blaðið

Ulloq

blaðið - 11.11.2005, Qupperneq 27

blaðið - 11.11.2005, Qupperneq 27
blaðið FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 FRÉTTIR I 21 íraskir dagar á ísafirði Meira en bara stríö 1 dag verða settir íraskir dagar á Isa- firði. Setningin fer fram á Silfurtorgi klukkan fimm þegar fánar íslands og Iraks verða dregnir að húni, auk þess sem leiknir verða þjóðsöngvar landanna. í kvöld verður svo íraskt þema á Langa Manga þar sem verð- ur meðal annars boðið upp á íraska súpu. Á morgun er svo fyrirhuguð glæsileg matar- og menningarveisla í Edinborgarhúsinu, þýðingar á íröskum ljóðum verða lesnar upp, írösk tónlist spiluð og iraskur matur borðaður. Auk þess verður kynning á íraskri sögu frá Mesópótamíu til nútímans. tilgangur með húllumhæi af þessu tagi. I heimi þar sem kostar álíka að fylla á matarkörfuna í Bónus og stökkva af stað til innkaupa á meg- inlandi Evrópu eða Bandaríkjunum er kominn tími til að leita yfir læki, yfir marga læki, og síðan fleiri læki þar til við stöndum mitt á milli tveggja sögufrægra fljóta við botn Persaflóa: Tígris og Efrates. Þar finnum við „landið milli ánna“, Mes- ópótamíu, landið sem við þekkjum aðeins úr fréttatímum og dægurs- nakki misvitra stjórnmálaspekinga: frak. Það er fyrir löngu kominn tími til þess að íslendingar átti sig á því að Irak er meira en sprengingar og innrásir, meira en hryðjuverk og meiðingar. frak er ein elsta menn- ingarþjóð heimsins og á skilið meira en kortersafgreiðslu í fréttatímum," segir Eiríkur Örn Norðdahl, annar af tveimur skipuleggjendum hátíð- arinnar. Hinn er Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, útgáfustjóri bókafor- lagsins Traktors, sem bætir því við að þeir félagar hafi viljað bæta úr þekkingarskorti landans á einni elstu menningarþjóð með þessum hætti. _ Farið yfir marga læki „Nú er komið nóg af dönskum dög- um, norskum dögum, bandarískum dögum, írskum dögum og öðrum slíkum gegndarlausum óþarfa. Með tilkomu auðveldaðra samskipta ís- lands við grannþjóðir sínar, þessar þjóðir sem liggja meira og minna við dyrastaf okkar, er horfinn allur Honeyboy og Michael Frank Honeyboy og Michael Frank mættu á klak- ann í gærdag og vel lá á þeim félögum en þeir munu troða upp í Grindavík í kvöld. Húsið opnar klukkan átta. Aðaltónleikar þeirra félaga verða svo haldnir á Nasa á morgun. Fróðleikur og afþreying um helgina Lesið verður upp úr jólabókunum í Borgarbókasafni á morgun þegar Bókaveisla Síung hefst í Aðalbóka- safni við Tryggvagötu. Höfundar, þýðendur og fleira listafólk lesa úr nýjum bókum fyrir börn á öllum aldri og töfrandi leynigestur lítur við. Veislan stendur á milli klukk- an eitt til fimm og eru foreldrar hvattir til að mæta með börnin sín. Hvað er að gerast í Palestínu? Omar Sabri Kitmitto, sem er að láta af störfum sem yfirmaður aðalsendinefndar Palestínu og Frelsissamtaka Palestínu í Noregi og á Islandi, kemur hingað til lands á sunnudag. I kveðjuheimsókn sinni mun hann m.a. hitta forsætisráð- herra íslands og utanríkisráðherra. Félagið Ísland-Palestína stendur af þessu tilefni fyrir opnum fúndi sunnudagskvöldið 13. nóvember á Kaffi Reykjavík klukkan átta. Þar mun Kitmitto vera með erindi um ástandið í Palestínu í dag, spjalla um friðarhorfur ásamt því að svara fyrirspurnum. Aðgangur er ókeypis og fundurinn er öllum opinn. ■

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.