blaðið

Ulloq

blaðið - 11.11.2005, Qupperneq 10

blaðið - 11.11.2005, Qupperneq 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 blaöiö fraskar konur syrgja ættingja sinn sem fórst í sjálfsmorðsárás á veitingastað í Bagdad í gærmorgun. Sprengja springur á þéttsetnum veitingastað í írak: Mannskæðasta árás í borginni Að minnsta kosti 33 fórust og 25 slös- uðust þegar tveir menn sprengdu sjálfa sig í loft upp á þéttsetnum veitingastað í Bagdad í gærmorgun. Árásin, sem var ein mannskæðasta árás í höfuðborginni á undanförn- um mánuðum, var gerð degi eftir að sex manns fórust og 25 slösuðust í tveimur bílsprengjum í hverfum sjítamúslima í borginni. Sprenging- í nokkra in átti sér stað rétt áður en von var á Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, til íraks en hann mun funda með Ibrahim al-Jaafari, forsætisráð- herra landsins. Að minnsta kosti fjórir íraskir lögreglumenn sátu að snæðingi á veitingastaðnum þegar tilræðis- mennirnir létu til skarar skríða. Til- ræðismennirnir voru með sprengjur mánuði vafðar utan um sig en einnig er talið að annar þeirra hafi haft sprengi- efni meðferðis í poka. Sprengingin var svo öflug að hana mátti heyra í nokkurra kílómetra fjarlægð. Veit- ingastaðurinn, sem var þéttsetinn þegar sprengingin átti sér stað, er gjarnan fjölsóttur af íröskum örygg- issveitum. ■ Eftirlýstur sprengju- gerðarmaður felldur Lögregla í Indónesíu hefur staðfest að Azahari Husin hafi verið felldur í skotbardaga á miðvikudag. Hann er talinn hafa lagt á ráðin umfjölda sprengjuárása í suðaustur-Asíu á undanförnum árum. ý komið Luxur.fal Lögregla á Indónesíu staðfesti í gær að eftirlýstur hryðjuverkamaður hefði fallið í skotbardaga við lögreglu á miðvikudag. Rannsóknir á fingra- förum leiddu í ljós að annar víga- mannanna sem féllu í skotbardaga í bænum Batu í Austur-Jövu héraði hefði verið Azahari Husin. Hann var annað hvort skotinn til bana eða féll þegar félagi hans sprengdi sprengju. Ázahari Husin hefur lengi verið eftirlýstur í Suðaustur-Asíu vegna tengsla við hryðjuverkahópa. Leyniþjónustufulltrúar í Indónes- íu, í Ástralíu og í Malasíu fögnuðu dauða Azahari sem þótti snjall sprengjugerðarmaður og hefur ver- ið kennt um fjölda árása á undan- förnum árum. Að sögn lögreglu fundust 30 sprengjur í húsinu þar sem Azahari og félagi hans héldu til. Azahari er talinn hafa lagt á ráðin um fjölda sprengjuárása á vestræn skotmörk á Indónesíu og var helsti sprengjusmiður Jemaah Islamiah- samtakanna sem tengjast A1 Kaída- Lögreglumaður stendur við hlið spjalds með mynd af eftiriýstum hryðju verkamönnum í Jakörtu, höfuðborg Indónesíu. hryðjuverkasamtökunum. Meðal annars er hann talinn hafa hannað og séð um smíði bílasprengju sem varð 202 að bana, þar af 88 Áströl- um, á ferðamannastað á eyjunni Balí árið 2002. Of snemmt að lýsa yfir sigri Ansyaad Mbai, sem er yfirmaður samhæfðra aðgerða gegn hryðju- verkum í Indónesíu, sagði þó að of snemmt væri að lýsa yfir sigri. „Hreyfing sem á sér hugsjónir og pólitísk markmið deyr ekki drottni sínum þó að leiðtogi hennar geri það,“ sagði hann. John Howard, for- sætisráðherra Ástralíu, tók í sama streng og sagði að Jemaah Islamiah myndi ekki lamast við dauða Aza- haris en þetta væri þó mikilvægt skref í stríðinu gegn hryðjuverkum. Fréttaskýrendur telja að fréttin af dauða Azaharis muni koma sér vel fyrir Susilo Bambang Yudhoyono, forseta Indónesíu, sem hefur átt í vök að verjast vegna síaukinnar verð- bólgu og fuglaflensu ■ Grímsbæ við Bústaðarveg • Ármúla 15 • Hafnarstræti 106 J 600 Akureyri • Sfmi 588 8050. 588 8488.462 4010 email: smartgina@simnet.is Blair ber höfuðið hátt Tony Blair sakaði meirihluta þingmanna um að vera ekki í tengslum við almenning eftir aðfrumvarp um varnir gegn hryðju- verkum varfellt á breska þinginu. