blaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 8
8 i ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 blaöiö Mahmoud Ahmadinejad forseti (rans Ahmadinejadforseti Irans: Stendur við stóru orðin Mahmoud Ahmadinejad, for- seti frans, sagðist í gær standa við orð sín um að afmá ætti fsrael af landakortinu. fsraels- menn sögðust aftur á móti ætla að fara fram á neyðarfund í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna vegna ummælanna sem hafa verið fordæmd af þjóðar- leiðtogum á Vesturlöndum og í Rússlandi, bandaþjóð frana. franskir borgarar sýndu stuðn- ing sinn við forsetann í verki og flykktust út á götur í Teheran, höfuðborg frans. Hrópuð voru slagorð gegn fsrael og Banda- ríkjunum og kveikt i þjóðfán- um ríkjanna. Óvænt útspil Evrópusambandsins: Umtalsverð lækkun á verndar tollum á landbúnaðarvörum Evrópusambandiö hefur boðist til að lækka verndartoila á landbúnaðarvörum um 60%. Evrópusambandið hefur boðist til að lækka verndartolla á landbúnaðar- vörum um allt að 6o%. Er þetta gert í því skyni að koma í veg fyrir að við- ræður um nýjan samning um heims- viðskipti fari út um þúfur. Peter Mandelson, sem fer með viðskiptamálefni innan Evrópusam bandins, hafði íhugað meiri lækk- un fyrir lokaviðræður samningalot- unnar sem fram fara í desember en Frakkar vöruðu hann við að hann hefði ekki umboð til þess. Engu að síður sagði Mandelson að tilboð Evr- ópusambandsins væri mjög rausnar- legt og að það væri sett fram í alvöru. „Þetta gengur lengra en nokkurt af fyrri tilboðum okkar,“ sagði Mand- elson. Nýja tillagan gæti þó orðið að engu vegna ágreinings innan Evrópusam- bandsins þar sem Frakkar hafa heitið að koma í veg fyrir frekari eftirgjöf. Aðrar þjóðir sem taka þátt í viðræð- unum hafa sakað landbúnaðarstyrki Evrópusambandsins um að vera helstu hindrun í samningaviðræðun- um. Fram að þessu hefur sambandið aðeins boðist til að lækka verndar- tofla um 25%. Jaques Chirac, forseti Frakklands, sagði í fyrradag að neitunarvaldi kynni að vera beitt gegn öllum tilslök- unum í lanbúnaðarmálum. „Það er útilokað fyrir okkur að ganga lengra,“ sagði Chirac við fréttamenn eftir fund leiðtoga Evrópusambandsins í nágrenni London. ■ Hryðjuverkamenn handteknir Libby segir af sér Lögreglan í Danmörku handtók í gær fjóra unga múslima sem grun- aðir eru um að hafa ætlað að fremja sjálfsmorðsárásir í landinu. Netsíða Berlingske Tidende segir að grunur hafi fallið á mennina eftir að mikið af sprengiefnum og vopnum fund- ust í ónefndri borg á Balkanskaga fyrir fáeinum dögum. Búast má við að fleiri handtökur fylgi í kjölfarið. Alls voru 25 manns handteknir í aðgerðum lögreglunnar en hinir voru allir látnir lausir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfðu mennirnir í hyggju að fremja hryðju- verk í Evrópuríki. Lögregla vildi þó hvorki staðfesta né neita að um Dan- mörku væri að ræða. Mennirnir búa allir í Danmörku og ólust þar upp. Þeir eru mjög ung- ir, sá yngsti er aðeins 16 ára en sá elsti tvítugur. Allir gerðust þeir ný- lega heittrúaðir múslimar en þeir koma ekki úr heittrúarfjölskyldum og ekkert í umhverfi þeirra hvatti þá til að gerast hryðjuverkamenn. Lögregla gegn hryfijuverkum Handtaka fjórmenninganna á sér stað á sama tíma og leyniþjónusta dönsku lögreglunnar er að hleypa af stokkunum aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir mannskæðar hryðjuverkaárásir. Meðal annars eiga allir lögregluþjónar landsins að taka námskeið sem á að gera þá betur í stakk búna til að sjá hvort múslimskir borgarar séu við það að verða öfgamenn. Verkefnið kall- ast „Lögregla gegn hryðjuverkum". Menn sem grunaðir voru um að hata hryðjuverk í hyggju voru handteknir I dönsku borgunum Kaupmannahöfn, Frið- riksbergi og Bröndby f gær. Leyniþjónustan vill að allt lögreglu- lið landsins taki þátt í verkefninu til að koma í veg fyrir hryðjuverk. ■ Lewis Libby, starfsmannastjóri Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, sagði í gær af sér embætti. Fyrr um daginn hafði hann verið ákærður fyrir að hafa hindrað framgang réttvísinnar, sagt ósatt frammi fyrir kviðdómi og meinsæri í kjölfar rannsóknar á því hvernig nafn leynilegs starfsmanns Bandarfsku leyniþjónustunnar barst til fjölmiðla. Karl Rove, einn helsti ráðgjafi Ge- orge Bush, Bandaríkjaforseta, verður aftur á móti ekki ákærður fyrir aðild sína að málinu. Patrick Fitzgerald, sérskipaður saksóknari í málinu, upplýsti Rove um þetta í gær. I gær, á einum erfiðasta degi í stjórnartíð sinni, hélt George Bush, forseti, til borgarinnar Norfolk í Virginíu þar sem hann hélt ræðu um hryðjuverk. „Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að komast út úr Washington," sagði forsetinn sem reyndi að bera sig vel þrátt fyrir erfið- an dag. Rannsókninni var hrint af stokk- unum eftir að nafni Valerie Plame, leynilegs starfsmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA, var lekið til fjölmiðla. Eiginmaður Plame ,sem vinnur i bandaríska utanríkisráðu- neytinu, gagnrýndi á sfnum tíma gögn sem áttu að sýna fram á að Irak- ar byggju yfir gereyðingavopnum og voru meðal annars notuð til að rétt- læta árás á landið. Vildu sumir stjórn- málaskýrendur meina að með þvi að afhjúpa Plame vildu ráðamenn í Hvíta húsinu refsa eiginmanni henn- ar fyrir gagnrýnina. ■ Jólasveinninn kemur í he KRAKKAJOLAHLAÐBORÐ með Birtu og Bárði á Hótel Örk HOTELORK Sunnudaganna 20. og 27. nóvember og 4.11. og 18. desember. Skemmtidagskrá milli 15-17 Forsala miða á Hótel Örk sími 483 4700 og Hótel Cabin, Borgartúni 32, sími 511 6030 Þvottahúsinnréttingar Baðinnréttingar Fataskápar með venjulegum- og rennihLiröum Við veitum 20% afslátt af öllum Nettoline innréttingum í tvær vikur (tilboðið stendur til 10. nóvember). Nýttu þér gullið tilboð okkar og nýja innréttingin verður tilbúin tímanlega fyrir jól. Snaigé A tilboðsdögum bjóðum við einnig alltað 25% afslátt af ELBA eldunartækjum og Snaigé kæli- og frystiskápum, þegarraftæki eru keypt með innréttingu. SFnform Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Opnun: Manudaga - föstudaga laugardaga < DQ J IU kl. 9-18 kl. 10-15

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.