blaðið - 12.11.2005, Page 6

blaðið - 12.11.2005, Page 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 blaöi6 Lækjargata 8 FRÆGASTA HRYLLINGSSAGAN - spennubækur unglinganna - Ögmundur um Flugmálastjórn: Hræðist hlutafélagavæðingu Á heimasíðu sinni veltir Ögmundur Jónasson alþingsmaður fyrir sér þeirri ákvörðun Sturlu Böðvarsson- ar samgönguráðherra að kanna þann möguleika að hlutafélaga- væða flugmálastjórn. Ögmundur gefur ekki mikið fyrir þá yfirlýs- ingu samgönguráðherra að aðeins eigi að hlutafélagavæða og segir það iðulega fyrsta skref einkavæð- ingar. Ögmundur segir að búið sé að fela umbreytinganefnd þetta verkefni en að engin umræða hafi farið fram um þetta í þinginu. „Þá kemur Nýsir að þessu verkefni en það er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í að ráðleggja um einkavæðingu innan almannaþjónustunnar,“ segir Ögmundur. Hann segist ekki vita til þess að þetta mál hafi verið rætt í ríkisstjórn eða innan meirihlutans og telur eðlilegt að ákvarðanir um slík efni séu teknar á alþingi. Ögmundur segist horfa á þessar fyrirhuguðu brey tingar frá mörgum hornum. „Þeir sem starfa hjá flug- málstjórn eiga rétt á greiðslum úr almannasjóðum og spurning hvern- ig það fari ef flugmálastjórn verður einkavædd“ segir Ögmundur og bæt- ir við að þetta sé einnig hagsmuna- mál þeirra sem þjónustunnar njóti. Ögmundur segir þjónustu flugmála- stjórnar vera hluti af grunnþjónustu samfélagsins og því finnist honum hún eigi að vera á hendi hins opin- bera. „Ég hélt að menn væru búnir að fá sig fullsadda á einkavæðingu," segir Ögmundur og bætir við að sér finnist ráðamenn þjóðarinnar vera komnir fram úr sjálfum sér með þessari ákvörðun. Ögmundur segir starfsmenn flugmálastjórnar vera aðila að BSRB og að innan þeirra her- búða séu miklar efasemdir um það sem þarna sé að gerast og að ekki hafi verið rætt við félagið um hvern- ig að breytingunum verði staðið. Ögmundur segir að þar sem starf- semi sé hlutafélagavædd minnki inn- sæi almennings í hana því starfsem- in sé færð á bak við lokuð tjöld. íslenska geitin: Fær alþjóðlega skráningu Slow Food samtakanna Slow Food hefur nú skráð íslensku geitina á Bragðörkina, the Ark of Taste. íslenska geitin er fyrsta ís- lenska afurðin sem þar er skráð. Bragðörkin er alþjóðlegt verkefni sem Slow Food samtökin starfrækja til þess að varðveita matvælategund- ir ákveðinna menningarsvæða. íslenska geitin barst með land- námsmönnum frá Noregi en talið er að nú séu um 400 dýr í landinu. Islenska geitin fær alþjóðlega ‘ umnrlronninnii Myndin Skuggabörn: Lögbannskröfu hafnað Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði síðdegis í gær kröfu um lögbann á sýningu heimildarmyndarinnar Skuggabörn, en hún var forsýnd í gærkvöldi. Móðir drengs sem kemur við sögu í myndinni, en var myrtur eftir að tökum lauk, lagði fram kröfuna þar sem hún taldi brot úr myndinni brjóta gegn friðhelgi einkalífs síns. í myndinni er Reyni Traustasyni fylgt eftir þar sem hann rannsakar undirheima Reykjavíkur en það eru Þórhallur Gunnarsson og Lýður Árnason sem gera myndina. Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður Þórhalls og Lýðs, segir að búið sé að klippa myndskeið með syni kon- unnar út og kemur hann ekki fram í myndinni. Annað sem fram komi í myndinni sé ekki talið skaða hana á nokkurn hátt. „Krafan er skiljanleg og þetta er mikið tilfinningamál" segir Hilmar og bætir við að umbjóð- endur hans hafi verið tilbúnir til að klippa út atriðið þar sem sonur kon- Reynir Traustason rannsakaði undirheima Reykjavíkur fyrir myndina. Blaöil/lngó unnarkomfram. „Þaðvarekki hægt að sætta málið alveg en við reynd- um að mæta óskum móðurinnar eins og mögulegt var,“segir Hilmar. Hann segir að þarna stangist á tján- ingarfrelsi annarsvegar og friðhelgi einkalífsins hinsvegar. Hilmar segir að svipuð mál hafi komið til kasta hérlendra og erlendra dómstóla og tekur sem dæmi myndina í skóm drekans en þar var fallist á lögbann. Hilmar telur að þótt myndin hafi ver- ið sýnd óklippt hafi það ekki brotið á rétti neins en segir að í ljósi þess að drengurinn sé látinn hafi þótt sann- gjarnt að verða við þessari kröfu. Blaílö/FMI Adrenalín.is hlaut nýsköpunarverðlaun SAF Nýsköpunarverðlaun SAF, Samtaka ferðaþjónustunnar, voru afhent á Grand hótel I gær. Adrenalín.is hlaut verðlaunin fyrir nýja adrenalíngarðinn á Nesjavöllum sem tekinn var í notkun í júlí síðastliðinn. Þar er m.a. háloftabraut, svifbraut, risaróia og klifurveggur. Þá hlutu Fjord Fishing, sjóstangaveiði á Vestfjörðum, og Veg Guesthouse á Suðureyri sérstakar viðurkenningar. f stefnumótun SAF kemur m.a. fram að stefnt skuli að þvf að nýsköpun og fagmennska innan greinarinnar tryggi arðsemi allt árið. Nátthrafnar athugið Opið til kl. 07:00 á laugardags og sunnudagsmorgnum CtuiznosSue MHMM...GLÓÐAÐUR Barmmerki gegn launamun Ungliðahreyfing Femfnistafélags fslands hefur hafið herferð til að vekja athygli á kynbundnum launamun. f því skyni hefur hreyfingin hafið dreifingu á barmmerki sem lítur út eins og einnar krónu mynt þar sem rúmiega einn þriðji hluti hennar hefur verið klipptur af. Þetta á að tákna þann 35% mun sem er á milli heildaratvinnutekna kvenna annars vegar og karla hins vegar. Ógnvekjandi, skelfileg, sorgleg - og kemur á óvart þrátt fyrir allar bíómyndirnar. Hann er eins og skrímsli í útliti en undir skelfilega Ijótu yfirborðinu býr gáfuð og viðkvæm sál. Loks snýst skrímslið gegn skapara sínum en af hverju? Frankenstein kemur blóðinu á hreyfingu. Æsispennandi bók fyrir unglingana. BÓKAÚTCÁFAN HÓLAR ÞEGAR l ERÍ' LÍTJLL r>A YÍRQ.UJR rn að, H.U.GSÁ STÓRTl n wrist wear - * bySEKONDA é - SEKSY kvenmannsúr með svartri eða bleikri skífu. Armbandsólin er úr svörtu/ Ijósu leðri settri Swarovski kristöflum sem einfalt er að minnka eða stækka að vid. Útsölustaðir: Jens Kringlunni - Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 • Helgi Sigurðsson úrsmiður Skólavörðustíg 3 ■ Georg Hannah úrsmiður Keflavík • Guðmundur B. Hannah úrsmiður Akranesi • Úra- og skartgripaverslun Karls R. Guómundssonar Selfossi

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.