blaðið - 11.11.2005, Side 16

blaðið - 11.11.2005, Side 16
16 I VEIÐI FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 blaöiö Stuttar fréttir Það styttist í aðalfund Stanga- veiðifélagsins en hann verður haldinn í lok nóvember. Búast má við að heldur færri félags- menn mæti á fundinn nú en fyrir ári síðan þegar um 450 veiðimenn á öflum aldri sátu fundinn. Ekki hefur ennþá heyrst um neitt mótframboð gegn sitjandi stjórnarmönnum. Guðmundur Guðjónsson, blaðamaður, situr þessa dagana við skriftir en Árbók stanga- veiðimanna er væntanleg í desember. Þetta er 18. árið í röð sem bókin kemur út en að þessu sinni mun hún birtast lesendum í örlítið breyttu formi. Árbókin er eina bók Guðmundar fyrir þessi jól. Bók- in er hins vegar ekki það eina sem Guðmundur skrifar þessa dagana því hann skrifar heUing á vefinn Vötn og veiði daglega. Hjá Stangaveiðifélagi Reykjavík- ur er ýmislegt í gangi en fyrir nokkrum dögum opnuðu þeir myndabanka á vefnum sínum og þar er hægt að skoða mikið af myndum af veiðisvæðum þeirra. Sjón er sögu ríkari. Grœnland: Meira en bara grœnt Fleiri og fleiri veiðimenn fara út fyrir landsteinana til að renna fyr- ir fiski og um þessar mundir eru Grænland, Rússland, Svíþjóð og Argentína vinsælustu áfangastaðir veiðimanna. Við erum komin á veiðislóðir á Grænlandi til renna fyrir fiski og magnið er ótrúlegt. Við erum ekki að tala um hundrað fiska, við erum að tala um þúsundir. Margir þeirra eru stórir, já mjög stórir. Ég hef aldrei séð eins mikið magn af fiski eins og þarna á Grænlandi. Silfraða flugan Mýslan, sem veiði- maðurinn snjalli á Akureyri, Gylfi Kristjánsson hnýtti, gefur vel. Því- líkar tökur hjá fisknum, þetta er veisla. Það er komin morgunn, tveir veiðimenn eru að gera sig klára fyr- ir veiði dagsins, en hinir sofa. Veiði- dótið er allt klárt, það á að fara á veiðislóðir þegar líður á morguninn. Það er eitthvað framandi við Græn- land, landið er ósnortið og veiðilend- urnar eru margar. Til eru staðir þar sem engir veiðimenn hafa komið til veiða á. Allir eru komnir á lappir og báta- karlinn er mættur. Það er ekki eftir Landssamband stangaveiðifélaga: Ingólfur nœsti formaður? Veiði á Grænlandi er ævintýri líkust. neinu að bíða enda eru allir klárir. Jörgen, bátasnillingur, er mað- urinn sem fer með okkur allt sem við þurfum að fara á sjónum. Hann hefur mikla reynslu og þekkir svæð- ið vel enda verið lengi á Grænlandi. Faðir hans var skipstjóri og síðan tók Jörgen við af honum. Silungurinn tekur vel fluguna Það tekur stuttan tíma að sigla að veiðivatninu og veiðimenn hefja gönguna upp að vatni. Þegar þeir koma að vatninu vakir bleikjan á stóru svæði, veiðimennirnir hugsa sér gott til gióðarinnar. Veiðimenn dreifa úr sér við vatnið, flestir not- ast við fluguna, en ekki allir. Það er byrjað að kasta en fiskurinn er tregur, hann tekur alls ekki. Veiði- menn færa sig og skipta um flugu, einn veiðimaður fær fisk og svo ann- an. Undir er fluga sem hann hnýtti í vetur sem leið. Fiskurinn hefur greinilega áhuga á hans flugum, hann gefur veiðifélögunum fiugur og þeir byrja að veiða eins og hann. Einn veiðimaður fær fyrsta fiskinn sinn á fluguna, hann er ánægður með það. Veiðiskapurinn gengur vel og bleikjan er væn, dagurinn er eftirminnilegur, allir fá eitthvað og sumir mikið. Báturinn er