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, bar höfuðið hátt í gær þrátt fyrir að umdeilt frumvarp hans um varnir gegn hryðjuverkum hafi ver- ið fellt í breska þinginu á miðviku- dag. Á ríkisstjórnarfundi sakaði hann meirihluta þingmanna um að vera ekki í tengslum við almenning og að þeir gerðu sér ekki grein fyrir hvílík ógn stæði af hryðjuverkum. Blair telur sig enn hafa óskorað um- boð til að stjórna landinu og hefur ekki í hyggju að segja af sér. Michael Howard, leiðtogi fhaldsflokksins, segir að Blair beri að segja af sér í ljósi niðurstöðunnar og Charles Kennedy, telur að staða hans verði veikari héðan í frá. Stjórnmálaskýr- endur taka í sama streng og segja að atburðurinn kunni að marka vatnaskil á annars glæstum ferli Blair sem hefur átt á brattann að sækja síðan innrásin í írak var gerð árið 2003. Blair, sem hefur í hyggju að hætta sem forsætisráðherra fyrir næstu kosningar, lét aftur á móti engan bilbug á sér finna og hyggst sitja út kjörtímabilið. Þingmenn Verkamanna- flokksins svíkja lit Þingmenn felldu á miðvikudag umdeild lög um varnir gegn hryðju- Staða Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þykir hafa veikst enn frekar eftir að frumvarp hans um lög gegn hryðjuverkum var fellt í breska þinginu á miðvikudag. verkum sem meðal annars fólu í sér að hægt yrði að halda fólki í allt að 90 daga án þess að ákæra væri lögð fram. Tæplega 50 þingmenn úr Verkamannflokknum, flokki Blair, snérust á sveif með stjórnar- andstöðunni í málinu. Þingmenn felldu frumvarpið með 322 atkvæð- um gegn 291 en studdu síðar tillögu þar sem lagt var til að hámark gæslu- varðhalds án ákæru yrði 28 dagar í stað 14 eins og nú er. Lögregluyfirvöld og ríkisstjórnin hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna og fyrirhugaður er fundur forsætisráðherra og örygg- isyfirvalda um málið. ■ Kínversk stjórnvöld gagnrýna George Bush, Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa átt fund með Dalai Lama, andiegum leiðtogaTíbetbúa. George Bush áttifund með Dalai Lama: Kínverjar gagn- rýna Bush Kínverjar gagnrýndu George W. Bush, Bandaríkjaforseta, í gær fyr- ir að hafa átt fund með Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbets. Þeir vís- uðu ennfremur á bug ársskýrslu stjórnvalda í Washington um trúfrelsi í Kína en sögðu að málið myndi ekki varpa skugga á vænt- anlega heimsókn Bush til Peking. George Bush hitti Dalai Lama í Hvíta húsinu á miðvikudag, degi eftir að ríkisstjórn hans sakaði kín- versk stjórnvöld um að brjóta alvar- lega á trúfrelsi þegna sinna í skýrslu til þingsins. „Dalai Lama er ekki aðeins einfalt trúartákn. Hann er pólitískur flótta- maður. Við erum því mótfallnir að hann fundi með öðrum leiðtogum," sagði Liu Jianchao, talsmaður utan- ríkisráðuneytis Kína á fundi með fréttamönnum. Dalai Lama flúði Tíbet eftir misheppnaða uppreisn gegn ríkisstjórn kommúnista í Kína og hefur farið fyrir stjórn sinni í út- legð. Ekki fótur fyrir ásökunum Liu sagði ennfremur að ekki væri fót- ur fyrir ásökunum um að kínversk stjórnvöld leggðu hömlur á trúariðk- un í landinu eins og haldið er fram í nýlegri skýrslu utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. „Fólk í öllum héruð- um Kína nýtur trúfrelsis lögum sam- kvæmt," sagði Liu og hvatti Banda- ríkjamenn til að láta af afskiptum sínum af trúmálum í Kína. Fyrr í vikunni var prestur mótmælenda, eiginkona hans og bróðir hennar, dæmd í allt að þriggja ára fangelsi fyrir að hafa prentað ólöglega bibl- íur og önnur kristileg rit. ■

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.