blaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 48

blaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 48
48 I AFÞREYING LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 Maðiö ■ Skemmtigarður á íslandi Nýrnahettur í yfirvinnu Adrenalín myndast í nýrna- hettunum sem veldur auknu blóðflæöi til vöðva, aukinni hjartavirkni, hækkuðum blóðþrýstingi og aukinni los- un glúkósa í blóðið. Þaö má með sanni segja að Adrena- língarðurinn við Nesjavelli standi vel undir nafni. Garðurinn hóf starfsemi í júlí síðasta sum- ar og hefur hróður hans verið að berast út síðan þá. Boðið er upp á dagskrá fyrir hópa, allt frá fimm manns upp í u.þ.b. eitt hundrað. Aðaláherslan hefur verið lögð á fyrirtækjahópa þótt eitthvað sé um að vina- hópar taki sig saman og eyði einum degi í faðmi náttúrunnar með taugarnar þandar. Hópar geta valið um þrjár mismunandi dagskrár þótt ein þeirra sé aðallega ætluð fyrirtækjum í hópefli. Annars vegar er hægt að velja um að klífa klifurvegg og sigr- ast á ótta sínum með því að klífa frístand- andi trjádrumb og hoppa svo fram af. Síð- ast en ekki síst fá allir að róla sér í stærstu rólu landsins sem hefur hið frumlega nafn risarólan. Sé fólk ekki búið að fá nóg eftir þetta er hægt að velja Háloftabrautina að auki en þar er aldurstakmarkið 14 ár og hæð þátttakenda má ekki vera undir 150 cm. I háloftabrautinni fá þátttakendur að þræða hinar ýmsu þrautir í rúmlega 10 metra hæð en það er á við þriggja hæða blokk. ” Nánari upplýsingar um garðinn má finna r. á www.adrenalin.is. BlaÖiÖ/Steinar Hugi - -.. • s um ramma '1 Saga Sigríðar Þorvaldsdóttur leikkonu l yijíííutti ramma 0&0 Sat/a Sit/ruhv '(iltl'llr'l (u (i 'tkkoHH r‘f%. ^ j&z : Skemmtileg bók um bjartsýna og jákvæða konu sem hefur sannarlega þurft á þeim eiginleikum að halda í lífinu. 2. sæti á metsölulista* - og þó nýkomin í verslanir. *Mál og menning, Eymundsson, Penninn - Ævisögur - Sala 2.-8. 11 2005 Tivoli á íslandi Adrenalíngarðurinn er í tæplega klukkutíma fjarlægð frá höfuð- borgarsvæðinu sem er gífurlega þægilegt. Úr fjarlægð mætti halda að einhver rugludallur hafi ákveðið að reyna að komast í heimsmetabók Guinness með þvi að gera heimsins stærstu trönur þar sem Adrenalín- garðurinn er en þegar nær dregur sér maður að mun meira er í staðinn spunnið. Strax í upphafi er manni gert ljóst að hér skal hópurinn vinna saman og öryggið er fyrir öllu. Fyr- ir þá sem hafa ekkert mjög gaman af miklum hæðum er þetta mjög traustvekjandi. Stokkið í algleymið Til að byrja með er klifurveggurinn tæklaður, hann er með þremur mis- erfiðum brautum þannig að flestir eiga góða möguleika á að komast upp. Það verður að viðurkennast að erfiðari klifurveggir eru til en þetta er þó ágætis upphitun og prýðilegt fyrir lofthrædda. Þrátt fyrir að ein- ungis fáir í hópnum geti klifið í einu er passað upp á að enginn sitji auð- um höndum á meðan. Þeir sem ekki eru í loftinu eru uppteknir við að tryggja að ekkert komi fyrir hina á meðan með því að halda í líflínuna. Næsta stopp er staurinn, lóðrétt- ur trjádrumbur. Markmiðið þar er að klifra upp hann allan, standa svo uppi á toppnum, snúa sér í hálf- hring og fara með stöku rétt áður en maður stekkur fram af og vonar það besta. Þetta hljómar nógu einfalt en það er merkilegt hversu erfiðar hversdagslegar aðgerðir eins og að tala verða þegar maður stendur níu metra uppi í loftinu og undirstað- an neitar að vera kyrr. Hópurinn okkar náði allur að klára verkefnið en samkvæmt Óskari leiðbeinanda heyrir það til undantekninga. Þetta sannaðist þegar næsti hópur kom og fyrsti maður fraus áður en hann kom á toppinn, það þótti okkur kvik- indislega skemmtilegt. Þriðji hluti var Risarólan, allur hópurinn sameinast um að toga einn upp þar sem það er undir rólu- manninum sjálfum að toga í spotta og fara þar með í stærstu rólu sem ég hef séð. Tilfinningin á leiðinni niður er óþægilega skemmtileg þar sem adrenalínið spýtist út í blóðið. Háloftabrautin Eftir róluna er ekki nokkur leið að hætta leiknum svo ákveðið var að skoða háloftabrautina. Þá tók við ræða um öryggisatriði og hvernig þau ættu að vera í lagi þegar upp í tíu metrana var komið. Eftir á að hyggja var þetta sennilega það mikilvægasta sem við heyrðum all- an daginn því án þessa hefði getað farið illa. Það er nefnilega þannig að í Háloftabrautinni er maður á eigin vegum þótt maður hafi reyndar allt- af einn til tvo félaga með sér í liði. Maður sér sjálfur um að festa sig í ör- yggisfestingar en gerir það þó aldrei án samþykkis félagans. Háloftabrautin opnar nýjan heim fyrir þeim sem prófa hana. Það er ótrúleg tilfinning að standa hátt fyrir ofan mölina og taka ákvörðun um að leggja af stað yfir kaðalbrú án þess að hafa nokkuð sér til stuðn- ings. Fyrst um sinn er maður skít- hræddur en undir lokin vill maður helst ekki fara heim, rétt eins og i afmælum þegar maður var lítill. Adrenalíngarðurinn er ekki ódýr skemmtun, kostar annað hvort 4.900 eða 6.900 krónur á mann eftir því hvað maður velur. Það er þess vegna sem flestir ættu að vona að yfir- maður þeirra ákveði að fara með fyr- irtækið þangað á starfsmannadegi. Fyrir aðra er þó tvímælalaust hægt að mæla með því að sleppa einni bíó- ferð, borða heima í viku og sleppa áfengisdrykkju og nota peningana svo frekar í adrenalínferð. Útiveran gerir manni ekkert annað en gott auk þess sem maður kemur endur- nærður heim eftir krefjandi dag. agnar. burgess@vbl. is Ti Remington 870 Express Magnum pumpa kr. 36,900.- Byssuskápar 6-10 byssur, læst innrahólf,tvöföld læsing kr. 27,900,- Byssuskápar 8-13 byssurjæst innrahólf,tvöföld læsing, Verð kr. 36,900,- Ný sending af Benelli hálfsjálvirkum og pumpum,einnig glæsilegar í \A U 1 w Bettinsoli tvíhleypur. Vesturröst Serverilun veiðl mannílnj Laugavoai 178-10$ Royfcjavik Utnur 551 «770 & 553 3380 Fm 581 3751
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.