blaðið

Ulloq

blaðið - 11.11.2005, Qupperneq 37

blaðið - 11.11.2005, Qupperneq 37
blaðið FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 DAGSKRÁ I 37 Hanna er umsjónarmaður Vítt og breitt á Rás 1. Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það alveg ágætt. Ég erekki að senda útídag en ég erað undirbúa daginná morgun. Hvenær byrjað- irðu fyrst að vinna í fjölmiðlum? ~y Ég byrjaði í dagskrár- vinnuárið 1984 hjá Ríkisútvarpinu og hef verið þar síðan. Langaði þig að verða útvarpskona þegar þú varst lítill? Nei, mér datt það aldrei í hug. Ég vildi verða búðar- kona og hjúkka eins og margir en svo þróaðist það þannig að ég fór að vinna í sumarafleysingum á tónlistardeildinni að skrá plötur. Smám saman fékk ég að prófa og byrjaði að leysa af í þættinum Lög unga fólksins. Þannig byrjaði ég aðeins að vinna út- varpsefni en svo byrjaði ég sumarið 1984 fyrir alvöru og hef unnið við þetta síðan. Hvernig finnst þér að vinna í útvarpi? Ég kann mjög vel við það. Þetta er afskaplega skemmtilegt starf og maður er alltaf að vinna verkefni sem þurfa að vinnast hratt. Starfið er mjög fjölbreytt og ég kynnist mikið af fólki í starfinu og les mig til um alla mögulega hluti. Er vinnan í útvarpi öðruvísi en þú hefðir búist við? Ég var ekki búin að gera mér neinar sérstakar hug- myndir um það en þegar ég byrjaði að vinna sem afleysingastelpa og kynntist útvarpsfólkinu þá kom mér helst á óvart hvað þau voru afslöppuð yfir útsend- ingunum. Sérstaklega hér áður fyrr en þá var útvarpið svolítið hátíðlegra út á við. Manstu eftir einhverju neyðarlegu sem hefur gerst fyrir þig í útsendingu? Já það neyðarlegasta sem ég man eftir var þegar ég var að byrja í útvarpi sumarið 1984 en þá vorum við lllugi Jökulsson með morgunþátt. Ég hafði aldrei ætlað mér að taka nein viðtöl eða neitt slíkt en eitt sinn þrýsti lllugi mjög á mig og fékk mig í að stjórna umræðum um listahátíð sem þá var. Þann daginn hringdu inn mikið af hlustendum og allt fór í háaloft því margir deildu um listahátíðina. Ég fæ hroll þegar ég hugsa um útsendinguna. Hvað er uppáhalds sjónvarpsefnið þitt? Ég fylgist með fréttum og reyni að fylgjast með umræðum í Kastljósi. Ég hef mjög gaman af vönd- uðum fræðsluþáttum sem koma frá BBC og góðum bíómyndum. Hvaða stöð er uppáhalds útvarpsstöðin þín? Rás 1 er mín aðal útvarpsstöð og ég hlusta töluvert á Rás 2. Svo hlusta ég áTalstöðina þegar ég get. Sjónvarpið, Sagan af Ernest Green, kl. 20:40 Bandarísk fjölskyldumynd frá 1993 um baráttu blökkupilts sem geng- ur í skóla með hvítum unglingum í Little Rock í Arkansas. Stöð 2, Idol - Stjörnuleit 3, kl. 20:40 Nú taka leikar að æsast í Idol- Stjörnuleitinni. Áheyrnarprófum er lokið og 111 einstaklingar hafa verið valdirúr 1.600. Hvernig lístþérá vetrardagskrána í sjónvarpi? Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir Ég fylgist ekki mikið með því. Ég hefallt ofmikið að gera til að horfa á sjónvarp. Anna Gréta Hrafnsdóttir Ágætlega. Það eru sérstaklega þættir á Skjá einum og Stöð 2 sem mérfinnastágætir. Arnar Pálsson Ég hefekkikynntmér hana. Valdís Gunnarsdóttir Ég horfi aldrei á sjónvarp. Jón Ingi Baldursson Davíð Guðnason Ég er ekki farinn að kynna mér Ég horfi ekki mikið á hana. sjónvarp en finnst hún allt í lagi. Skjár 1, Complete Savages, kl. 21:20 Savages-fjölskyldan er ekki hin dæmigerða, heilbrigða fjölskylda, enda eru líkurnar á því einn á móti milljón þegar mottó heimilisföður- ins er: „Þetta reddast allt“. Noel Gallagher segir bresk- ar hljómsveitir „indie skít" Noel Gallagher sparar samlöndum sínum ekki orðin í viðtali sem tek- ið var við hann á ástralskri útvarps- stöð. Hann segir böndin Kais- er Chiefs, Franz Ferdinand and Bloc Party „indie skít“ og að ekkert þeirra stefni sérlega hátt en vilji bara vera litlar eða miðl- ungs hljóm- sveitir. Hann segist þó kunna vel við Franz Ferd- inand og Kaiser Chiefs en segir Bloc Party vera hræðilega grúppu. „Eng- in þessara hljómsveita er að reyna að „meika það“ og verða bestu hljómsveitir í heimi. Þetta er bara indie skitur." Hann talaði líka um tónleikaferðalagi sem Oasis hefur verið á með áströlsku hljómsveit- inni Jet og sagði hann þá vera mjög góða. „Bassaleikarinn fór heim með skottið á milli lappanna af því að hann var að reyna að drekka hljóm- sveitina mína undir borðið.“ Oasis er að hefja fjögurra daga ferð í Jap- an en spilar svo á sex tónleikum í Ástralíu. Lemúr skírður í höíuðið á John Cleese John Cleese hefur orðið þess heið- urs aðnjótandi að ákveðin tegund lemúrs, eða refapa, sem nýlega var uppgötvaður hefur verið skírður í höfuðið á honum. Hinn litli loðni Avahi Cleesei lifir á laufum og finnst í Madagaskar, samkvæmt dagblað- inu The Mirror. Nafnið er til komið vegna vinnu Cleese og áhuga á frið- un dýra, þar sem hann hefur meðal annars gert heimildamynd um loðna lemúra. Urs Thalmann frá háskólanum í Zurich, sem uppgötv- aði tegundina, segir að langir fætur lemúrsins séu eina einkennið sem dýrið og Monty Python-leikarinn, fræg, eigi sameiginlegt. Hún sagði: almennilega en þeir eru svo sannar- sem gerði þar kjánaleg göngulög „Loðnir lemúrar geta ekki gengið lega góðir í að stökkva kjánalega.“ Útgáfutónleikar Hjálma 1 kvöld verða útgáfutónleikar Hjálma, sem haldnir eru í fiélags- heimilinu á Flúðum, í beinni út- sendingu á Rás 2. Sænsk-íslenska reggí-hljómsveitin Hjálmar ætlar að fagna útgáfu annarrar breið- skífu sinnar Hjálmar sem kom út 21. október síðastliðinn. Platan var einmitt hljóðrituð í félagsheimilinu á Flúðum þannig að segja má að tónleikarnir séu haldnir á heimavelli. Það eru Flúða Blaðið/Steinar sveppir sem leggja Rás 2 lið við þessa útsendingu. Fyrsta plata Hjálma, Hljóðlega Af Stað, kom út í fyrra og hefur selst í næstum 6.000 eintökum. Rúnar Júlíusson útgefandi og eig- andi Geimsteins-útgáfunnar mun afhenda Hjálmum gullplötur fyrir plötuna á tónleikunum og auðvitað i beinni á Rás 2. Miðasala er í versl- unum Skífunnar og BT um allt land og á midi.is. Rebecca er kaupóSur lygalaupur sem heillar lesendur meS meinfyndnum uppótækjum og dagdraumum sem ná ekki nokkurri átt... eSa hvaS? I / ■ Salka ArmúI.T 20 • sími 552 1122 • \v\v\v.sálkaforJa'fi.is Hefurðu keypt þér eitthvað sætt nýlega?

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.