blaðið - 15.11.2005, Side 13
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005
NEYTENDUR I 13
Kaupendur ættu að kynna
sér reglur um skil á vörum
Kristín Einarsdóttir hjá Neytenda-
samtökunum segir að fólk sé mikið
að kvarta yfir verði á matvöru og
segir hana hafa hækkað nokkuð á
síðustu mánuðum. Þá segir Kristín
mikið um að fólk, sem hefur verið
að skoða vörur erlendis, segi verð
á prenturum og tölvuleikjum mun
hærra hér heldur en t.d. í Danmörku.
Pantaðar brúðkaupsgjafir geta verið ófá-
anlegarílangantíma
„Við búum við frjálsa álagningu og
því er það samkeppnin sem ræður,“
segir Kristín og segist hafa grun um
að samráð um verðlag sé viðhaft á
mörgum stöðum en að erfitt sé að
hafa eftirlit með því.
Sesselja Árnadóttir hjá Neytenda-
samtökunum segir hert eftirlit með
skilum á bókum eftir að matvöru-
verslanir fóru að selja þær. „Þá krefj-
ast matvöruverslanir þess að fólk
kaupi bækur í stað bóka ef þeim er
skilað, þ.a. fólk getur ekki verslað
matvöru fyrir bækurnar," segir Sess-
elja. Hún segir að eftir jólin undan-
farin ár hafi fólk þurft að skila vöru
fyrr þar sem útsölur byrja nú fyrr
en áður. „Fólk ætti að passa sig á
að fá jólagjafamiða á vörurnar sem
það ætlar að kaupa til að tryggja að
það fái sama verð fyrir hana verði
henni skilað,“ segir Sesselja. Hún
segir mjög lítið um að verslanir
endurgreiði vörur sé þeim skilað en
segir þó undantekningar á því og
tekur sem dæmi verslunina Duka í
Kringlunni og Adams í Smáralind
en þar er viðskiptavinum greitt út í
hönd ef þeir skila vörum. „Erlendis
er þó nokkuð um það að fólk geti
fengið greitt í peningum skili það
vöru,“ segir Sesselja. Hún segir nokk-
urs misskilnings gæta með þetta hér
og margir standi í þeirri meiningu
að þeir fái endurgreitt við vöruskil.
„Þá getur verið bagalegt að geta ekki
verslað á útsölu fyrir þá vöru sem
er skilað því útsölur eða tilboð af
einhverju tagi eru svo stóran hluta
ársins," segir Sesselja og bætir við
að þetta sé dæmi um þrönga við-
skiptahætti. Sesselja nefnir IKEA
sem dæmi um verslun þar sem
útsala byrjar fyrsta virka dag eftir
jól og veit dæmi þess að fólk hefur
ekki getað skilað vörum sem voru
keyptar fyrir jól nema fá útsöluverð
fyrir hana.
Mikilvægt er að fólk
kynni sér skilmála
í verslunumefþað
skildi þurfa að skila
vöru eftirjólin
Matvörur í lágvöruversl-
unum hafa hækkað
Sesselja segir fólk kvarta yfir að
matvara í lágvöruverslunum hafi
hækkað á undanförnum mánuð-
um. „Fyrir jólin eru allar vörur á
háu verði,“ segir Sesselja og nefnir
sem dæmi allan fatnað og gjafavör-
ur. Hún brýnir fyrir fólki að kynna
sér vel reglur um skilafrest á vörum
og hvort fólk fái endurgreitt í pening-
um eða þurfi að versla í staðinn.
„Ég veit dæmi þess að eiginmenn
eru að kaupa dýrar gjafir handa
konum sínum, t.d. kjóla eða skart-
gripi sem síðan þarf að skila og þá er
kannski ekkert í búðinni sem eigin-
konan kærir sig um,“ segir Sesselja.
Hún segir það geta verið erfitt að
nota inneignarnótur fyrir svo háar
upphæðir í búðum sem fólk er ekki
að versla í daglega.
Sesselja minnist á brúðkaupslista
þar sem fólk óskar eftir vörum úr
ákveðinni verslun. „Það kemur fyrir
að brúðhjónum er sagt að varan sem
það óskar eftir sé væntanleg en síð-
an er hún ókomin þegar brúðkaups-
gestir ætla að fara að kaupa gjöfina,"
segir Sesselja.
Hún segir þetta geta orðið til þess
að fólk sitji uppi með inneignarnótu
en enga vöru í langan tíma. Sesselja
segir að í þessum tilfellum sé mikil-
vægt að til séu skilmálar um að fólk
fái endurgreitt sé varan ekki komin
innan ákveðins tíma. „Það er brýnt
að fólk kynni sér rétt sinn í hvert
sinn sem það kaupir vöru, sérstak-
lega ef það er gjafavara sem þarf
hugsanlega að skila," segir Sesselja.
Hún segir að það séu ekki einungis
viðskiptavinir sem komi og fái ráð
heldur einnig kaupmenn. Sesselja
segir Neytendasamtökin vera báð-
um megin við borðið og leitast við
að ráðleggja fólki hvort sem það er
að kaupa eða selja vörur.
hugrun.sigurjonsdottir@vbl. is
Dýrar vörur s.s. kjólar og skartgripir eru
dæmi um gjafir sem erfitt getur verið
að skipta í eitthvað annað fái fólk ekki
endurgreitt.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sfmi 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | Brimborg Reykjanesbæ: Njarðarbraut 3, sími 422 7500 | www.volvo.is
VOLVO
for life
Öll erum uið einstök, hvert
og eitt okkar. Enginn á sinn
líkan. Fyrir okkur ert þú
miðja alheimsins. Þegarþú
ert annars vegar er takmark
okkar hara eitt: að uppjylla
óskir þinar og þarfir á þann
hátt að þú lítir á Brimborg
sem öruggan stað til að vera
á. Við erum með þér alla leiðl
{ •
brimborg
Öruggur stadur til að vora á