blaðið - 11.11.2005, Blaðsíða 32
32 I AFÞREYING
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Tölvudrifið
borðskraut
VaralitaMP3
Bratz-dúkkurnar eru það
stærsta sem komið hefur á
dúkkumarkaðinn síðan Barbie
og Ken slógu í gegn á bleika
bílnum. Nú hafa markaðssér-
fræðingar Bratz ákveðið að taka
þátt í iPod væðingu
■ heimsins með því
að framleiða Bratz
Liptunes MP3 spilara
sem er eins og
varalitur í laginu.
Japanir hafa merkilega áráttu
til að búa til sem tilgangs-
lausa aukahluti fyrir tölvur
sem hafa það hlutverk eitt
að lífga upp á tilveruna.
Hraunlampi
Það nýjasta í þessum fræð-
um er nördaútgáfa af hinum
sívinsælu hraunlömpum
(lava lamp) en þeir fást nú
í nokkrum litaútgáfum og
tengjast USB tengi tölvunnar.
Nuddmús
Hver kannast ekki við að vera
kominn með vöðvabólgu í
lófann eftir of marga músar-
smelli? Japanska fyrirtækið
Laos hefur svarað bænum
þínum með því að finna upp
USB nuddmúsina. Músin er
með hrjúfu yfirborði sem eykur
blóðflæði í lófann og slakar á
vöðvum, að því er framleiðand-
inn segir. Augljóst má vera að
hún geti þó hjálp-
að fólki að
slaka á en
spyrja má
hvort
höndin
njóti
góðs af
tækinu.
Microsoít með
há markmið
Tölvurisinn Microsoft setur sér há markmið fyrir útgáfu á nýju XBox
leikjavélinni, XBox 360. Fyrirtækið býst við að selja þrjár milljónir
XBox véla á fyrstu þremur mánuðunum eftir útgáfu vélarinnar og ætlar
þannig að sölsa „næstu kynslóðar leikjavélamarkaðinn" undir sig. Búist
er við XBox 360 í verslanir vestan hafs 22. nóvember en samkeppnis-
aðilarnir, Nintendo, með Revolution tölvuna, og Sony, með PlayStation
3 tölvuna, mæta til leiks á næsta ári. Þótt óvíst sé hvort Microsoft takist
þetta markmið sitt verður að teljast jákvætt
■mjt , að stórar verslunarkeðjur f Bandaríkjunum
eru hættar að taka við pöntunum á vél-
inni þar sem ásókn hefur verið mikil.
Harður diskur fyrir PSP
Nú er komið að gleðifréttum fyrir
núverandi og verðandi eigendur
PlayStationPortable leikjavélarinnar
en fyrirtækið Datel er búið að gefa út
4 GB harðan disk fyrir vélina. Hann
eykur töluvert það geymslupláss
sem kemur upphaflega með vélinni
en það er í formi minniskorts, með
yfirleitt 32 MB minni. Samkvæmt
Datel, sem sérhæfir sig í framleiðslu
á aukahlutum fyrir hvers kyns leikja-
tölvur, mun harði diskurinn gefa eig-
endum PSP tækifæri til að vista allt
að fjórar kvikmyndir í fullri lengd
og meira en x.000 lög auk þúsunda
stafrænna mynda. Diskurinn verður
seldur í pakka með hleðslurafhlöðu,
USB kapli og hugbúnaði.
Lausn á siðustu þraut
Ættleiðið
á Netinu
Þegar maður hélt að hugmynd-
ir að vefsíðum væru uppurnar
komst lögreglan í Frakklandi
á snoðir um vefsíðu sem
selur börn. Rannsóknarlög-
reglan hefur hafið rannsókn
á málinu sem litið er alvarleg-
um augum - að sjálfsögðu.
Heimsmeistaramótið í Óþelló hófst í Reykjavík í
gær en úrslit verða ljós á morgun. Þetta er
þó ekki heimsmeistarakeppni í einleik eins
og margir gætu haldið heldur í spilinu
Óþelló. Óþelló kemur upprunalega frá
Englandi u.þ.b. árið 1880 en þá hét
spilið Reversi og var með nokkuð
öðrum reglum en nú þekkist. Spil-
ið á sér þó e.t.v. eldri rætur í Asíu.
Reversi naut mikilla vinsælda í
Englandi um 20 ára skeið en féll
síðan í gleymsku. Óþelló eins og
við þekkjum það í dag er verk Jap-
ana að nafni Goro Hasegava. Hann
endurbætti spilið, breytti reglunum
og breytti nafninu í Óþelló eftir hinu
þekkta verki William Shakespear.
Þannig öðlaðist spilið nýtt líf á 8. og 9.
áratugnum, sérsambönd spruttu upp víða
um lönd og heimsmeistaramót hefur verið
haldið árlega síðan 1975. Það 29. er haldið í
Reykjavík þessa dagana en það 30. verður hald
ið í Japan í heimabæ Goro Hasegava.
Leiðbeiningar
Su Doku þrautin snýst um að
raða tölunum frá 1 -9 lárétt
og lóðrétt í reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema
einu sinni fyrir í hverri línu,
hvort sem er lárétt eöa lóörétt.
Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan
hvers níu reita fylkis. Unnt er
að leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
5 1
8 3 1 9 2
6 4 8
5 4 1
7 9 8 4
5 8 9
5 7 6
8 6 4 3 5
4 2
3 9 7 5 2 8 1 4 6
5 4 6 7 1 9 2 8 3
2 1 8 3 4 6 9 7 5
9 6 5 2 3 7 8 1 4
7 8 4 9 6 1 3 5 2
1 2 3 4 8 5 6 9 7
8 5 1 6 7 2 4 3 9
4 7 2 8 9 3 5 6 1
6 3 9 1 5 4 7 2 8
109 SU DOKU talnaþrautir