blaðið

Ulloq

blaðið - 11.11.2005, Qupperneq 12

blaðið - 11.11.2005, Qupperneq 12
12 i ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 blaðið f öðru tilfellinu greindist fugla- flensan í hræi flamingófugls Fuglaflensa greinist í Kúveit Tvö tilfelli fuglaflensu hafa kom- ið upp í Kúveit en ekki er ljóst hvort um sé að ræða banvænt afbrigði sjúkdómsins sem hefur valdið dauða íjölda alifugla í Asíu og hefur vakið upp ótta um alheimsfaraldur meðal manna. Þetta er fyrsta tilfelli sjúkdómsins sem tilkynnt er um í Miðausturlöndum en áður hefur hann greinst í nokkrum löndum Asíu og Evrópu. Yfirmaður lanbúnaðarmála óg fiskveiða f landinu sagði að sjúkdómurinn hefði greinst í páfagauki sem haldið var í sóttkví á flugvelli. Hann sagði að páfagaukurinn hefði verið fluttur inn frá Asíu en tilgreindi ekki frá hvaða landi. í seinna til- fellinu greindist fuglaflensan i hræi flamingófugls sem fannst á strönd. Ekki hefur verið tilkynnt um nein tilfelli sjúk- dómsins í mönnum í landinu. A1 Kaída lýsa ábyrgð á hendur sér Nœrri 6o mannsfórust íþremur sprengingum á lúxushótelum í Amman í Jórdaníu á mið- vikudagskvöld. Al Kaída-hópur í írak segist bera ábyrgð á árásunum sem erufyrstu meiri- háttar árásirnar í Jórdaníu. Hryðjuverkahópur á vegum A1 Ka- ída-samtakanna lýsti í gær ábyrgð á hendur sér á sjálfsmorðsprengju- árásum í Amman í Jórdaníu sem urðu 57 manns að bana og særðu no. Á miðvikudagskvöld sprungu þrjár sprengjur á jafnmörgum lúxus- hótelum í borginni. Sprengjurnar sprungu nánast samtímis á hótelun- um þremur sem öll tilheyra banda- riskum hótelkeðjum. Á tveimur hótelanna var verið að fagna brúð- kaupum þegar sprengingarnar urðu. Foringi hryðjuverkahópsins sem lýsti ábyrgð á tilræðunum á hend- ur sér er Jórdaninn Abu Musab al- Zarqawi en hann er helsti leiðtogi A1 Kaída-samtakanna í Irak. Samtökin hóta frekari árásum í landinu. Árásirnar fordæmdar af þjóðarleiðtogum Abdullah, konungur Jórdaníu, for- dæmdi árásirnar sem hann sagði að hefðu beinst að og banað saklaus- um jórdönskum borgurum. Fleiri þjóðarleiðtogar hafa einnig fordæmt árásirnar og Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hætti við fyr- irhugaða ferð sína til borgarinnar. 1 gær kom fjöldi fólks saman á götum Amman til að láta í ljósi andúð sína á hryðjuverkunum. „Harðstjórinn í Amman má vita það að vernd hans á gyðingum hef- ur gert hann að skotmarki stríðs- manna okkar,“ segir meðal annars í yfirlýsingu A1 Kaída. Jórdanía er eitt af tveimur arabaríkjum sem hafa undirritað friðarsamninga við ísrael. Ennfremur hefur Jórdanía, sem á landamæri að Irak, liðsinnt Bandaríkjamönnum í stríðinu í landinu þar sem hópur Zarqawis tekur virkan þátt í aðgerðum upp- reisnarmanna. Fram að þessu hef- ur ekki verið mikið um meiriháttar árásir á útlendinga í Jórdaníu þrátt fyrir nálægð landsins við Irak og vinsældir þess meðal vestrænna ferðamanna. Yfirvöld hafa engu að síður búist við að hryðjuverkahópar létu til skarar skríða í landinu. Landamærum lokað Nokkrir voru handteknir í tengslum við tilræðin og yfirvöld létu loka landamærum eftir árásirnar til að koma í veg fyrir að grunuðum til- ræðismönnum tækist að flýja. Þá var öryggisgæsla efld við hótel og sendi- ráð í Amman. Marwan al-Muasher, aðstoðarforsætisráðherra, sagði að flestir þeirra sem fórust hefðu verið Jórdanir en einnig voru nokkrir út- lendingar í hópi hinna föllnu. ■ Rania, Jórdaníudrottning, hughreystir konu sem slasaðist í einni af þremur sprengjuárás um sem gerðar voru í Amman, höfuðborg Jórdaníu, á miðvikudag. Amir Peretz, hinn nýkjörni