blaðið - 11.11.2005, Side 22
22 i HEIMSPEKI OG TRÚMÁL
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Bandaríkjamenn
veitast enn að þró-
unarkenningunni
Vitsmunahönnunarkenning talin heppileg viðbót í kennslustofur
Kansas-búa
Inýlega samþykktri vísinda-
kennsluskrá fyrir opinbera
grunnskóla í Kansas-fylki
Bandaríkjanna er líffræði- og vís-
indakennurum gert skylt að draga
þróunarkenninguna í efa og benda
á svokallaða vitsmunahönnunar
kenningu sem fýsilegan valkost eða
viðbót við hana. Stuðningsmenn
þessara lagabreytinga segjast vilja
kynna nemendum lögmætar og vís-
indalegar spurningar við þróunar
kenninguna eins og hún hefur verið
skilin til þessa.
Vitsmunahönnunarsinnar hafa
nú um nokkurt skeið
gert mikla hrinu að
vísindakennslu í opin-
berum grunnskólum í
vissum fylkjum BNA
og sumstaðar náð
talsverðum árangri. '
Gengur kenningin í
stuttu máli út á að þró- u n -
arkenningin sé „bara kenning“ sem
hafi ekki verið sönnuð án alls vafa;
heimurinn sé það flókinn að hann
gæti allt eins hafa verið hannaður af
einhvers konar vitsmunaveru, guði
kristinna til dæmis. Nú getur verið
gagnlegt að velta fyrir sér hvenær
kenning hættir að vera kenning og
telst sönnuð án alls efa; ætla mætti
að flest af því sem við teljum raun-
vísindi í dag, þar með talin erfðavís-
indi og stærðfræði, teldist vart satt
samkvæmt þeim sannleikskvörðum
sem vitsmunahönnunarsinnar vilja
beita.
Ört ^ölgar í hópi fylgismanna
Spaghettí-skrímslisins
Kjósendur í bænum Dover í Fíladel-
fíu-fylki felldu nýlega úr skólanefnd
átta repúblikana sem samþykkt
höfðu að hafa yfirlýsingu um vits-
munahönnun fyrir níundu-
bekkinga þar í bæ, sem for-
mála að kennslu á þróunarkenningu
Darwins. Gekk sú út á að þróunar-
kenningin væri „ekki staðreynd" og
hefði óútskýranlegar „eyður“, en í
rúmt ár hefur verið skylda fyrir líf-
fræðikennara bæjarins að fara með
hana. I kjölfarið fóru átta fjölskyld-
ur í bænum í mál við skólayfirvöld
vegna þess og sökuðu þau um að
brjóta stjórnarskrárbundin ákvæði
um aðskilnað ríkis og kirkju. Búist
er við úrskurði í málinu í janúar-
mánuði, en hin nýkjörna skólanefnd
hefur sagst ætla að halda að sér hönd-
um í þessu máli þangað til.
Deilan hefur tekið á sig ýmsar
myndir upp á síðkastið. Ein af þeim
skemmtilegri er háðsherferð þróun-
arsinna gegn vitsmunahönnunar-
kenningunni, en þar beita þeir ein-
hvers konar „reductio ad absurdum“
rökum til þess að sýna fram á fárán-
1 e i k a kröfu þeirra. Hafa þeir
í því skyni stofnað
' „kirkju hins fljúgandi
spagettí-skrímslis“,
hvers helsta kenning er
að heimurinn hafi verið gerð-
ur af slíkri veru. Hafa þeir sent
skólanefndum höllum undir
vitsmunahönnunarkenninguna
bréf þar sem þeir krefjast þess að
spaghettí-skrímslakenningar fái í
kennslustofunni jafnt vægi á við þró-
unar- og vitsmunahönnunarkenn-
ingar. Heimsækja má „kirkjuna“ á
vefslóðinni www.venganza.org.
haukur@vbl.is
Verðlaunabók vikunnar í
boði Bókmenntafélagsins
Á þessari síðu má líta Rökfræðihorn-
ið svokallaða, en því er ætlað að
verða vikulegur liður á heimspeki
og trúmálasíðum Blaðsins. Hornið
er í umsjá heimspekingsins Hrafns
Ásgeirssonar en fyrir bestu svör
hverrar viku mun Hið íslenska bók-
menntafélag veita vegleg verðlaun;
eitthvað rit úr hinni veglegu Lær-
dómsritaröð. Verðlaunabókin er að
þessu sinni hin magnaða Frelsið
eftir enska heimspekinginn John
Stuart Mill, í þýðingu Jóns Hnefils
Aðalsteinssonar og Þorsteins heit-
ins Gylfasonar (sem einnig ritar for-
spjall).
