blaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 20
20 I VXÐTAL
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 blaöiö
Lœrdómar og ósigrar
Hrafn Jökulsson fagnar fertugsaf-
mæli sínu í næstu viku. Hann hefur
víða komið við á starfsferlinum, hef-
ur meðal annars unnið sem blaða-
maður, ritstjóri og rithöfundur. Síð-
ustu árin hefur hann einbeitt sér að
skákvæðingu Grænlands.
Þú hefur gert svo margt um æv-
ina. Lifirðu hratt?
„Ég held að mjög sjaldan hafi tveir
dagar í röð í lífi mínu verið áþekk-
ir að lögun eða innihaldi. Ég hef
mikla þörf fyrir hraðar breytingar,
spennu og skemmtilegheit. Ég lít á
lífið eins og ferðalag þar sem ferðin
sjálf skiptir mestu. Lokatakmarkið
er það mikilvægasta en það verð-
ur líka að vera gaman á leiðinni
þangað. Líf mitt hefur verið litríkt
og blæbrigðaríkt og borið mig um
hamingjunnar hátinda og hina
dimmustu dali. Ég myndi ekki vilja
skipta á því og flatlendinu."
Hvernig mótaði það þig að missa
föðurþinn tólf ára gamall?
„Laxness segir (Brekkukotsannál
að fátt sé hollara ungum börnum
en að missa föður sinn. Ég man
að faðir minn heitinn las upp úr
Brekkukotsannál fyrir mig þegar
ég var lítill drengur í heimsókn hjá
honum í Hafnarfirðinum. Kannski
var hann að búa mig undir það
sem koma skyldi. Ég veit það ekki.
Jökull Jakobsson var auðvitað áber-
andi persóna í þjóðlífinu meðan
hann lifði, dáð leikritaskáld og út-
varpsmaður á tímum þegar það var
nóg að tala einu sinni í útvarpið
til að verða heimsfrægur á Islandi.
Foreldrar mínir skildu þegar ég var
þriggja ára og ég hafði ekki mik-
ið af honum að segja og kynntist
honum ekkert sérstaklega mikið.
Ég get þar af leiðandi ekki saknað
hans sem persónu af neinu ráði,
þótt auðvitað sakni ég þess að hafa
ekki kynnst ýmsu góðu og skemmti-
legu fólki.“
Hugsarðu meira um föður þinn
núna en þú gerðir sem barn?
„Nei, miklu minna. Ég var mjög
upptekinn af föður mínum meðan
ég hafði lítið af honum að segja. Svo
varð ég vitaskuld upptekinn af hon-
um eftir að hann dó en það eru 28
ár síðan og ég hallast að því að tím-
inn lækni öll sár. Hann hefur ekki
þvælst mikið fyrir mér hin síðari ár
og það eru ýmsir aðrir úr mínu Ufi
sem ég sakna meira.“
Hverra saknarðu?
„Þeirra sem ég kynntist mest og
reyndust mér vel. Móðurafi minn,
Kristjón Kristjánsson, dó þegar ég
var 16 ára. Það líður varla dagur
án þess að ég hugsi til hans. Hann
var mér mikil fyrimynd á mörgum
sviðum og meiri eftir því sem ég
eldist. Hann var fulltrúi örlætisins
í mínu lífi, án þess að hann tæki sér
nokkru sinni það orð í munn. Með
fordæmi sínu og takmarkalausri
gæsku sýndi hann mér fram á að ör-
lætið þarf að vera annað hreyfiaflið
í heiminum. Hitt er réttlætið."
Skemmtigildi tilverunnar
Eyðilagði áfengið mikið fyrir þér
íþínulífi?
„Nei, öðru nær. Ég er samsettur úr
mörgum mismunandi og ólíkum
hlutum, eins og allar persónur. Ég
hef gert hluti sem ég ætti kannski
að iðrast en þegar öllu er á botninn
hvolft þá má draga dýrustu lærdóm-
ana af mestu ósigrunum. Rétt eins
og tapskákir geta nýst manni síðar
til þess að leggja drög að nýjum og
glæstum sigrum. Brennivín er ekk-
ert sem ég hata eða fyrirlít en það
var á köflum of fyrirferðarmikið í
lífi mínu.“
En hversu mikið háði áfengið þér?
