blaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 24
24 I HEILSA LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 blaAÍ6 Ristilkrabbamein: Hinn hljóðláti morðingi Hver er þín áhætta? Fjölmargir áhættuþættir ristil- krabbameins eru þekktir, þú gætir átt hættu á að fá sjúkdóm- inn ef -einhver náinn ættingi hefur fengið ristilkrabbamein, það er ættgengt. -ef þú hefur fengið tengda sjúkdóma, t.d. ristilbólgu eða ristilsepa. -ef mataræði þitt er ríkt af fitu. -ef mataræði þitt er ríkt af rauðu kjöti. -ef þú reykir. -ef þú drekkur mikið áfengi. Til að minnka áhættuna á að fá sjúkdóminn má til dæmis hreyfa sig reglulega og borða trefjaríkan mat og gæta hófs hvað varðar mat og drykk. Árlega deyja um fimmtíu íslend- ingar úr ristilkrabbameini þrátt fyrir að lækka megi þessa tölu umtalsvert með skipulagðri leit líkt og gert er með brjóstakrabba- mein og leghálskrabbamein. Stjórnvöld hafa farið sér hægt hingað til en nú virðist kominn skriður á málið. Ásgeir Theodórs er sérfræð- ingur í meltingarsjúkdómum og yfirlæknir á Meltingarsjúkdómadeild St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði. Hann hefur ásamt mörgum öðrum unnið að undirbúningi skipulagðrar leitar að ristilkrabbameini hér á landi. Á síð- asta þingi var umræðum um leitina frestað en nýlega var málið afgreitt úr fyrri umræðu á Alþingi og hefur verið komið til nefndar í atkvæða- greiðslu þar sem 40 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni. Ás- geir segir að ekki sé eftir neinu að bíða, hefja þurfi leitina við fyrsta tækifæri. „Þetta er önnur algeng- asta dánarorsök vegna krabbameina á Islandi á eftir lungnakrabbameini þegar tekið er mið af báðum kynj- um,“ segir Ásgeir. „Við greinum um 115 tilfelli á ári og það eru um 50 Is- Iendingar sem falla í valinn sökum þessa sjúkdóms á hverju ári. Þetta eru miklar „búsifjar“ fyrir okkar fámennu þjóð þegar um er að ræða illkynja sjúkdóm sem við teljum að sé hægt að fyrirbyggja." Einkennalaus sjúkdómur Ristilkrabbamein er lúmskur sjúk- dómur. „Þegar hann gerir vart við sig er krabbameinið orðið svo út- breitt að í um 50% tilvika er of seint að grípa inn í með skurðaðgerð til að lækna sjúklinginn." Því hefur helmingur sjúklinga enga mögu- leika á lækningu. „Þess vegna segjum við, leitum að þessu krabba- meini og forstigum þess meðan það er læknanlegt. Besta og reyndar eina leiðin til þess að fyrirbyggja þetta krabbamein er að leita hjá einkennalausum einstaklingum. Það er hægt að greina góðkynja forstig með auðveldri aðferð. Ef við greinum þetta góðkynja for- stig getum við fjarlægt það með speglunartæki og við erum eigin- lega búin að fyrirbyggja að þessi einstaklingur fái ristilkrabbamein. Vandamálið við þetta er að á þessu góðkynja forstigi er sjúkdómurinn einkennalaus sem þýðir að það verður að leita að þessum meinum hjá einkennalausum einstaklingum ef raunverulegur árangur á að nást.