blaðið - 11.11.2005, Síða 4

blaðið - 11.11.2005, Síða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 blaöiö Samgöngumál: Tillaga að þjóðaratkvæða- greiðslu um flugvallarmálið Vísitala neysluverðs Verðbólgan lækkar Jákvœð þróun en breytir þó ekki miklu varðandi endurskoðun kjarasamninga segja samningaaðilar FRÆGASTA HRYLLINGSSAGAN - spennubækur unglinganna - TWiniab ATLANTSOLIA Viðskiptakort einstaklinga Nánari upplýsingar í sima: 591 3100 AtUntMlia • Vatturvör 29 - 200 KApavogur - Siml 591-3100 - atlantioliaOatlantsolla.il BlaÖiÖ/lngó Samfylkingin stendur fyrir samgönguþingi næstkomandi laugardag að Hallveigarstíg í. Þar mun Gunnar H. Gunnars- son bera upp tillögu þess efnis að borgarmálaráði flokksins verði falið að ákveða fyrir hönd flokksins hvenær Vatnsmýrin verði tekin undir byggð. Einnig er gerð tillaga um að kosið verði um hvert innanlandsflug- ið verði flutt í þjóðaratkvæða- greiðslu, samhliða sveitarstjórn- arkosningunum 2006. Tillagan gerir ráð fyrir að í atkvæða- greiðslunni verði boðið upp á þrjá valkosti fyrir staðsetningu innanlandsflugsins. Kostirnir eru Miðdalsheiði, Hvassahraun og Keflavíkurflugvöllur. Ef enginn valkostur fær 50% at- kvæða eða meira, verði kosið á milli tveggja efstu valkostanna í Alþingiskosningum 2007. í greinargerð með tillögunni er sagt að Reykjavíkurborg, eins og önnur sveitarfélög, hafi rétt og skyldu til að skipuleggja allt land innan sveitarfélagsins og þess vegna ráði borgarstjórn því ein hvenær Vatnsmýrin verði tekin undir byggð. þegar árangurinn skiptir máli Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,16% frá fyrra mánuði og mælist því hækkun sl. 12 mánuði 4,2%. Það jafngildir 4,2% verðbólgu en f síð- asta mánuði mældist hún 4,6%. Und- anfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2% sem jafngildir 8,1% verðbólgu á ári. Þetta kemur fram í vísitöluútreikningum Hagstofu fs- lands sem birtir voru í gær. Verðbólgan enn mjög mikil Þessi lækkun kemur þó ekki til með að hafa meiriháttar áhrif á yfir- standandi viðræður milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusam- bands fslands (ASf) um endurskoð- un kjarasamninga samkvæmt samn- ingaaðilum. Þeir eru sammála um að þetta sé jákvæð þróun en hafi í sjálfu sér lítið að segja. „Það er ekki vísitölubinding inni í forsendum nefndarinnar þannig að í raun og veru er þetta bara síðasta mælingin sem við höfum til hliðsjónar. Þetta breytir engu hvað endurskoðun Verðbólgulækkun eru góð tíðindi segir Grétar Þorsteinsson kjarasamninga varðar,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASf. Hannes G. Sigurðarson, hagfræð- ingur SA, tekur undir þetta en segir þetta bæta andrúmsloft á samninga- fundum. „Þetta hefur í sjálfu sér ekki nein bein áhrif þar sem verð- Blaðiö/Frikki bólgan er enn mjög mikil. Þetta skap- ar samt betra andrúmsloft og eykur vonir um það að verðbólgan fari að hjaðna á næstunni. Það eru náttúru- lega viðræður í gangi sem verður að ljúka fyrir þriðjudaginn. Þetta hefur engin bein áhrif en óbein áhrif eru bara jákvæð," segir Hannes. Meiri lækkun en von var á Sá þáttur sem hafði hvað mest áhrif á vísitöluna að þessu sinni var hækk- un eigins húsnæðis um 0,9% en þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs á húsnæði 0,18%. Þá lækkuðu meðal- vextir um 0,02% og verð á bensíni og gasolíu lækkaði um 4,8%. Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, segir lækkun verðbólgunnar koma á óvart jafnvel þó að búist hafi verið við einhverri lækkun. „Þessi lækkun er ívið meiri en menn áttu von á. Ég sé nú ekki að þetta ráði einhverjum úrslitum en út af fyrir sig eru þetta bara góð tíðindi varðandi framhaldið. Við er- um auðvitað fyrst og fremst að fást við það sem hefur gerst til dagsins í dag frá því við sömdum. En það er bara vonandi að það verði framhald á þessu þannig að það reyni nú ekki a endurskoðunarákvæðin að ári.