kominn í fjöruna, all- ir eru klárir til heimferðar. Siglingin er mjög stutt og það er rætt um veiði þegar komið er heim. Næsta dag er líka farið til veiða og þar næsta líka, er hægt að hafa þetta betra? Ég held ekki. Einn með sjálfum sér í bull- andi bleikju og ágætri töku. Græn- land er góður staður til að vera á. Á fimmtudaginn verður haldinn, í félagsheimili Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, aðalfundur Lands- sambands stangaveiðifélaga. Hefst fundurinn klukkan átta. Heimildir Blaðsins herma að næsti formaður verði Ingólfur Þorbergsson, en hann tekur við af Brynjari Má Magnús- syni sem hefur verið formaður í eitt ár. Eggert Jóhannesson verður næsti varaformaður félagsins. Fundartím- inn vekur nokkra athygli en yfirleitt hefur fundurinn verið haldinn um helgar en þess gerist ekki þörf. „Við bjóðum alla veiðimenn vel- komna og vonum að þessi nýbrey tni á fundartíma falli í góðan jarðveg. Meining okkar með þessu er að A myndinni eru Brynjar Már Magnússon, Ingólfur Þorbergsson, Eggert Jóhannes- son, Hans Ólafsson og Hilmar Hansson úr stjórn Landssambands Stangaveiðifélaga en aðalfundur félagsins verður haldinn á fimmtudaginn næsta. gera fundinn styttri og hnitmiðaðri. Engu að síður eru félögin eindregið hvött til að koma með stutta saman- tekt yfir félagsstarfið eins og venja er. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum verða erindi flutt til fróð- leiks og skemmtunar. Annars vegar flytur Sigurður Már Einarsson frá Veiðimálastofnun erindi sem ber yf- irskriftina: Um eflingu silungsveiði og ónýtta möguleika hennar og hins vegar kemur Örn Þórðarson frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og flytur erindi sem nefnist: Sóknar- færi og efnahagslegur ávinningur af aukinni stangaveiði. Fundurinn er opinn fyrir alla,“ segir Hans Ólafs- son stjórnarmaður í LS. Rjúpnaveiðar: Leiðinlegt veðurfar spillir veiðinni Það er ekki hægt að segja að veður- farið sé neitt til að hrópa húrra fyrir, miklar umhleypingar dag eftir dag og alltof lítið um stillur. En margir hafa samt farið til rjúpna og fengið eitthvað af fugli. Þeir Arnar Hjaltested, Egill Örn Einarsson og Ólafur Viðarsson fóru til rjúpna síðustu helgi og fengu nokkra fugla. „Héldum til rjúpna í dag í fínum að- stæðum. Þurftum reyndar að hætta snemma þegar lægð helgarinnar gekk yfir, en labbið skilaði okkur nokkrum hvítum,“ sögðu þeir félag- ar er rjúpnatúrinn var á enda og þeir komnir heim. Margir veiðimenn hafa svipaða sögu að segja og þeir félagar, tíðar- farið hefur haft sitt að segja fyrir veiðimenn. Rjúpnaveiðitíminn er farinn að styttast í annan endann, það eru 20 dagar eftir af tímabilinu. Veiðimenn eiga eftir að nota þann tíma vel og ætla margir á veiðar um helgina. Egill Öm Einarsson og Ólafur Viðarsson kátir eftir ágætan veiðidag og nokkrar hvftar. 3" gasskíptar hálfsjálfvírkar haglabyssur rn/6 skiptanlegurn þrengingum + hörð taska, 26" hlaup, 3.080 kg. Vandaðar ítalskar byssur serri henta vel við íslenskar aðstæður. Verð frá 69.900 kr. ^7. Utsölustaðir: REYKJAVÍ*' Útiviit vciöi, i. VilhjhAlf'rvwon og lntcr'.p< AKURfcYRI: Sjóbúðtn • RfcYOAfífiðKUUH; Vciöifiugan °g Síðumúiall • 108 Rcykjavik • Sími: $88 6500 • www.utivistogvcidi.is •/ / veiðivefuninn

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.