blaðið - 11.11.2005, Síða 6

blaðið - 11.11.2005, Síða 6
6 I INflJLEHTDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 blaöiö Kirkjan: Nýr sóknar- prestur í Garðapresta- kalli Vanskil íslendinga Stöðug fækkun á vanskilaskrá Einstaklingum á vanskilaskrá hefurfœkkað um 15% á rúmu ári. Lítil breyting er áfjölda fyrirtœkja á skránni 25000 -------------------- Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir hefur verið valin í embætti sóknarprests í Garðapresta- kalli. Sjö umsækjendur voru um embættið sem er veitt frá 1. desember næstkomandi. Sr. Jóna var vígð sem prestur í Vest- mannaeyjum árið 1991 en hefur starfað sem miðbæjarprestur, fyrst fyrir KFUM og KFUK en seinna fyrir Þjóðkirkjuna. Veislu og fundarbakkar 20000 . 15000 • 0 r p P » v 5 .« A 2 S 2 S 2 — Einstaklingar — Lögaðilar | Greinilegt er að góðærið um þessar mundir hefur góð áhrif á getu ein- staklinga og heimila í landinu til að greiða skuldir sínar. Samkvæmt upplýsingum frá Lánstrausti hf„ sem heldur utan um vanskilaskrá hér á landi, hefur einstaklingum á skránni fækkað jafnt og þétt frá því í júní á síðasta ári. Þá voru um 20.000 einstaklingar á skránni, en nú eru þeir tæplega 17.000. Fækkun- in nemur um 15%. Ennfremur fækk- ar þeim verulega sem lenda nýir inn á skrána. Fyrstu 10 mánuði árs- ins 2004 voru þeir 4.700 en á sama tímabili í ár eru þeir 3.400. Að sögn Bjarkar Ólafsdóttur, fjármálastjóra Lánstrausts, er fækkunin jöfn í öll- um aldurshópum. „Hagvöxturinn er greinilega að skila sér og fólk er að greiða upp skuldirnar sínar,” seg- ir Björk. Aldrei færri 7,7% íslendinga er á vanskilaskrá en þegar mest var í júní 2004 voru rúmlega 9% íslendinga á skránni. Fækkunin að undanförnu þýðir að aldrei hafa verið færri á skránni síð- an Lánstraust tók við skráningu og hægt var að bera saman tölur frá ár- inu 1999. íslendingar eru hins vegar mun verr staddir hvað þetta varðar en frændur okkar Danir en þar í landi eru um 5% einstaklinga á sam- bærilegri skrá. Til að lenda á vanskilaskrá þarf einstaklingur að skulda yfir 30.000 króna höfuðstól. Ennfremur þarf einhvers konar lögfræði innheimta að hafa farið fram á viðkomandi skuld, árangurslaust fjárnám eða jafnvel gjaldþrot. Hjá Lánstrausti er ekki haldið utan um hversu mikið hver einstaklingur skuldar og því liggur ekki fyrir til að mynda hver sé meðalskuld þeirra sem á skránni eru. Sex þúsund fyrirtæki í vanda Ef aldur þeirra sem á skránni eru er skoðaður kemur í ljós að einstakling- ar á aldrinum 35 til 45 ára eru líkleg- astir til að vera þar. „Það munar kannski ekkert sér- staklega miklu á næstu aldurshóp- um, en það er engu að síður sjáan- legur munur,“ segir Björk. Hún segir þetta í sjálfu sér ekki óeðlilegt, þar sem þessi aldurshópur sé yfirleitt að koma sér þaki yfir höfuðið og búinn að skuldsetja sig nokkuð. Þvf þurfi ekki mikið út af að bregða til að ein- staklingar lendi í vanskilum. Árið 2003 og fyrri hluta árs 2004 fjölgaði jafntogþéttávanskilaskránni.Björk segir að þar hafi einstaklingar á aldr- inum 20 til 30 ára verið áberandi, en sú þróun eigi ekki við lengur. Þrátt fyrir að einstaklingum á skránni hafi fækkað á það ekki við um fyrirtæki. Þau eru í dag um 6.000 og hefur talan haldist nánast óbreytt síðasta eina og hálfa árið. ■ Inflúensufaraldur: Lyfjabyrgðir duga fyrir þriðjung þjóðarinnar TWiinlab f kjölfar þess að WHO, alþjóða- heilbrigðismálastofnunin, birti endurskoðun á viðbúnaðaráætlun við heimsfaraldri inflúensu, hefur Landlæknisembættið tekið þess- ar breytingar inn í vinnu sína við íslenska viðbúnaðaráætlun. Þetta kemur fram í 10. tbl. Farsóttafrétta. Þar eru skilgreind meginmarkmið