leiðtogi Verkamannaflokksins, og eiginkona hans leggja blómkrans á gröf Yitzhak Rabins í Jerúsalem. Peretz steypir Peres af stalli Amir Peretz hafði betur en Shimon Peres í kjöri tilformanns Verka- mannaflokksins í ísrael. Löngum stjórnmálaferli Peres kann að vera lokið og hugsanlega er stjórnarsamstarfið í hœttu. Verkalýðsleiðtoginn Amir Per- etz vann í gær óvæntan sigur á Shimon Peres, varaforsætisráð- herra ísraels, í kosningum til leiðtoga Verkamannaflokksins. Peretz, sem er 53 ára og að mestu óþekktur á alþjóðavettvangi, var lýstur sigurvegari í kosning- unum með rúmlega 42% atkvæða en Peres fékk um 39% atkvæða. Binyamin Ben-Eliezer, fyrrverandi formaður flokksins, lenti í þriðja sæti með 17% atkvæða. Úrslitin eru talin mikið áfall fyr- ir Peres og kann stjórnarsamstarf Verkamannaflokksins og Líkúd- bandalagsins jafnvel að vera í hættu vegna þeirra. Amir Peretz hefur lofað því að draga Verkamanna- flokkinn út úr ríkisstjórn Ariels Sharons sem eykur líkur á að boðað verði til kosninga fyrr en ætlað var. Peres, sem er 82 ára gamall ,var tal- inn mun sigurstranglegri fyrirfram og er ekki ólíklegt að tapið marki endalok stjórnmálaferils hans sem hefur staðið í sex áratugi. Peres vill halda stjórn- arsamstarfi áfram Shimon Peres, fyrrverandi forsætis- ráðherra og núverandi varaforsætis- ráðherra, vildi halda stjórnarsam- starfinu áfram fram að kosningum sem gert er ráð fyrir að fari fram í nóvember á næsta ári. Hann aflaði áætlunum ríkisstjórnarinnar um að hörfa af Gasaströnd stuðnings meðal flokksfélaga sinna. Líkúd- bandalag Ariels Sharons, forsætis- ráðherra, klofnaði í afstöðu sinni til málsins og án stuðnings Verka- mannaflokksins hefði ekki verið hægt að hrinda áætlununum í fram- kvæmd. Peretz er mikið í mun að Verka- mannaflokkurinn hverfi aftur til sinna gömlu sósíalísku gilda og er hann óánægður með þann niður- skurð sem hefur orðið á framlög- um til félagsmála í tíð ríkisstjórnar- innar og hið ört vaxandi bil á milli ríkra og fátækra í landinu. ■ Enn dregur úr óeirðum Það dró nokkuð úr ofbeldi og óeirð- um í borgum og bæjum í Frakk- landi þriðju nóttina í röð í fyrrinótt. Kveikt var í 482 ökutækjum en nótt- ina á undan voru þau 617. Þá hand- tók lögregla rúmlega 203 manns sem var talsverð fækkun frá nótt- inni á undan. Ekki eru allir á eitt sáttir um áætlanir Nicolas Sarkozys, innan- ríkisráðherra, um að vísa úr landi út- lendingum sem staðnir eru að þátt- töku í óeirðum. Hann hefur lýst því yfir að um 120 útlendingum, sem dæmdir hafa verið fyrir aðild að óeirðum, verði vísað úr landi þrátt fýrir að þeir hafi dvalarleyfi í land- inu. Ólgan, sem einkum hefur ver- ið í hverfum fátækra innflytjenda, hefur komið illa við hina íhalds- sömu ríkisstjórn landsins og varð til þess að Dominique de Villepin, forsætisráðherra, setti á 50 ára göm- ul neyðarlög sem gera yfirvöldum mögulegt að setja á útgöngubann og aðrar hömlur. Margir Frakkar lýstu yfir ánægju sinni með hin hörðu við- brögð stjórnarinnar en Villepin var einnig sakaður um að bregðast of hart við. Villepin hefur heitið því að verja sem nemur 100 milljónum evra í sjóð fyrir grasrótarsamtök sem vinna í hverfum þar sem mikið hefur verið um félagsleg vandamál. Ennfremur vill hann vinna að því að auka möguleika íbúa þessara hverfa til að verða sér úti um mennt- un, komast á vinnumarkaðinn og koma sér þaki yfir höfuðið. ■ Tilkynning um útgöngubann f borginni Evreux f norðurhluta Frakklands. Fyrir aftan standa óeirðalögreglumenn við öllu búnir.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.