Þúgast reyndar unniðþóttþú vær-
irfullur.
„Við göntuðumst stundum með
það í gamla daga að Alþýðublaðið
væri skrifað á fleiri prómílum en
flokksforystan kærði sig um að
vita. Það voru stundum glaðbeittir
tímar hér á árum fyrr. Eg er hins
vegar ekki á því að áfengi bæti gæði
á neinu sem maður tekur sér fyrir
hendur, hvort sem það eru skriftir,
skák, skáldskapur, ástir eða önnur
undirstöðuatriði.“
Einu sinni vorum við að ræða
um kunningja okkar og þú sagð-
ir mér að hann hefði sagt þér að
aldrei hefði hvarflað að honum að
drepa sig. Þú sagðir eitthvað á þá
leið að slíkt hlyti að hvarfla að öll-
um sæmilega hugsandi mönnum
einhvern tímann á ævinni.
„Ég er ekki beinlínis að mæla með
því að menn leggist í sjálfsmorðs-
þanka. Lengi fram eftir ævi hélt ég
í einlægni að hluti af því að vera
manneskja í heiminum væri að
íhuga hvernig maður gæti yfirgef-
ið veröldina með sem skemmstum
fyrirvara. Þegar ég var yngri var ég
oft talsvert myrkur í lund og stríddi
við biksvart þunglyndið, eins og
ungt fólk á að gera. Ég lít ekki á til-
veruna sem sjálfsagðan hlut og geri
mjög strangar kröfur til hennar um
skemmtigildi. Tilverunni tekst ekki
alltaf að uppfylla þær kröfur mínar.
Niðurstaðan verður núningur sem
getur lýst sér í dimmum og myrkum
hugsunum. Eftir því sem árin líða
þykir mér vænna um lífið og er upp-
teknari af lífinu en dauðanum. Ég lít
svo á að okkar örlitla verkefni geti
aðeins verið eitt: Að gera heiminn
örlítið betri en hann var þegar við
stimpluðum okkur inn.“
BlaöWMI
Hvarflaði einhvern tíma alvarlega
að þér að drepa þig?
„Eg gerði heiðarlegar tilraunir til
þess þegar ég var unglingur en eft-
ir á að hyggja er ég frekar feginn að
það skyldi ekki takast.“
Leitin að ástlnni
Hvað með ástina? Þú hefur átt
nokkrar konur, heldurðu að ástin
geti ekki verið varanleg?
„Ástin er það varanlegasta í lífinu,
hún hefur bara svo margar birtingar-
myndir. Lífið hlýtur að vera leit að
ástinni. Stærsta ástin hlýtur alltaf
að vera sú sem maður á ólifaða."
Heldurðu að þú verðir allt þitt líf
í leit að ást?
„Það vona ég.“
VK> KAUP A EGLA BREFABINDUM ERTU AÐ TRYGGJA MORGUM EINSTAKUNGUM BETRI FRAMTIÐ
BIC AHantís
penni
Verð 119 kr/stk
FAST I OLLUM BETRI BOKAVERSLUNUM
MULALUNDUR
Þunnu möppurnar me& mjúku og hörðu
baki. Þær sem allir eru að spyrja um
Ljósritunarpappír 394 kr/pakkningin
Vinnustofa SIBS • Hátúni 1 Oc
II
Teygjumöppur
af öllum gerðum
Dagbækumar fyrir óriS 2006.
Letrum á þær effir óskum
Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr
fást í 10, 25, 50 og 100 stk einingum
PILOT SUPER GRIP
VERÐ 98 KR
^ STABILO BOSS
Margir litir.
Verð 89 kr/stk
562 8500 • 562 8501
552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is