blaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 18
18 I FRÉTTASKÝRING LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 blaAÍA Fjármálaeftirlit nýtir ekki lagaheimildir - Reglur eru þó vœntanlegar Umfangsmikil fjármálastarfsemi hér á landi er tiltölulega ný af nálinni. Framkvæmd eft- irlits með starfseminni á sér því ekki mjög langa sögu. Tvær stofnanir, Fjármálaeftirlitið og Kauphöll íslands deila með sér eftirlitinu. En hversu gegnsætt er þetta eftirlit og hvern- ig stenst reglugerðarumhverfið hér á landi samanburð við önnur ríki? ^ filímf R B ó Stftúvab y ,(tflitl n attaf N ÍSLENSK BLÓM Nú styttist til jóla. Okkar vinsæla jólahlaðborð byrjar 17. nóvember. Bjóðum upp á sali fyrir öll tækifæri: Fundahöld, árshátiðir, afmæli, ættarmót, fyrirtækjamóttökur, starfsmannahóf, þorrablót, giftingaveislur. Þú getur einnig yljað þér með Ijúfum veigum á hlýlega Koníaksbarnum eða kælt þig niður með kokkteil á (sbarnum, svalasta barnum í bænum, en þar er alltaf meira en 6° frostl AFFI Vesturgötu 2, sími 5523030, kaffireykjavikOkaffireykjavik.is, www.kaffireykjavik.is BlaÖiÖ/Frikki Regluverkið á grundvelli Evrópulaga Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallarinnar, segir eftirlit hér á landi mjög sambærilegt því sem gerist í nágrannalöndunum þar sem að hér sé búið að innleiða flestar tilskip- anir Evrópusambandsins í þessum efnum. Þetta er gert á grundvelli EES-samningsins og því er búið að samræma mjög mikið laga- og reglugerðarumhverfið hér og ann- ars staðar innan innri markaðar ESB. Þá er einnig afar náið samstarf milli eftirlitsaðila um framkvæmd eftirlits á milli landa á evrópska efnahagssvæðinu. „Ég held að það sé hægt að halda því fram með góð- um og gildum rökum að við séum með mjög gott laga- og reglugerð- arumhverfi í samanburði við aðrar þjóðir og að eftirlitsstarfsemi hér á landi sé með því besta sem gerist annars staðar,” segir Þórður og bæt- ir við að Kauphöllin vinni mjög náið með Fjármálaeftirlitinu. Þau nánu samskipti felast, samkvæmt sam- eiginlegri yfirlýsingu Fjármálaeftir- litsins og Kauphallarinnar, í því að Kauphöllin á að fylgjast með því að útgefendur verðbréfa og Kauphallar- aðilar starfi í samræmi við reglur Kauphallarinnar. Þórður er algerlega ósammála því að reglur og eftirlit á íslandi séu á einhvern hátt vanþróaðri en í nágrannalöndum okkar og að þær bjóði með einhverjum hætti upp á vafasama viðskiptahætti. Hann telur afar erfitt að færa veigamikil rök fyrir þannig staðhæfingum, sér- staklega þegar litið er til stórra mála sem hafa komið upp annars staðar í heiminum en hafa ekki komið upp hér. Nefnir hann í því sambandi mál Enron og Worldcom í Bandaríkjun- um en bandaríski markaðurinn er þó talinn einn sá þéttasti með tilliti til reglna sem til er í heiminum. Því sé ljóst að jafnvel þar sem reglur séu mjög strangar geta komið upp svo- leiðis mál. Jóhannes Sigurðsson, prófessor og forstöðumaður Rannsóknarstofn- unar í fjármálarétti við Háskólann í Reykjavík, er sammála Þórði um að regluverkið hér sé í ágætu lagi. Hins vegar bendir hann á að umfangsmik- il fjármálaþjónustustarfsemi hér á landi sé tiltölulega ný af nálinni og þar af leiðandi eigi framkvæmd á eftirlitinu sér ekki mjög langa sögu. „Ég held að menn séu að þróa það kerfi," segir Jóhannes ennfremur. Laqaheimildir nú þegar til staðar Á Islandi vinnur Fjármálaeftirlitið fyrir luktum dyrum, ólíkt öðrum eftirlitsstofnunum eins og Sam- keppnisstofnun, og vekur slíkt óneit- anlega upp spurningar um skort á gegnsæi. Þórður segist vera þeirrar skoðunar að það væri æskilegt að hafa starfsemi Fjármálaeftirlitsins gegnsærri en bendir á að það sé ver- ið að vinna töluvert í því að breyta þessu til hins betra. Pétur Blöndal, formaður efnhags- og viðskipta- nefndar, sagði að lagaheimildir sem heimiluðu aukið gegnsæi við rann- sókn þeirra mála sem Fjármálaeft- irlitið fjallaði um væru nú þegar til staðar og það væri algerlega undir Fjármálaeftirlitinu komið hvort og þá hvernig það hyggst nýta þá heim- ild. Af þessu er ljóst að lagaheimildir eru til staðar til þess að upplýsa al- menning um hvaða fyrirtæki eru til rannsóknar og af hverju, en þær eru einfaldlega ekki nýttar ennþá. Að sögn Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, þá er verið að vinna að útfærslu þessara reglna. „Meginstefnan liggur þó fyrir. Hún er sú að við ætlum að upplýsa um niðurstöður í málum en hvernig það verður nákvæmlega gert, hvort að nöfn verði birt og í hvaða tilvikum, það er eitthvað sem við erum að klára,” segir Jónas. Hann segir ennfremur að þessi framkvæmd muni liggja fyrir á næstunni en er ekki tilbúinn að segja hvenær nákvæmlega. Þórður Friðjónsson bendir þó á að þessi mál eru með mjög mismunandi hætti annars staðar, allt frá því að vera mjög opið yfir í það að vera ennþá lokaðra en hér hjá okkur. „Þannig að lönd velja sér mjög mismundi staði í þessu lit- rófi,“ segir Þórður að lokum. Jóhannes Sigurðsson segir að sú vinnuregla, að starfa fyrir luktum dyrum, hafi upphaflega verið sett til þess að gæta trúnaðar um starfsemi og málefni sem fjármálafyrirtæki eru að vinna með. Eins hefur reynst auðveldara að fá fyrirtæki til þess að gera úrbætur á sínum málum ef þau eru ekki gerð opinber. Hann segir að fyrirtækjum þyki kannski ekkert sérlega athugavert að greiða sektir fyrir möguleg brot en að það skaði fyrirtækin mun meira þegar um- fjöllun verður opinber. Slík opinber- un getur valdið tugmilljóna króna skaða því að kuskið á ímyndina er fyrirtækjum í þessum geira mun meira virði en sektargreiðslurnar. t.juliusson@vbl.is Mikið úrval af vandaðri gjafavöru á frábæru verði Búsáhöld-Gardínur Gæludýravörur- íþóttavörur Jólavörur- Leikföng Ljós- Mublur Rúmföt- Sk^rtgripir Snyrtigræjur- Utileguvörur Verkfæri ofl.ofl. Erum að taka upp nýjar vörur , _ , íverslun B. Magnusson ■ Austurhrauni 3,Gbæ. s:555-2866 i www.bmagnusson.is bm@bmagnusson.is ! Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-14 , PANTIÐ JOLAGJAFIRNAR NUNA ARGOS listinn FRIR * MEÐAN BIRGÐIR ENDAST

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.