Frelsið er þekktasta rit John Stu-
art Mill og telst til sígildra rita stjórn-
spekinnar. Bókin þótti róttæk þegar
hún kom árið 1859 en hugmyndirnar
sem Mill setur fram í henni hafa orð-
ið ein helsta undirstaða stjórnspeki
eftir hans dag og grundvallaratriði
lýðræðislegrar stjórnskipunar. Verk-
ið á þó enn fullt erindi við lesendur,
enda er það fyrst og fremst siðfræði-
rit, og vinsæídir þess og útbreiðsla
allt til þessa dags bera því vitni
John Stuart Mill
hversu skýr og djúp hugsun Mill um
frelsi og þroska einstaklingsins er,
auk þess sem framsetning og stíll
gera verkið einkar aðgengilegt og
læsilegt.
Frelsisreglan, sem Mill setur hér
fram, hljóðar svo að einstakling-
urinn beri aðeins ábyrgð gagnvart
samfélaginu á þeim athöfnum sín-
um sem skaði hagsmuni annarra,
en ekki þeim sem varða aðeins hann
sjálfan. Því er hvorki ríkinu né öðru
fólki heimilt að skerða athafnafrelsi
einstaklingsins, nema í sjálfsvörn.
En það er ekki fyrst og fremst rík-
isvaldið sem Mill beinir gagnrýni
sinni að heldur alræði meirihlutans;
hin oft á tíðum þögla skoðanakúg-
un sem leitast við að steypa alla í
sama mót og heftir þannig þroska
einstaklingsins. Það er samfélaginu
nauðsynlegt að meðlimir þess búi
við hugsana- og málfrelsi og fái að
þroskast í fjölbreytileika sínum til
þess að allar skoðanir fái færi á að
njóta sín, því það er aðeins í rökræð-
unni sem ljóst verður hvort skoðun
sé sönn eður ei. Auk þess er hver sú
skoðun sem við aðhyllumst ekki
einlæg og hjartfólgin sannfæring
sem ræður breytni okkar fyrr en við
höfum tekist á við gagnrýni og efa-
semdaraddir.
Mill var einn af merkustu heim-
spekingum 19. aldar, höfuðpostuli
nytjastefnunnar og baráttumaður
fyrir kvenréttindum. Um þessi efni
hafa komið út í Lærdómsritaröðinni
verk hans Nytjastefnan og Kúgun
kvenna. Frelsið er tileinkað eigin-
konu Mills, Harriet Taylor, sem var
náinn samstarfsmaður hans við rit-
un hennar. ■
Almennt um
rökirœði
Rökhornið hefurgöngu sína
Rök eru hversdagslegt fyrir-
bæri. Oft færum við rök fyr-
ir einhverju eða viljum að
aðrir geri það, ekki síst ef við erum
ósammála þeim. Við erum þó flest
sammála um að til séu góð rök og
slæm, þótt við séum oftar en ekki
ósammála um það í hvorn flokkinn
tiltekin rök falla. Eins og með mörg,
eða flest, hverdagsleg fyrirbæri er til
fræðigrein um þessi mál, kölluð rök-
fræði. Henni er gjarnan skipt í tvo
undirflokka, formlega rökfræði og
óformlega, enda þótt tengsl þeirra
séu það flókin að ekki er víst að
tilefni sé til slíkrar aðgreiningar.
Aðgreiningin er þó oft hjálpleg þeg-
ar útskýra þarf ýmis viðfangsefni
rökfræðinnar í stuttu máli og verð-
ur því notuð hér.
Formleg rökfræði tekur t.d. til
þess hvernig draga megi 100% ör-
ugga ályktun af gefnum forsendum.
