blaðið - 12.11.2005, Síða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 biaöiö
Frakkland
Lögreglulið
í viðbragðs-
stöðu
Sjóræningjaplága við Sómalíu
Ekkert lát á sjóránum við Sómalíu. Talið er að um 100 manns séu í
gíslingu vel vopnaðra sjórœningja
Lögreglumenn í Frakklandi
eru nú í viðbragðsstöðu vegna
ótta við að óeirðir blossi
upp á ný yfir helgina. Ólga
meðal fátækra innflytjenda í
úthverfum Parísar hefur farið
dvínandi frá því um síðustu
helgi en yfirvöld í Frakklandi
óttast að hún muni vaxa á ný.
Gripið hefur verið til margra
öryggisráðstafana til að draga
úr hættunni og t.a.m. hafa
lögregluyfirvöld í París sett
blátt bann við að fólk kaupi sér
bensín á brúsum. Það er ekki
af ástæðulausu að gripið er
til þessara aðgerða þar sem á
undanförnum dögum hafa ótal
skilaboð, þar sem hvatt er til
ofbeldisverka, verið að ganga
um á heimasíðum sem og milli
farsíma. Þá hafa fjölmargir
einstaklingar verið handteknir
með bensínsprengjur í fórum
sfnum undanfarna daga.
Sjórán úti fyrir ströndum Sómalfu
héldu áfram í vikunni en um síðustu
helgi komst skemmtiferðaskipið Sea-
bourn Spirit naumlega undan árás
sjóræningja. Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna (SÞ) hefur nú hvatt ríki í
þessum heimshluta til að grípa til að-
gerða til að koma f veg fyrir frekari
rán. Um 32 árásir hafa verið skráðar
síðan í mars og m.a. hefur verið gerð
tilraun til að ræna flutningaskipum
á vegum SÞ sem voru að flytja mat-
væli og hjálpargögn.
100 manns í gíslingu
Fimm skip urðu fýrir árás í vik-
unni en fjögur þeirra komust
naumlega undan eftir æsilegan elt-
ingarleik. Skipið sem féll sjóræningj-
unum í skaut er það níunda á aðeins
nokkrum mánuðum og talið er að
FRJÁLSl ij
1*1 f?!*] [»n
íslenskt
Skemmtiferöaskipið Seabourn Spirit í
Port Victoria eftir að hafa komist naum-
lega undan sjóræningjum.
þeir haldi nú yfir 100 manns í gísl-
ingu. Hin fönguðu skip eru skráð í
Tælandi, Taívan, Möltu og Úkraníu.
Að sögn yfirvalda í Kenía, nágranna-
ríkis Sómalíu, ríkir nánast skálmöld
innan landhelgi Sómalíu og fleiri og
fleiri stríðsherrar þar í landi horfa
AUSTFtALIA
TORTURING
Mótmæli gegn
ullariðnaði
til sjórána sem leið til að fjármagna
stríðsrekstur sinn.
Dularfullt móðurskip
Augu heimsins beindust að þessu
hafsvæði í sfðustu viku þegar sjó-
ræningjar gerðu tilraun til að kló-
festa skemmtiferðaskipið Seabourn
Spirit en um borð í þvf voru um 150
vestrænir ferðamenn. Skipstjórinn
komst þá naumlega undan með því
að breyta um stefnu. Sjóræningjarn-
ir nota hraðbáta og eru vopnaðir vél-
byssum og flugskeytum og gera út
frá móðurskipi sem aðeins örsjaldan
hefur sést. Sfðast sást til þess þegar
árásin á Seabourn Spirit átti sér stað.
Yfirvöld í Kenía leita nú logandi ljósi
að þessu móðurskipi og telja að ef
þeir nái að koma höndum yfir það
muni draga verulega úr sjóránum.
þvottaefni fyrir
allan þvott
Dýraverndunarsinnar í Ástralíu mót-
mæltu í gær áströlskum ullariðnaði.
Konan á myndinni hefur málað ástralska
þjóðfánann á líkama sinn og er útötuð í
gerviblóði til að undirstrika kröfu sina
um betri meðferð á dýrum.
Hin árlega götuhátíð í Köln i Þýskalandi
var haldin i gær. Konan á myndinni lét
ekki sitt eftir liggja og skreyttist fagur-
grænum lit enda býður hefðin upp á að
fólk klæði sig upp í litríkum fötum og
skreyti á sér andlitið.
eiginleika íslenska vatnsins.
