blaðið - 12.11.2005, Síða 25
blaðið LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005
HEILSA í 25
agnar. burgess@vbl. is
Kostnaðar-
virknigreining
„Almennt er kostnaðarvirkni-
greining aðferð til að meta
afleiðingar og kostnað við að-
gerðir sem eiga að bæta heilsu.
Aðferðin byggir á því að leitast
er við að hámarka heilsu með
gefnum heilbrigðisútgjöldum.
Talað er um kostnar/virkni hlut-
fall, þ.e. hvað kostar hvert lífár
með aðgerð A eða með aðgerð
B eða með engri aðgerð. Venju-
lega hefur aðgerð, t.d. aðgerðir
til að minnka ristilkrabbamein,
í för með sér aukinn kostnað og
bætta heilsu, þ.e. viðbótarlífár."
Ágúst Einarsson, prófessor
við viðskipta- og hagfræð-
deild Háskóla islands.
www.toyota.is
BlaÖiÖ/Gúndi
ÁsgeirTheodórs yfirlæknir:„Skipulögð
leit að ristilkrabbameini er hafin í
Finnlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu,
Póllandi og Tékklandi, auk þess sem Dan-
ir og Bretar eru að hugsa um að hefja leit
á næsta ári. Mikil umræða fer einnig fram
í öðrum Evrópulöndum og í Bandaríkjun-
um. Það er ekki eftir neinu að bíða fyrir
fslendinga."
nú sjálfsagðar. Hér á landi hefur
Hagfræðistofnun Háskóla íslands
gert slíka athugun og staðfestir hún
þessar niðurstöður.“
Áhættan
Með aðstoð fjölmargra og viða-
mikilla rannsókna hefur vísinda-
mönnum tekist að finna marga af
áhættuþáttum ristilkrabbameins.
„Það þarf að vekja þetta upp hjá
ungu fólki strax að með því að taka
til í lífsstílnum er það kannski að
skapa sér betra líf og betri heilsu
til lengri tíma. Þetta á ekklbara við
um reykingar eða hjartasjúkdóma
heldur líka um sjúkdóma eins og
ristilkrabbamein sem er annað eða
þriðja algengasta krabbamein með-
al íslendinga. Fólk þarf að vita um
sína áhættuþætti og nýta sér þá til
að fyrirbyggja sjúkdóma.“
Nú er færið
Eins og að framan sagði er þings-
ályktunartillaga um að heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra í samráði
við landlækni hefji undirbúning að
skimun fyrir krabbameini í ristli
og endaþarmi þannig að skipuleg
leit hefjist í. júlí á næsta ári. Drífa
Hjartardóttir og Margrét Frímanns-
dóttir voru flutningsmenn málsins
en Ögmundur Jónasson, Guðjón
A. Kristjánsson, Halldór Blöndal,
Rannveig Guðmundsdóttir og Siv
Friðleifsdóttir voru meðflutnings-
menn. Það er því fólk úr öllum flokk-
um sem flytur málið svo nú verður
vonandi hægt með skipulögðum
hætti að forðast ótímabær dauðsföll
af völdum ristilkrabbameins.
Skítugt starf
Skimun eítir góðkynja forstigi
færi fram með leit að blóði í
hægðum einu sinni á ári. Sú
leit yrði ff amkvæmd handvirkt
á leitarstöð. Finnist blóð yrði
framkvæmd ristilspeglun til
að finna orsökina. Líklegt er
að aðrar skimunaraðferðir eigi
eftir að reynast áhrifaríkari
í framtíðinni þótt enn liggi
niðurstöður rannsókna ekki
fyrir hvað þetta varðar. Nægar
upplýsingar liggja fyrir um
fyrrgreindar aðferðir og ekki
talin ástæða til að bíða lengur.
Betri notaðir Corolla í toppformi.
Corolla Sedan á kostakjörum.
Betri notaðir Corolla Sedan eru bestu kaupin í nóvember og eru langt mikið dekraðir og undir stöðugu eftirliti. Ef þú vilt úthaldsmikinn bíl á
frá því að vera útkeyrðir. Sem fyrrverandi bílaleigubílar hafa þeir verið hagstæðu verði fyrir veturinn þá er Corolla Sedan bíllinn fyrir þig.
Verðfrá 1.250.000 kr.
Mánaðarieg greiðsla frá 18.486 kr.*
^ErGlitnir
* m.v. 10% útborgun og 75 mánaða bílasamning hjá Clitni. Gildir aðeins út nóvember.
Opið laugardaga frá 12-16
TODAY TOMORROW TOYOTA
Toyota
Nýbýlavegi 4
KÓPAVOGUR
Sfmi: 570-5070
Toyota Akureyri
Baldursnesi 1
AKUREYRI
Sími: 460-4300
Toyotasalurinn
Njaröarbraut 19
REYK|ANESBÆR
Sími: 421-4888
Toyotasalurinn
Fossnesi 14
SELFOSS
Sími: 480-8000