blaðið

Ulloq

blaðið - 11.11.2005, Qupperneq 20

blaðið - 11.11.2005, Qupperneq 20
20 I BESTI BITINN FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 blaAÍÖ Beyglan þín Beyglur eru tiltölulega nýleg viðbót í matarflóruna hérlendis en þær voru upphaflega kynntar landanum af Mjólkursamsölunni. Eitthvað gekk brösuglega að bjóða þær ferskar og eftir skamman tíma var einungis hægt að kaupa þær frystar í pokum í helstu stórmörkuðum. Þær urðu þó ekki hluti af framboði veitingahúsa fyrr en síðar en hafa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Beyglur hafa verið fyrirferða- miklar á bandarískum skyndibitamarkaði og margir telja þær sérameríska uppfinningu en svo er ekki. Flestar þjóðir eiga sér einhvers konar sérbrauðrétti. Við íslendingar státum af ljúffengum flatkökum sem taka á sig enn þjóðlegri mynd þegar fjallagrösum hefur verið bætt í baksturinn. Naan-brauð eru hluti af indversku mataræði, baguette af því franska en beyglur tilheyra hefðbundnu mataræði gyð- inga, svokölluðu Kosher mataræði. Þeir strangtrúuðu blanda ekki saman kjötvörum og mjólkurafurðum en um mataræði þessa hóps gilda ýmsar flóknar reglur. Beyglur eru því einatt bornar fram með ýmiss konar fisk- og grænmeti og rjómaostur er gjarna hafður með og í Bandaríkjunum má finna fjölda góðra Kosherstaða þar sem þessi réttur er borinn fram eftir kúnstarinnar reglum. Á veitingahúsum borg- arinnar má á sífellt fleiri stöðum sjá beyglur á matseðli og úrval áleggs er fjölbreytt. ......................... ernak@vbl.is Sá enski hittir gyöinginn Á Gráa kettinum, sem hóf rekstur árið 1997 á Hverfisgötunni, hefur frá upp- hafi verið boðið upp á beyglur. Listakonan Hulda Hákon, sem rekur staðinn, kynntist beyglum þegar hún bjó í Bandaríkjunum og þegar hún fór af stað með matseðilinn fékk hún heila frystikistu af beyglum frá Mjólkursamsöl- unni til að koma seðlinum af stað. Hann hefur þróast með árunum og í dag er eggjabeyglan ein sú vinsælasta. Hún inniheldur staðgóðan enskan máls- verð, egg, beikon, steikta tómata auk rjómaosts. Hún er enda vel heppnuð í alla staði, gott jafnvægi á álegginu og rjómaosturinn blandast vel með enska morgunverðinum. Morgunstjarnan er svipuð í sniðinu en á henni hefur egg- inu verið skipt út fyrir salat sem gefur heildarbragðinu ferskara viðmót og erfitt er að gera upp á milli þeirra. Þá er einnig vert að minnast á túnfisk- beygluna því hún er sérlega vel heppnuð, létt og gott túnfisksalat, blandað grænmeti og svartur piparinn gefur dúndurgóðan eftirkeim. Ekki má held- ur gleyma þeirri með hummusinu sem er heimatilbúið, sérlega ferskt og bragðgott og ekki spilla gæðaójífurnar fyrir en þær eru bornar fram í gati beyglunnar. Góð með kjúklingi, svínakjöti, reyktum laxi, grafiaxi, sem salatsósa og í kalt pastasalat hverskonar. Frábaer köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna. Góð á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem ídýfa. Dulúðug rauð- laukssmyrja Beyglan á Súfistanum, á Laugaveg- inum og í Hafnarfirði, er vinsælust sem morgunverður. Einfaldasta útfærslan er borin fram með osti, smjöri og marmelaði eða sultu. Á Súfistanum er einnig boðið upp á aðra vinsælli með skinku rauð- laukssmyrju og salati, gúrku og papriku. Beyglan sjálf er fjölkorna, sérlega bragðgóð og seig en mætti hafa stökkari skorpu. Beyglan er vel samsett en það sem gerir bragðlauk- ana hamingjusamasta er rauðlauks- smyrjan sem er útbúin úr rjómaosti, rauðlauk, svörtum pipar og öðrum leyndardómsfullum kryddum sem ekki fengust uppgefin. Bragðlauk- arnir eru í stanslausri undrun og spurn yfir henni þessari sem hvetur til hverrar bitatökunnar á fætur ann- arri. Smyrjan gefur þessari beyglu mikið gildi og það væri forvitnilegt að prófa hana þessa með öðru með- læti svo sem eins og léttreyktum fiski, kjúklingi eða grilluðu eggald- ini. Beygla með rauðlaukssmyrju kostar 690 krónur. Kjúklingasæla Bagel House hefur starfað á íslandi í tvö ár en flutti í matarsal Kringl- unnar fyrir ári. Bagel House flytur beyglurnar inn frá London en þar er súrdeigið bakað fyrir Bagel House staðina í Evrópu og þar er einung- is notaður Philadelphia smurostur. Beyglan hefur verið kosin vinsæl- asti skyndibitinn í Danmörku en hjá Bagel House fengust þær upplýs- ingar að hún ætti uppruna sinn að rekja til Póllands. Mikið úrval með- lætis er í boði á staðnum og hægt er að velja saman það sem maður helst kýs. Beyglurnar eru alltaf bornar fram ristaðar en þær má einnig fá sem svokallaðan bræðing. Þá hefur gouda ostur verið bræddur yfir val- ið meðlætið. Kjúklingasæla er ein vinsælasta beygla staðarins en á henni eru steiktar kjúklingabringur, kál, agúrka, paprika, tómatar, lauk- ur og ólífur ásamt sósu. Kjúklinga- sælan er afar fersk og bragðgóð en minnir um margt á sambærilega báta. Brauðið er þó vissulega stökkt að utan og seigt að innan eins og vera ber og mjög bragðgott. 100 gr. beygla kostar 519 krónur og 150 gr. beygla kostar 649 krónur. Sómi og Essó í samstarfi Essó-stöðin við Ártúnshöfða hóf að bjóða upp á beyglur síðsumars og þó hún sé ekki vinsælasti skyndi- bitinn á þeim staðnum hefur hún unnið á. Beygla með reyktum laxi, eggjum, salati, agúrku og sinneps- sósu er þar vinsælli af tveimur kost- um en hin beyglan er grænmetis- kostur. Laxabeyglan er vel samsett og hlutföll áleggsins góð. Laxinn sjálfur er fyrirferðamestur, bæði vel úti látinn og mildur auk þess sem soðin eggin gefa beyglunni aukna mýkt. Hér mætti þó kalla til hinn hefðbundna rjómaost sem vafalaust færi ákaflega vel með laxinum en sinnepssósan gefur ekki nægjanleg- an kraft sem leiðir til þess að beygl- an er heldur þurr. Áætlanir eru um að bjóða upp á aukið úrval beyglna á Essóstöðinni en þær eru sérsmurð- ar af Sóma fyrir stöðina. Beyglan kostar 399 krónur

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.