inflúensuviðbúnaðar hér á landi, en þau felast í því að hindra beri að heimsfaraldur berist til landsins sé þegar árangurinn skiptir máli ■ÖFLUGT FITUBRENNSLUEFNI •AUKINN KRAFTUR Á ÆFINGUM Alþingi Vilja frjálsa sölu áfengis Útsölustaðir: Apótek og heilsustöðum www.medico.is Akralind 3-201 Kóp Einkasala ríkisins á áfengi verður aflögð ef frumvarp fjórtán alþing- ismanna nær fram að ganga. I frumvarpinu er gert ráð fyrir því að verslun með vín með minna en 22% alkahólmagn verði gefin frjáls. Með skilyrðum Það var Guðlaugur Þór Þórðarsson sem lagði frumvarpið fram á Alþingi í gær en á bak við það standa fjórtán þingmenn úr Samfylkingunni, Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokknum. í meginatriðum gengur frumvarpið út á það að einkasala ríkisins á léttu áfengi verði lögð niður og sala á því gefin frjáls. Verslun með áfengi mun þó áfram lúta vissum skilyrðum nái þetta frumvarp fram að ganga eins og t.d. að einstaklingar undir 20 ára aldri mega ekki afgreiða það og að ekki verði leyfilegt að versla með áfengi eftir kl. 20 á kvöldin. Byggðalögum mismunað 1 máli Guðlaugs kom fram að núver- andi kerfi væri arfleifð frá gamallri tið og það væri í mótsögn við nú- tíma samfélag að ríkið stæði í versl- unarrekstri. Nefndi hann þrjú rök máli sínu til stuðnings. f fyrsta lagi að ekkert benti til þess að einkaaðil- ar gætu ekki staðið að svona rekstri. í öðru lagi að viða væru byggðalög- um mismunað vegna staðsetning- ar útibúa ÁTVR og í þriðja lagi að einkaaðilar væru mun hæfari til að reka verslanir af þessu tagi en ríkið og að sala eigna fyrirtækisins, sem nema þremur milljörðum, mundi nýtast ríkissjóði vel. ■ þess kostur. Draga þarf úr útbreiðslu hans innanlands eftir því sem unnt er. Að lækna og líkna sjúkum. Að vernda þá sem greina og stunda sjúka og að vernda innviði samfé- lagsins og þá sem viðhalda lífsnauð- synlegri starfsemi í landinu. Bóluefni og lyf mikilvægust f fréttabréfinu segir að mikilvæg- ustu aðgerðirnar sem gætu komið að gagni við að hefta útbreiðslu heims- faraldurs inflúensu hér á landi séu bóluefni og inflúensulyf. Vitað er að ef faraldur brýst út á heimsvísu munu bóluefni verða af skornum skammti í upphafi hans vegna tak- markaðrar framleiðslugetu lyfjaiðn- aðarins. Norrænir heilbrigðisráð- herrar hafa þvi lagt til að kannaðir yrðu möguleikar til að hefja fram- leiðslu bóluefnis á Norðurlöndun- um. Nefnd var skipuð um málið og búist er við að hún skili áliti á næstu dögum. Ríkisstjórnin heimilaði ár- ið 2004 að keypt yrði nokkurt magn af inflúensulyfjunum Tamiflu og Re- lenza og á þessu ári hafa umtalsverð- ar birgðir til viðbótar verið keyptar af Tamiflu. Tamiflu má nota til með- ferðar og fyrirbyggjandi meðferðar á inflúensu. Lyfjabirgðir eru til í landinu fyrir um þriðjung þjóðar- innar og er það, samkvæmt Farsótt- arfréttum, eitt hæsta hlutfall sem þekkist í heiminum. Ef til heimsfar- aldurs kæmi verður lyfjunum dreift til sjúkrastofnana og heilsugæslu- stöðva sem annast munu dreifingu lyfjanna til þeirra sem á þurfa að halda. ■ Forsetinn I heimsókn hjá bandarískum þingmönnum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, heimsótti á dögunum þingmenn í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings en Ólafur var í Washington á stjórnarfundi Special Olymp- ics. Á meðal þingmanna sem forsetinn hitti voru William Frist, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, Tom Harkin, Jim Leach, Ed Markey og síðast en ekki síst John McCain frá Arizona. A myndinni afhendir forsetinn McCain gjöf frá forsetaembættinu í tilefni heimsóknarinnar.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.