilinu séu bæði verk eft- ir hann og konuna. Hún eigi ekki síð- ur heiðurinn af listalífi heimilisins. Að sauma saman gefur líflnu gildi Sitjið þið hjónin sem sagt tímun- um saman ogsaumið? Já, við gerum það svo sannarlega. Það er ekki hægt að hugsa sér neitt betra en að vera með konunni sinni að sinna áhugamálinu. Við erum alveg saman í þessu og það gefur lífinu sannarlega gildi - það gefur mér mikla lífsfyllingu. Við sitjum saman með vinnuljós og fallega tón- list og sinnum sameiginlegu áhuga- máli. Það er ekki til neitt betra held ég,“ segir Garðar, sem hikar ekki við að lýsa yfir ánægju sinni með sam- vinnu þeirra hjóna við saumaskap og hugmyndavinnu. Sýning Garðars stendur yfir í safn- aðarheimili Laugarneskirkju þessa dagana. Hann segir ástæðu sýning- arinnar vera boð sem hann þáði frá kirkjuverði kirkjunnar fyrir nokkru. Hafði hann ætlað sér að gefa kirkj- unni mynd eftir sig en það varð úr að honum bauðst að halda sýningu fyrir almenning. „Ég leitaði til kirkjuvarðarins til þess að fá upplýsingar um hvernig ég ætti að snúa mér ef ég vildi gefa kirkjunni mynd. Hún spurði mig svo bara hvort ég vildi ekki halda sýningu á verkum mínum og þann- ig varð þetta til,“ segir Garðar og bætir við að svo skemmtilega vilji til að nú séu þau hjónin að fagna 50 ára brúðkaupsafmæli og skemmtilegt sé að halda sýningu af því tilefni. „Það er nú svo skemmtilegt að segja frá því að við giftum okkur hérna í kirkjunni fyrir 50 árum síðan. Mér finnst því afar vel viðeigandi að halda sýninguna hérna núna fyrir okkar hönd, en þetta er auðvitað af- rakstur vinnu okkar beggja. Konan mín er ekki síður stór þáttur í þessu - hún er mín hægri hönd og gerir það að verkum að mér finnst þetta stór- kostlegt.“ Aldrei farið út fyrir landsteinana Eru eldri borgarar að þínu viti mikið að sinna áhugamálum á Blaöið/Frikkl borð við þetta? „Það mætti vera meira af því. Það skiptir öllu máli að hafa áhugamál á sínum eldri árum - fyrir mér er það lífið og veitir mér gifurlega ánægju. Ég vil hvetja alla þá sem hættir eru störfum sökum aldurs að taka upp á skemmtilegum hannyrðum. Þó svo að fólk haldi að það geti það ekki, þá er nú ýmislegt hægt og al- veg æðislegt að finna sig í einhverju svona. Ég hélt sjálfur að ég gæti það ekki og hafði aldrei snert nál. Núna er ég hins vegar á fullu í þessu. Fólk vill kannski leiðbeinanda til þess að byrja með en það er nóg til af þeim á höfuðborgarsvæðinu og alveg sjálfsagt að leita til þeirra. Það eru til dæmis tvær félagsmiðstöðvar í Kópavogi fyrir eldri borgara; Gull- smári og Gjábakki. Þar kemur fólk saman, hjálpar hvort öðru auk þess sem góðir aðstoðarmenn eru til stað- ar ef þörf er á. Svo er þetta auðvitað voðalega gaman - þó svo að ég sé oft eini karlmaðurinn með öllum kon- unum!“ Ætlarðu að halda ötull áfram í listamennskunni í náinni fram- tíð? „Já, auðvitað. Ég hætti þessu sko ekki - það er alveg á hreinu. Þetta á eftir að fylgja mér, ásamt kímnigáfunni. Ég er nú svolítill grínari í mér inn við beinið. Maður á að hafa gaman af lífinu og skella upp úr stöku sinn- um, þannig lifir maður lengi. Ég ætla bara að njóta þess að vera til og þá verð ég hérna lengi,“ segir þessi lífsglaði listamaður að lokum. Hann bendir að auki á að hann eigi e.t.v. eftir að leggja land undir fót þar sem hann hafi aldrei farið út fyrir land- steinana. „Ég hef aldrei farið til útlanda. Mér líður svo vel á íslandi og hef aldrei fundið hjá mér þörf fyrir að skella mér til annarra landa. Móðir mín fór fyrst til útlanda áttræð og það er aldrei að vita nema maður geri slíkt hið sama. halldora@vbl.is ■ Kl R um Laugardagskvöldið 29. október Rokkgoðið Rúnar Júlíusson & hljómsveit Sérstakur gestur Óttar Felix Hauksson fjólahlaðborð Valhallar Vandað jólahlaðborð að hætti eins fremsta matreiðslumeistara landsins, Lllfars Finnbjörnssonar. Yfir boróhaldi á föstudags- og laugardagskvöldum mun Védis Hervör sjá um aö halda uppi notalegri jólastemningu við undirleik Valda úr Bang Gang. Við minnum á að nú er opið á Hótel Valhöll allan ársins hring og tilvalið að nýta sér frábæra gistipakka Valhallar og dekra við sig i skammdeginu. Frábær þriggja rétta óvissumatseðill sem svo sannarlega hefur slegið í gegn Alla rAllar nánari upplýsingar á heimasíöu okkar ■ www.hotelvalholl.is | Hótel Valhöll, Þingvöllum / S: 480-7100 hotelvalholl@hotelvalholl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.