“ Ingimundur Pálsson: Sveitarfélögin ráða ekki við fleiri verkefni „Sveitarfélög á íslandi hafa ekki axlað hagstjórnarábyrgð og það er óæskilegt að auka vægi þeirra í þjóð- arbúskapnum," sagði Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í ræðu sem hann hélt á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vægi sveitarfélaga hefur vaxið I ræðunni segir Ingimundur að vægi sveitarfélaga í þjóðarbúskapn- um hafi vaxið verulega og sé núna um 29% af heildarútgjöldum hins opinbera. Hann segir að þrátt fyrir þessa aukningu hafi sveitarfélögin ekki axlað aukna hagstjórnarábyrgð og telur því óæskilegt að auka vægi þeirra meira. Þá segir hann að rekst- ur sveitarfélaga hafi magnað hag- sveiflur í stað þess að vinna á móti þeim eins og æskilegt væri af hálfu opinberra aðila og að rekstrarkostn- aður þeirra væri orðinn mun meiri en tekjustofn. Bendir hann á að sveitarfelögin eigi t.d. erfitt með að standa gegn kröfum um aukna op- inbera þjónustu og launahækkanir sem ekki eru í samræmi við fjárhags- legt bolmagn þeirra. Sveitarfélög standa sig vel Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga, er ósammála þessu og segir sveitar- félögin alveg tilbúin til að taka að sér fleiri verkefni. „Ég tel að sveitar- félögin geti auðveldlega axlað fleiri verkefni svo framarlega sem tekju- stpfnar fylgi frá ríki til sveitarfélaga vegna þeirra verkefna sem þau taka yfir.“ Hann segir að sveitarfélögin hafi staðið sig vel í þeim verkefnum sem þau hafi tekið að sér og nefnir rekstur grunnskólanna sem dæmi. Þá bendir Vilhjálmur á að sveitar- félögin hafi yfirleitt þurft að fylgja ríkinu í launamálum og fylgt þeirri stefnu sem það hefur sett. „ Auðvitað er eitt og annað sem betur má fara hjá sveitarfélögunum en á heildina litið þá er ég algjörlega ósammála honum.“ Mosfellsbœr Fjárhagsáætl- un lögð fram Bæjarráð Mosfellsbæjar lagði fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár á fundi ráðsins í gær. Þar kemur fram að heildartekj- ur verði 2,9 milljarðar, launa- kostnaður um 1,5 milljarður og þar af muni 1,2 milljarður renna til fræðslu-, íþrótta- og tómstundamála. Þá er reiknað með að rekstrarafgangur verði jákvæður um 67 milljónir sem yrði þriðja árið í röð sem sveit- arfélagið skilar rekstrarafgangi. ■OFLUGT FITU 'AUKIN ORK 'HELDUR ÞER VA - LESTUR, Utsölustaðir: Apótekog NNSLUEFNI GUM KANC NDIVIÐ www.medico.is Akralind 3 - 201 Kóp Atorka Hagnaður dregst saman Hagnaður Atorku Group nam 641 milljón króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er mun minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam tæpum 2,5 milljörðum króna. Ef aðeins er litið til þriðja ársfjórðungs nam hagnaður félagsins 224 milljónum króna á móti 751 milljón króna hagnaði á sama tímabili fyrir ári. I tilkynningu til Kauphallar Islands í gær segir að eigið fé Atorku hafi verið 8,43 millj- arðar í lok september en var 8,97 milljarðar í ársbyrjun. Lækkunin skýrist af kaupum á eigin bréfum og greiðslu arðs á fyrri helmingi árs, samtals að fjárhæð 1.174 m.kr..I tilkynn- ingunni segjast stjórnarmenn fé- lagsins bjartsýnir á rekstur þess. Ógnvekjandi, skelfileg, sorgleg - og kemur á óvart þrátt fyrir aliar bíómyndirnar. Hann er eins og skrímsli í útliti en undir skelfilega Ijótu yfirborðinu býr gáfuð og viðkvæm sál. Loks snýst skrímslið gegn skapara sínum en af hverju? Frankenstein kemur blóðinu á hreyfingu. Æsispennandi bók fyrir unglingana. />} bókaútcAfanhólar

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.