blaðið - 11.11.2005, Síða 18

blaðið - 11.11.2005, Síða 18
18 I TÖLVUR & TÆKI FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 Maöi6 Sjónvarpsgláp ekki lengur bundið við sófann Nú er loksins komin á markað tækni sem gerir viðskiptavinum kleift að horfa, hlusta eða skoða uppáhaldsafþreyinguna sína hvar sem hann er staddur í heiminum. Viðkomandi opnar einfaldlega far- tölvuna sína og skyndilega getur hann til dæmis verið að flétta í gegnum þær sjónvarpsstöðvar sem hann er vanur að horfa á heima í stofu. Nú á að vera hægt að horfa á hvað sem hver vill, hvar sem þeir vilja. Beintenging í töivuna þína Fyrirtækið Orb Networks hefur búið til forrit sem gerir viðskiptavinum þess kleift að horfa á sjónvarp, skoða myndir eða komast í tónlistarsafn tölvunnar sinnar hvar sem þeir eru í heiminum í gegnum beinstreymis- miðlun. Beinstreymismiðlun er vissulega ekkert nýtt á markaði. Ot- varps- og sjónvarpsstöðvar víða um heim hafa um þó nokkurt skeið boð- ið upp á slíka þjónustu en hún felst í því að mjög stórar skrár eru sendar í litlum bútum til viðtakanda þann- ig að hann getur séð eða heyrt inni- haldið án þess að sækja stóru skrána fyrst í tölvuna. Nú hefur Orb Netw- orks hins vegar byrjað að bjóða upp á forrit sem hægt er að niðurhala á heimasíðu þeirra gegn gjaldi og gerir notendum þess kleift að horfa á það stafræna afþreyingarefni sem það er vant að horfa á heima hjá sér, hvar sem er í heiminum. Þetta snýst einfaldlega um það að Orb getur sent efnið í farsíma, fartölvur eða hvern þann búnað sem getur nettengst og tekið á móti skrám. Ef tölvan þin inniheldur sjónvarpskort og sjónvarpið þitt er með ADSL teng- ingu þá er meira að segja hægt að horfa á stafrænt sjónvarp sem við- komandi er áskrifandi að hvar sem er í heiminum. Frekari upplýsingar er að finna á www.orb.com. Bylting í sjónvarspáhorfi Önnur ný tækni er Slingbox tæknin en hún er nokkuð auðveldari í notk- un. Hún býðst nú á 250 dollara og fæst meðal annars á amazon-vefn- um en sendir þó einungis video- skrár. Slingboxið gerir notandan- um kleift að horfa á sjónvarpið sitt hvar sem er í heiminum með þvi að breyta nánast hvaða nettengdu tölvu í þitt eigið sjónvarp. Hvort sem viðkomandi er í öðru landi eða bara í næsta herbergi þá hefur hann ætíð aðgang að sjónvarpinu sínu. Slingboxinu er stungið í það tæki sem viðkomandi vill nálgast merki frá og það sendir síðan efnið i gegn- um netið til þeirrar PC tölvu sem viðkomandi vill. Nauðsynlegt er þó að hafa niðurhalað SlingPlayer hug- búnaðinum til þess að að Slingboxið virki. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á www.slingmedia.com. t.juliusson@vbl.is Össur hlýtur fleiri viöurkenningar Gervihné hins íslenska stoðtœkjafyrirtœkis heldur áfram að vekja athygli Hlýtur viðurkenningu framúrskarandi samtaka I næstu viku, nánar tiltekið dagana 14.-15. nóvember, munu Alþjóðlegu tæknisamtökin (WTN) heiðra þá einstaklinga og fyrirtæki sem eru ábyrg fyrir þeim uppfinningum sem talin eru líkleg til að hafa mik- il langtímaáhrif. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við TIME tímaritið, CNN og Science tímaritið svo fáein stórfyrirtæki séu nefnd og mun afhendingin fara fram í ráðhúsi San Francisco-borgar. Þar er meðal ann- ars íslenski stoðtækjarisinn Össur tilnefndur til verðlauna í heilsu og lækninga flokki fyrir gervihné sitt, ,Power-knee“. WTN er alþjóðlegur samstarfs- grundvöllur þar sem meðlimir ein- beita sér fyrst og fremst að því að þróa, kynna og selja mikilvægar tækninýjungar sem eru væntanleg- ar. Þessar tækninýjungar eru afýms- um toga og geta náð allt frá líftækni að nýjum orkugjöfum eða byltingar- kenndri fjarskiptatækni. Því er ljóst að Össur er komið í hóp úrvals fyr- irtækja og einstaklinga sem eru leiðandi í sínu fagi í heiminum með tilnefningunni. Hilmar Janusson, framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs hjá Össuri, segir enda á heimasíðu fyrirtækisins að þeir séu „upp með sér vegna þessarar viðurkenningar frá jafn framúr- skarandi samtökum og þessum og ánægðir með að vera í svona góðum félagskap." Önnur viðurkenningin á stuttum tíma Þetta er önnur stóra viðurkenningin sem Össur hlýtur fyrir „Power-knee“ á nokkrum dögum því að uppfinn- ingin var tilnefnd til verðlauna í flokknum almenn heilsa á sýningu tímaritsins Popular Science sem fór fram á Grand Central lestarstöðinni í New York og lauk í gær. Uppgötv- unin var meðal tíu uppfinninga sem voru heiðraðar í flokknum en alls var tilnefnt í tólf mismunandi flokkum. Hin nýja uppfinning Öss- urar-manna notast við gervigreind til að hjálpa þeim sem hafa misst fótlegg ofan við hné að ná eðlilegri hreyfingu á göngu þar sem hinn nýi gerviútlimur frá Óssuri líkir eftir hreyfingum hins hnésins. „Power- knee“ er á lokastigum prófanna og verður væntanlega fáanlegt á mark- aði strax á næsta ári. t.juliusson@vbl.is Gervihné Össurar halda áfram að vekja mikla iukku á alþjóðavettvangi.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.