blaðið - 11.11.2005, Qupperneq 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
ER RANNSÓKNAR ÞÖRF?
Pað var athyglisverð frétt í síðari fréttatíma RÚV í fyrrakvöld.
Þar sagði af yfirheyrslum á yfirmönnum allra stærstu olíu-
félaga Bandaríkjanna. Þeir höfðu verið kallaðir fyrir þing-
nefnd til að gera grein fyrir því hvernig á því stæði að fyrirtæki
þeirra skiluðu methagnaði á sama tíma og þau teldu sig ekki geta
lækkað verð á bensíni til neytenda. Bandaríska þingnefndin taldi
að það gæti verið óeðlilegt og varðaði margra ára fangelsi ef við-
komandi fyrirtæki væru kerfisbundið að mjólka neytendur á sama
tíma og þau skara eld að sinni köku.
Auðvitað eiga öll fyrirtæki rétt á því að hagnast enda er það mark-
mið flestra fyrirtækja. Það er því erfitt að segja hvar mörkin liggja
í því hvað er eðlilegt og hvað ekki. Almenningur verður að kaupa
þjónustu af olíufélögunum og því felst ákveðin neytendavernd í því
að félögin geti ekki endalaust okrað á kúnnanum. í því felst rann-
sókn bandarísku þingnefndarinnar.
Á íslandi hafa bankarnir verið að skila metafkomu síðustu miss-
eri. Upphæðirnar eru slíkar að meðalmaðurinn skilur þær ekki.
Kampavínið hefur flotið og bestu kúnnunum er með reglulegu
millibili boðið í lúxusferðir til útlanda, enda skipta peningarnir
ekki lengur máli. Þessu til viðbótar hafa yfirmenn þessara banka
laun og hlunnindi sem myndi duga venjulegum launamanni til
framfærslu í tugi eða jafnvel hundruð ára. Samt geta bankarnir
ekki lækkað þjónustugjöld, svo ekki sé minnst á vexti. Þvert á móti
hækka þessir hlutir með reglulegu millibili. Almenningur blæðir
en bankarnir hagnast.
Bandaríska þingnefndin varpaði meðal annars ljósi á laun
olíufurstanna. Sjálfir gátu þeir fáu svarað. Hér á íslandi hafa
bankamenn líka fáu svarað öðru en að þetta tíðkist út í hinum
stóra heimi. Spurningar vakna og svörin eru fá. Kannski ættu ís-
lenskir þingmenn að taka kollega sína vestanhafs sér til fyrirmynd-
ar - skipa þingnefnd sem kannski fengi betri svör en almenningur
fær.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
14 I ÁLIT
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 blaöió
ER GlEDfLBgr At) /U-þJðDU^R K/tríNÁKÍ'R.
HAFr LotcS SrflÐFESr fív Víp íSleudíng^
S&JM BKKi pmt MitíGjiISWfm
1 f/Eitfi UELVUR UfíR %% ÍSlZNViNG/t
fíV VAKfí r CfíK-C
Framtiðarlausnir
fyrir leikskólana
Mikið hefur verið fjallað undanfarna
mánuði um þann vanda sem við stönd-
um frammi fyrir í leikskólum landsins
vegna skorts á starfsfólki til kennslu.
Víða á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis
í sveitarfélaginu mínu, Kópavogi, eru
börn send heim nokkra daga í mánuði
til að mæta þessari vöntun á starfsfólki
í leikskólunum. Þetta kemur sér auðvit-
að illa fyrir alla hlutaðeigandi og veldur
miklu álagi á þær fjölskyldur sem fyrir
þessu verða að ekki sé talað um þá starfs-
menn sem fyrir eru. í þeim sveitarfé-
lögum þar sem náðst hefur að manna
leikskólana er það þó bara rétt svo fyrir
horn því víða þarf að senda börn heim
ef umgangspestir láta á sér kræla meðal
starfsmanna.
Launin skammarlega lág
Þessi vandi er árstíðabundinn og kem-
ur upp á haustin og um áramót. Sums
staðar sleppur þetta fyrir horn og það
tekst að manna stöðurnar og sums stað-
ar ekki. Það hefur lítið með það að gera
hvað sveitarfélagið heitir eða flokkur-
innsemheldurþarumstjórnartaumana.
Grunnvandinn er nefnilega alls staðar
hinn sami; gríðarleg starfsmannavelta
og allt of lág laun. Mér hefur fundist
ríkisvaldið sleppa nokkuð létt í gegnum
þessa umræðu hingað til því ábyrgð
þess er mikil. Til að leysa starfsmanna-
vanda leikskólanna þarf margt að koma
til og vil ég í þessum greinarstúf nefna
tvö stærstu atriðin: I fyrsta lagi verða að
koma til verulegar launahækkanir fyrir
þessi störf sem eru skammarlega lágt
launuð og á engan hátt samkeppnishæf.
