blaðið

Ulloq

blaðið - 12.11.2005, Qupperneq 46

blaðið - 12.11.2005, Qupperneq 46
46 I ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 blaöiö Lokaútkall Landsliðsþjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, Sven-Göran Eriks- son, segir að úrslitakeppni heims- meistaramótsins í knattspyrnu hefj- ist þegar í dag á vináttuleik gegn Argentínu. Eriksson hefur verið mjög umdeildur í Englandi und- anfarin misseri og fjölmargir hafa viljað sjá hann hverfa úr þjálfara- stólnum, þvi fyrr því betra. Enska knattspyrnusambandið hefur þó 99........................ Við ætlum að mæta Ijóngrimmir til leiksins" ekki verið sammála þessu og hafa haldið í Svíann. Leikurinn gegn Arg- entínu verður því töluverður próf- steinn þar sem slakur árangur gæti orðið til þess að þolinmæði fólks í Englandi minnki enn frekar. Enginn vill tapa „Við ætlum að mæta ljóngrimmir til leiksins", segir Eriksson. „Fyrir okkur verður þetta eins og undan- úrslitaleikur þannig að við munum tjalda öllu sem við höfum. Argent- ínumenn eru með gott lið og sterka leikmenn. Þess vegna verður þetta góð prófraun fyrir okkur. Við ætlum allavega að fara með fullum huga í leikinn og ég er viss um að Argent- ínumenn munu gera það líka. Þetta er leikur sem enginn vill tapa.“ ■ Sven-Göran Eriksson Knattspyrna: Dregiðídag 1 dag verður dregið í töflu- röð fyrir landsdeildir 2006 í knattspyrnu, þ.e. Landsbanka- deild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla. Þegar dregið er í töfluröð ákvarðast hvaða félög mætast i einstökum umferðum við- komandi móts. Drátturinn fer fram í eftirmiðdaginn en um morguninn fer fram formanna- fundur allra aðildarfélaga KSl. Virkt lyfjaeftirlit á íslandi í vikunni fóru starfsmenn á veg- um íþrótta og ólympíusambands íslands á íþróttakappleiki og tóku sýni frá leikmönnum af handahófi til að kanna hvort leikmenn væru á ólöglegum lyfjum. Fyrst var farið á leik Bjarnarins og SR í íshokkíi en svo á leik Hauka og KA í SS bikarn- um. Niðurstöður frá þessum sýnum liggja ekki enn fyrir en sú staðreynd að eftirlitsmenn skuli mæta óvænt á leiki sýnir að íþróttaforystan á ís- landi ætlar ekki að sætta sig við lyfja- notkun leikmanna á vegum hennar. Meira flármagn Stefán Konráðsson, framkvæmda- stjóri ÍSl, segir í nýlegum pistli á heimasíðu sambandsins að lyfjaeftir- lit með íþróttamönnum hafi vaxið að umfangi á undanförnum árum og á síðustu fimm árum hafi orðið gríðarleg þróun í skipulagi og fram- kvæmd lyfjaeftirlits á alþjóðavett- vangi. I haust hafi verið samþykkt drög að nýjum lyfjaeftirlitssáttmála á vegum Menningarmálastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, UNESCO, sem vonast er til að taki gildi fyrir Ólympíuleikana í Tórínó á næsta ári. ÍSI hefur hvatt til þess við mennta- málaráðuneytið að hinn nýi sátt- máli UNESCO verði undirritaður af hálfu íslenska ríkisins og væntir þess að hann geti orðið sameiginleg- ur vettvangur ríkisstjórna heims í baráttunni gegn lyfjamisnotkun. Framlag ríkisins til framkvæmdar lyfjaeftirlits hefur aukist verulega á síðustu árum og var í fyrra 7 millj- ónir króna. ÍSÍ barðist fyrir því að framlag ríkisins til lyfjaeftirlits yrði sérstakur liður á fjárlögum og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2006 varð ríkisstjórnin við þeirri ósk. Þetta þykir fagnaðarefni fyrir ÍSÍ. Samkvæmt Stefáni mun ÍSÍ halda áfram að leita eftir auknum stuðn- ingi menntamálaráðuneytisins við lyfjaeftirlitsstarfið og mun á næst- unni leggja megináherslu á að efla fræðslu og upplýsingar um þessi mál. Afar mikilvægt er að þeirri hlið mála sé sinnt myndarlega. Árangur án lylja Það er fagnaðarefni að ÍSl skuli berj- ast fyrir því að íþróttafólk Islands skuli vinna heiðarlega að sigrum sín- um. Vissulega virkar áróður ekki í öllum tilfellum en þá kemur öflugt lyfjaeftirlit að miklum notum. Það er vonandi að ekki komi til þess að íslenskt íþróttafólk sjái sig neytt til að neyta ólöglegra efna til að auka árangur sinn í íþróttum en meðan einhverjir freistast til slíks þarf eftir- litið að vera gott. agmr.burgess@vbl.is www. MADE IN ICELAND .is Frábær verð hagkvæmustu jólainnkaupin Erum að taka upp nýjar vörur í verslun Eldhúsáhöld,Fatnaður Gjafavara,Klukkur Leikföng,Ljós Skartgripir,Snyrtigræjur úr, útvörp ofl.ofl ARGOS listinn FRÍR * MEÐAN BIRGÐIR ENDAST Verslun B. Magnússon Austurhrauni 3/ KAYS s:555-2866 www.bmagnusson.is bm@bmagnusson.is Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-14 Sjórán nútímans I dag verður blásið til leiks í Volvo hafkapphlaupinu. I því keppa 160 seglbátar um að komast sem hraðast um höf heimsins en kapphlaupinu lýkur ekki fyrr en á þjóðhátíðardegi Islendinga næsta sumar. Þá munu bátarnir hafa lagt að baki um 53 þús- mw NR.1 í AMERÍKU und kílómetra á leið sinni frá Vigo á Spáni til Gautaborgar í Svíþjóð. Á leiðinni verður þó komið við í Höfða- borg, Melbourne, Rio de Janiero og New York svo eitthvað sé nefnt. ■ Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 SILYMARIN LIFRARHREINSUN GÓÐ HEILSA-GULLI BETRI blaðid=

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.