blaðið - 15.11.2005, Page 11

blaðið - 15.11.2005, Page 11
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 ERLENDAR FRÉTTIR I 11 Grænfriðungar vekja athygli á hlýnun jarðar: Kolum sturtað í Downingstræti Umhverfisverndarsamtökin Green- peace létu í gær sturta mörgum tonnum af kolum við Downing- stræti ro í London og lokaði þar með þremur aðkomuleiðum að aðsetri forsætisráðherra Bretlands. Grænfriðungar telja að Tony Blair, forsætisráðherra landsins, hafi ekki gert nóg í baráttunni gegn hlýnun jarðar og ekki staðið við skuldbind- ingar um að uppfylla ákvæði Kyoto- bókunarinnar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vörubíll sturtaði kolunum á götuna en ann- ar vörubíll sem einnig var hlaðinn kolum var stöðvaður af lögreglu áð- ur en bílstjóranum tókst að losa sig við farminn. ■ Kolabingur framan við Downingstræti 10 í gær. Taka ekki sæti á þingi Félagar í flokki George Weah, for- setaframbjóðanda og knattspyrnu- hetju, hafa hótað því að þeir muni ekki taka sæti á þingi Líberíu sem þeir unnu í síðasta mánuði til að mótmæla úrslitum seinni umferðar forsetakosninganna sem fram fóru þann 8. nóvember. Þeir telja að kom- ið hafi verið í veg fyrir kosningasig- ur Weah með svindli. Ellen Johnson- Sirleaf vann afgerandi sigur á Weah í kosningunum. Alþjóðlegir eftirlits- menn segja kosningarnar almennt hafa farið vel fram og leiðtogar í Afríku lýst yfir ánægju sinni með að þær skuli hafa verið frjálsar og rétt- látar. Búist er við að endanleg úrslit þeirra verði tilkynnt í lok vikunnar. Þrír farast í Kabúl Þýskur friðargæsluliði og tveir óbreyttir borgarar létu lífið í tveimur bílsprengjum uppreisnarmanna talibana í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. í báðum tilfellum var um sjálfsmorðsárásir að ræða. Alls hafa 18 Þjóðverjar farist við friðargæslustörf í landinu. Peter Struck, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði að árásin væri staðfesting á því að ástand- ið væri enn ótryggt, jafnvel í höfuðborginni og því væri enn full ástæða til að hafa áfram alþjóðlegar hersveitir í landinu. Samskipti Mexíkó og Venesúela stirð Stjórnvöld í Mexíkó hótuðu að kalla heim sendiherra sinn í Venesúela á sunnudaginn eftir að Hugo Cha- vez, forseti Venesúela, réðst með skömmum og svívirðingum á Vi- cente Fox, starfsbróður sinn í Mexí- kó. Spenna hefur aukist mjög á milli ríkjanna að undanförnu. Fyrir fáein- um dögum sakaði Chavez, Fox um að vera kjölturakki bandarískrar heimsvaldastefnu fyrir stuðning hans við stefnu bandarískra stjórn- valda á fundi Ameríkuríkja í Arg- entínu. í sjónvarpsávarpi á sunnu- dag jós Chavez fleiri svívirðingum yfir Fox. Framganga forsetans kom yfirvöldum í Mexíkó í opna skjöldu enda höfðu utanríkisráðherrar land- anna tveggja fallist á að reyna að gera út um þann ágreining sem upp kom á fundinum. fkjölfar sjónvarps- ávarpsins hótaði ríkisstjórn Mexíkó að kalla heim sendiherra sinn í Ve- nesúela og draga verulega úr sam- skiptum þjóðanna nema formleg afsökun kæmi frá stjórnvöldum í Venesúela. ■ Hugo Chavez, forseti Venesúela, réðst harkalega á Vicente Fox, forseta Mexíkó, í sjónvarpsávarpi um helgina.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.