Þar ber ríkisvaldið sína ábyrgð vegna
ranglátrar tekjuskiptingar ríkis og sveit-
arfélaga. Enginn er eyland í þessum efn-
um og ríkisvaldið verður að fara að axla
sína ábyrgð þegar kemur að fjármögn-
un á verkefnum sveitarfélaganna með
því að fjölga tekjustofnum þeirra.
Katrín Júlíusdóttir
Helmingi umsækjenda vísað frá
I öðru lagi, og samhliða launahækk-
unum, verður að fjölga leikskólakenn-
urum. Hlutfall leikskólakennara við
störf í leikskólum er í kringum 34%
þeirra sem starfa við kennslu. Á síðasta
ári var helmingi umsækjenda um leik-
skólakennaranám í Kennaraháskólan-
um vísað frá vegna plássleysis. Þetta er
auðvitað óviðunandi ástand þegar það
blasir við og hefur gert árum saman að
fjölga verður leikskólakennurum veru-
lega. I umræðum um málið á Alþingi í
gær skoraði ég á ráðherra að veita auknu
fé til leikskólakennaramenntunar því
það er svo sannarlega eftirspurn eftir
náminu og þörf fyrir þessa menntun
í samfélaginu. Svörin voru heldur rýr
og taldi ráðherra nú þegar nóg að gert
í þeim efnum. Því er ég ekki sammála
þegar það er umframeftirspurn eftir
náminu á sama tíma og fólk vantar í
störf á leikskólum.
Ríkið er ekki stikkfrí
Við þurfum fleiri sem vilja gera störf
með börnum í leikskólunum að ævi-
starfi. Til þess að svo megi verða verður
að gera betur við þessa starfsmenn hvort
sem þeir eru faglærðir eða ófaglærðir.
Það á ekki að vera neitt eðlilegt við það
að á þenslutímum streymi starfsmenn
út úr leikskólunum í önnur störf. Við
verðum að endurmeta hvernig við verð-
leggjum störf í okkar samfélagi því það
er ekkert náttúrulögmál að fólkið sem
vinnur með börnunum okkar sé á læstu
laununum. Þetta er allt mannanna verk
og þeim er hægt að breyta með pólitísk-
um vilja og samstöðu þeirra sem geta
þessu breytt.
Höfundur er alþingismaður
Klippt & skoríð
klipptogskorid@vbl.is
Halldór Blöndal hefur undanfarln
ár mjög tekið svar fiðurfénaðar á
Alþingi og hefur svo rammt að því
kveðið, að á kaffistofunni
eru menn farnir að kalla
hann Föður andanna. Nú er
til umræðu frumvarp hans
um breytingu á lögum um
fuglaveiðar. Af greinargerð-
inni er Ijóst að Halldóri er þetta hjartans mál
og mættu fleiri skjöl á þeim bænum vera skrif-
uð af slíkri andagift:
„...lagt [er] til að óheimilt sé að veiða fugla frá
sólarlagi tilsólaruppkomusem eróhjákvæmi-
legt þar sem komin er ný tækni, nefnilega
nætursjónaukar. Það hefur færstí vöxt að skot-
veiðimenn liggi fyrirgæsum við vötn og fljót
eftir að fer að rökkva og dimmt er orðið. Þegar
gæsirnar koma siðan fljúgandi ofan afheiðun-
um eru þær auðveld bráð, sumar falla, aðrar
flögra burt helsærðar og enn aðrar sleppa eins
og gengur. Atgangureins og þessiáekkert
skylt við iþróttir eða frjálsa útivist fremur en
að skriða eftir bökkum áveituskurða og skjóta
endursem þarhafa leitað skjóls."
Wokkuð hefur verið rætt um notkun
Stefáns Jóns Hafstein á merki
Samfylkingarinnarí prófkjörsauglýs-
ingu sinni. Vef-Þjóðviljinn telurhann þó ekkert
þurfa að ræða það við flokksskrifstofuna:
„Merki Samfylkingarinnar er sem kunnugt er
rauður hringur á hvítum grunni og er einnig
þekkt undir nafninu jap-
anski fáninn. Það er því
ekki Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir heldur Aki-
hito keisari sem fer með
umráðarétt flokksmerkis-
ins. Japanskeisari skartaði
auk þess lengi titlinum „sonur sólarinnar", og
telur þannig til skyldleika við Stefán sjálfan."
Háðfuglinn Sigurjón Kjartansson
skrifar reglulega pistla í DV, sem blað-
inu er sómi að. I gær fjallaði hann
um þá áráttu Islendinga að slá öllu á frest. Til
dæmis tekur hann
auglýsingaherferð-
ina, þar sem skorað
er á ungmenni að
bíða aðeins með
það að reyna fyrir
sér f vímugjafa-
neyslu, rétt eins og
að það sé allt í lagi
að dæla í sig ólyfjan-
inni aðeins seinna.
En lesendur DV þurftu síðan ekki að fletta
nema 20 síður í vlðbót til þess að lesa viðtal við
Sigurlaugu Hauksdóttur, félagsráðgjafa, á
kynlífsopnu blaðsins undir fyrirsögninni: „Þeir
sem fara seinna af stað sýna meiri ábyrgð".
Mynd/Hari