Dæmi um það er ef gefnar eru for-
sendurnar: „Ef Jón er piparsveinn,
þá er hann ógiftur“ og „Jón er pip-
arsveinn“ og dregin er ályktunin
„Jón er ógiftur". í formlegri rökfræði
skiptir merking setninganna í raun
engu máli, heldur form þeirra og
tengsl við aðrar setningar. Rök-
semdarfærsluna mætti t.d. setja
fram svona:
Ef p þá q
P
q
100% öryggi er hins vegar eitthvað
sem við álítum gjarnan að einung-
is sé hægt að ná fram í nákvæmum
vísindum, s.s. í stærðfræði. Sá heim-
ur sem við höfum almenna reynslu
af er hverfull og fullkominn vissa
kannski sjaldnast á boðstólum.
Eðlilegt er að spyrja hvaða rökum
forsendur röksemdarfærslunnar
eru studdar. En formleg rökfræði
fjallar hvorki um innihald setninga
né um það hvort þær séu sannar eða
ekki. Hún fjallar um formleg tengsl
forsendna við niðurstöðu og til þess
gerir hún ráð fyrir að forsendurnar
séu sannar. T.a.m. er fullkomlega
eðlilegt, í formlegum skilningi, að
draga ályktunina „Jón er piparkaka"
af forsendunum: „Ef Jón er pipar-
sveinn, þá er Jón piparkaka1 og „Jón
er piparsveinn“. Ef forsendurnar
væru sannar, þá væri niðurstaðan
það einnig. Takmark formlegrar rök-
fræði er þannig að greina gildar rök-
færslur frá ógildum, óháð því hvað
er satt og hvað ekki.
Óformleg rökfræði, hins vegar,
fjallar um aðra hlið á röksemdar-
færslum, s.s. hvort þær séu sannfær-
andi og málefnalegar. Ekki síst eru
rökvillur þar áberandi viðfangsefni.
Segja mætti að á meðan formleg
rökfræði sé fræðin um það hvernig
megi gefa rétt rök, þá sé óformleg
rökfræði fræðin um það hvernig
megi gefa röng rök. Með því að telja
upp eða benda á tegundir villna er
unnið eins konar forvarnarstarf.
Dæmi um rökvillu er t.d. þegar það
er notað sem rökstuðningur að aðrir
séu ekkert betri en sá sem um ræðir
(oftar en ekki sá hinn sami og fær-
ir rökin). Sem dæmi um þetta má
nefna þegar þau rök eru færð fyrir
tilteknu fyrirkomulagi, s.s. í stjórnar-
háttum lands, að önnur lönd geri
slíkt hið sama (hversu oft höfum við
ekki heyrt frasann: „Þetta þykir nú
fullkomlega eðlilegt erlendis“). Það
að einhverjir geri eitthvað réttlætir
aldrei að aðrir geri slíkt hið sama.
Hér gefst ekki tóm til að fjalla nán-
ar um þessi mál að sinni en áhuga-
sömum er bent á vef Stanford Enclo-
pedia of Philosophy (http://plato.
stanford.edu/). Þar er að finna afar
góðar greinar um hina ýmsu undir-
flokka rökfræðinnar.
hrafnas@hi.is
Rökhornið
Til mikils að vinna!
Gátur, þrautir og vandamál mynda stóran hluta af sögu rökfræðinnar.
1 þessu horni mun birtast vikulega eitthvað slíkt til að glíma við og
lausn (ef hana er að fá!) eða umræða birtist þá i vikunni á eftir. Les-
endur eru hvattir til að senda inn lausnir sínar. Til mikils er að vinna,
því Hið íslenska bókmenntafélag gefur frambærilegustu lausn hverrar
viku eitthvað af sínum mögnuðu lærdómsritum. Að þessu sinni er það
hið kynngimagnaða Frelsi Johns Stuarts Mill. í þeim tilvikum sem
ekki er unnt að gefa afgerandi svar mun valin besta lausnin í ljósi inn-
sæis og framsetningar.
Gáta vikunnar:
Sönnun þess að Guð sé til?
Guðertil.
Báðar setningarnar innan þessa ramma eru ósannar.
Útskýrið/ræðið.
Svör sendist á haukur@vbl.is
XENA NY SKOVERSLUN I GLÆSIBÆ
Góðir skór á a//a fjölskylduna
í stærðum 16-50
Veriö velkomin
xena xena
GLÆSIBÆ S: 553 7060 MJÓDDINNI S: 557 1291