• Þvær við lægra hitastig og inniheldur lífhvata
sem vinna fljótt og vel á hvers kyns óhreinindum.
• Ber Hvíta svaninn, Norræna umhverfismerkið.
p3iöllfrigq
Dreifing:
BéBé Vöruhús ehf
Sími512-3000
hreinlega sterkari
Heimsferðum er það sönn ánægja að bjóða eitt glæsilegasta skíðasvæði
Austurríkis, Flachau, í hjarta Ski-amadé svæðisins í Salsburg-hérðaði. Þaðan
Iiggja leiðir inn á eitt stærsta skíðasvæði Austurríkis, sem er snjóöruggt með
góðum brekkum af öllu tagi og net af afbragðslyftum tryggir skíðamönnum
það besta sem völ er á. Með einum skíðapassa er hægt að ferðast á milli 5
svæða með 25 þorpum, 865 km. af brekkum og 276 lyftum af öllu tagi.
Brettafólk er velkomið á öllu svæðinu og þar er 1,5 km löng flóðlýst brekka,
. brettaskemmtigarður og þjónusta við brettafólk. Heimsferðir bjóða einnig
| skíðaferðir til eins vinsælasta skíðabæjar
í í austurrísku ölpunum, Zell am See. f
" boði eru gistiheimili og góð þriggja og
5 fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt
“ við skíðalyfturnar, veitingastaði, versl-
anir og kvöldlífið. f Zell er afbragðs
aðstaða fyrir alla skíðamenn. 56 lyftur
eru á svæðinu og hægt er að velja um
allar tegundir af brekkum, allt eftir getu
hvers og eins og snjóbretti og göngu-
skíði eru þar ekki undanskilin.
Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavik, sími 595 1000 • Akureyri, sími 461 1099
Hafnarfjörður, sími 510 9500 • www.heimsferdir.is
Mundu
MasterCard
feröadvísunina/Qt:4:
Frá 39.990 kr.
Flugsæti með sköttum. Netverð.
Frá 66.390 kr.
Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í
herbergi á gististað „án nafns", í Zell
am 2æe/Schiittdorf, 4., 11. eða 18. feb.,
vikuferð með morgunmat.
Heimsferðir
Sjónvarpsstöð
á esperanto
f gær bættist við nýr afkimi á
Internetinu þegar opnuð var
sjónvarpsstöð sem sendir út
þætti og annað efni á tungu-
málinu esperanto. Það eru
áhugamenn um þetta ágæta
tungumál sem standa að baki
stöðinni, en starfsmenn hennar
eru í upphafi aðeins þrír. Esper-
anto er tungumál sem pólski
eðlisfræðingurinn Dr. Ludwig
L. Zamenhof bjó til og birti árið
1887. Hann hafði þá hugsjón
að leysa tungumálavanda
heimsins með því að hanna
tungumál sem væri einfaldara
og auveldara að læra en önnur
tungumál. Sú tilraun gekk
þó vart eftir þvf ákaflega fáir
leggja það á sig f dag að læra
tungumál Ludwigs, reyndar
svo fáir að fleiri tala tungu-
málið klingonsku (tungumál
sem kynþáttur í geimsápunni
Star Trek talar) en esperanto.
Fyrir þá sem vilja kynna sér
málið er slóðin á hina nýju sjón-
varpsstöð http://internacia. tv/.
íran
Frelsinu fegin
Bresk hjón sem hafa verið í
gæsluvarðhaldi í fran síðan í
lok október var sleppt í gær.
Hjónin voru handtekin fyrir að
rjúfa ólöglega landhelgi Irans
þegar þau voru á siglingu ná-
lægt eynni Abu Musa en eyjan
hefur verið bitbein frans og
Sameinuðu arabísku furstadæ-
manna um árabil. Bresk yfir-
völd höfðu komist að samkomu-
lagi við frani um að þeirn yrði
sleppt sl. mánudag og virtist
það samkomulag ætla standa
þangað til hjónin voru skyndi-
lega handtekin á ný í Teheran
þar sem þau voru að stíga um
borð í flugvél á leið heim. Að
sögn breskra yfirvalda líður
hjónunum vel effir atvikum
en ljóst þykir að þau hafi þurft
að þola andlegar pyntingar.