“ Heimingslíkurnar „Það eru því helmingslíkur á að við getum gert eitthvað fyrir einstakling sem er greindur nú til dags. Það er þess vegna sem fimmtíu íslendingar deyja úr þessu krabbameini á hverju ári. Dánartíðnin er svona há þrátt fyrir gríðarlegar framfarir í lækn- isfræði, í skurðtækni, greiningu og meðferðum. Fólk lifir lengur með þennan sjúkdóm en það deyja samt alltof margir úr þessum sjúkdómi á ári hverju. Við erum sem sagt að greina þessa einstaklinga of seint. Þetta er lúmskur sjúkdómur af því að einkennin koma of seint. Á enskri tungu er ristilkrabbamein meira að segja kallað „The Silent Killer", hinn hljóðláti morðingi.“ Aukning á næstunni íslendingar eru ung þjóð og því má búast við að þegar hún eldist aukist nýgengi ristilkrabbameins. Því er meðal annars spáð að fyrir árið 2020 verði feikileg aukning í nýgengi. „Undanfarið hefur fjöldi greindra einstaklinga verið að aukast í öllum hinum vestræna heimi, fyrir utan eitt land, Bandaríkin', segir Ásgeir. Hvers vegna? „Vegna þess að þar hefur verið áróður í áraraðir, fólk hefur verið hvatt til að koma í skoðun. Ég held að þetta sé eina landið þar sem við sjáum að fjöldi greindra tilfella á ári fer heldur lækkandi. Og þetta er þrátt fyrir að Bandaríkjamenn séu taldir til offitu- þjóðar heimsins, þannig að þarna er stöðugur áróður og hvatning til forvarna að skila árangri. Menn hafa enga aðra skýringu á þessu.“ Lífsgæðin „Það má ekki gleyma því að þetta er líka spurning um lífsgæði“, seg- ir Ásgeir. „Yfirleitt greinast flestir eftir fimmtugt, á tíma sem margir telja hin raunverulega góðu ár. Þetta er fólkið með reynsluna sem lifir mjög virku lífi. Það er komið að starfslokum og ætlar að njóta lífsins með stóra fjölskyldu. Ef þessir ein- staklingar fá svo ristilkrabbamein þá skerðir það mjög lífsgæði þeirra. Það þarf að fara í skurðaðgerð, lyfja og/eða geislameðferð sem getur reynst erfið og timafrek. Lífsgæðin eru oft verulega skert um lengri eða skemmri tíma.“ Baráttan Ásgeir hefur barist fyrir því að yfir- völd opni augun fyrir alvarleika ris- tilkrabbameins. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikinn árangur sem fæst með ristilkrabbameinsleit er- lendis og eru íslendingar að heltast úr lestinni miðað við nágrannalönd- in. „Þetta er bara svona, við þekkj- um gang sjúkdómsins, við þekkjum áhættuþættina, við kunnum að grípa inn í til þess að greina góðkynja for- stig hans. Fyrir mér er þetta gríðar- lega einfalt, það þarf að hefja skipu- lagða leit. Það hefur verið sýnt fram á það með góðum vísindalegum rannsóknum að leit hjá einkenna- lausu fólki borgar sig fyrir ríkið, þ.e.a.s. að úttekt á kostnaðarvirkni kemur mjög vel út miðað við að ekki sé leitað skipulega og einnig að ef slík leit er borin saman við margar forvarnaraðgerðir sem okkur finnst Hjónarúm 180x200 cm Verð frá kr. 74.100, án fylgihluta Úrvalið er hjá RB Hjá okkur er fjölbreytnin í fyrirrúmi. Þú velur það sem þér hentar: Springdýnur, tvöfaldar fjaðradýnur, sérhannaðar sjúkradýnur með varmaklæðningu eða Super deluxe og Grand deluxe springdýnur með tvöföldum mjúkum yfirmottum. Sælurúm Nolte rúm Verð frá kr. 58.000,- án dýna 160x200 cm r Verð frá 160.000,- Stærðir: 80-90-1.20,-1.30 cm. RAGNÁR BjÖRNSSON 4 Sérhæfing í framleiðslu og hönnun springdýna. Dalshrauni 8 Sængurfatnaður og fylgihlutir Rúmteppi, púðar, pífur, sængurverasett, lök, dýnuhlífar, náttborð, kommóður og margt fleira. 220 Hafnarfirói Sími: 555 03 97 Fax: 565 17 40 www.rbrum.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.