blaðið - 23.11.2005, Page 23

blaðið - 23.11.2005, Page 23
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 VIÐTAL I 23 ljósi fjölmiðla fjölgar innbrotstilraun- unum. Það sjáum við á mælingum hjá okkur. Þetta þýðir að við erum sífellt á tánum, enda eru örar breyt- ingar í þessu umhverfi. 1 þessu sam- hengi er vert að nefna að við erum eina íslenska fyrirtækið sem er bæði vottað af alþjóða gæðastaðlinum ISO 9001 og VeriSign, sem er fremsta ör- yggislausnafyrirtæki veraldar. En þetta snýst líka um peninga, hversu miklu menn vilja kosta til þess að auka öryggið. Aðalatriðið er að menn ákveði sig í þeim efnum og hafi skýra stefnu varðandi öryggismál.” Erfitt að halda einbeitingunni Þú nefndir að vöxturinn hefði fyrst ogfremst verið í einkageiranum og þið bjóðið altæka þjónustu. Hvernig gengur að haldafókus? „Það er miklu flóknara en var áður. 1 gamla daga vorum við einvörðungu í stórtölvuumhverfinu, en nú erum við líka i Unix, Linux, Microsoft og fleiri kerfum. Við höfum fjölgað þjónustunum verulega, bætt við ýmsum stöðluðum hugbúnaðar- lausnum og erum líka í sérsmíði. Síðan er heilmikil breidd í rekstr- arþjónustunni, allt frá því að við sjáum um allt fyrir viðskiptavin- inn niður í að við séum að vakta einn netþjón. Þetta þýðir að flækj- ustigið hefur aukist gífurlega, ekki síst vegna þess að við viljum veita víðtæka þjónustu og vera sem næst viðskiptavininum. Hluta af þessum vanda reynum við að leysa með samstarfi við birgja bæði á hugbúnaðar- og vél- búnaðarsviðinu. A litlum markaði eins og hér þurfum við að bjóða mjög fjölbreytta þjónustu og getum ekki einbeitt okkur að einum at- vinnugeira, eins og tíðkast gjarnan hjá sambærilegum fyrirtækjum erlendis." Stærsti kúnninn kærður Hiðopinberaerykkarhelstiviðskipta- vinur, en síðan eru helstu fréttirnar af fyrirtcekinu þær að þið eruð að kœra opinberar stofnanir fyrir Sam- keppniseftirlitinu, standið í stappi vegna útboðsmála og svo framvegis. Er ekki erfitt að standa í skœrum við stœrsta viðskiptavininn? „Já, þetta hljómar kannski svo- lítið einkennilega, en okkur finnst þróunin á síðustu árum hafa verið mjög í þá átt að ríkisvæða. Menn einkavæddu Skýrr á sínum tíma, en síðan finnst okkur að ríkisvæð- ingin hafi vaxið á ný. Hún felst í því að tölvudeildir opinberra stofnana eru að vaxa mjög mikið. Hugbúnað- arverkefni fyrir ríkið eru yfirleitt boðin út, en rekstur á tölvukerfum þeirra nánast aldrei. Þar fyrir utan höfum við mátt sjá á bak tekjum, sem við höfðum áður, eins og miðlun upplýsinga úr Ökutækjaskrá og Fasteignaskrá varðandi rafræn veðbókarvottorð. Þessi viðskipti eru nánast horfin frá okkur, þó Skýrr hafi tekið þátt í að byggja upp markaðinn fyrir þessar upplýsingar. Það efast enginn um að ríkið eigi þessar upplýsingar, en við teljum að það eigi ekki að dreifa þeim í samkeppni við fyrirtæki á markaði." En ná svona kœrumál að vinda ofan þróun sem þessarri, þegar hið opin- bera á í hlut? „Okkur þótti erfitt að kæra opin- bera stofnun, vegna þess hvað hið op- inbera er stór kúnni, en raunar voru það stjórnmálamenn, sem bentu okkur á að þetta væri sjálfsagt eina færa leiðin. Við sjáum ekki eftir því, enda var úrskurðurinn gagnvart Ökutækjaskrá okkur afar hagstæður og tekið undir allar okkar athuga- semdir. Og ekki nóg með það, því í úrskurðinum var einnig ábending til stjórnvalda, sem felst í því að op- inberir aðilar ættu að draga sig út úr þeim rekstri, þar sem verið er að keppa við einkaaðila á þessum mark- aði. Það var nú kannski það, sem mér fannst merkilegast í þessum úr- skurði og að hið opinbera þurfi líka að lúta samkeppnislögum. Við vonumst auðvitað til þess að þessi úrskurður verði til þess að stjórnvöld láti af þessari stefnu sinnu og hugsi fremur um að útvista verkefnum sem þessum. Það er líka merkilegt, að þegar stjórnvöld hafa spurt hvað þau geti gert til þess að skapa betri skilyrði fyrir upplýsingatæknifyrirtæki, hefur svarið verið afskaplega einfalt: Verslið þið við þessi fyrirtæki! Þá myndu fyrirtækin styrkjast og efl- ast, þau gætu veitt hagkvæmari þjón- ustu og eiga þá kannski líka meira er- indi út í hinn stóra heim. Þetta hafa gjarnan verið lítil fyrirtæki, sem hafa vaxið afar hægt, þó það hafi orðið samþjöppun." Getum boðið 20% sparnað En væri hinu opinbera ekki líka akkur í því að útvista þessi verkefni, bæði með tilliti til kostnaðar oggæða? „Auðvitað. Einkafyritækin hafa áttað sig á því að það er alltof dýrt að hver sé að reka sína tölvudeild í sinu horni. Það er ekkert öðru vísi hjá rik- inu. Við erum með 200 mann fyrir- tæki og veitir raunar ekki af, en fyrir vikið getum við boðið alla almenna tölvuþjónustu mun ódýrar en hver gæti ræktað í eigin garði. Nú eru auð- vitað dæmi um stofnanir og fyrirtæki, sem sinna sérhæfðum verkefnum, sem kalla á sérhæfð kerfi og þekkingu, sem aftur kallar á menn hafi þau verkefni hjá sér, en rekstur á gagnagunnum, staðarneti, bókhaldi og svo framvegis, menn hafa ekkert við það að gera hjá sér frekar en annars staðar.“ Ódýrar segirþú, hversu ódýrar? Ég fullyrði það að við getum boðið opinberum aðilum að reka tölvu- kerfi 20% ódýrar en þeir geta. Nýlega gerðum við blindandi til fjögurra ráðuneyta, fjármála-, heilbrigðis-, dómsmála- og samgönguráðuneyt- inu tilboð um að reka tölvudeildir fyrir fjórar stofnanir á þeirra vegum fyrir 20% minna en þeir. Við bíðum svo spennt eftir að fá viðbrögð! Við höfum raunar fengið svar frá Sam- gönguráðuneytinu, þar sem þeir þökkuðu okkur fyrir þessa einstöku hugulsemi um opinberan sparnað, en að það standi ekki til að breyta starfssemi Umferðarstofu að þessu leyti, en ef svo færi yrði það boðið út. Þetta kom okkur nokkuð á óvart, því opinber stefna ríkisstjórnarinnar er sú að ef sýnt er fram á hagkvæmni þess að tiltekinn rekstur sé hjá einka- aðilum fremur en opinberum aðilum ber að líta til þess.“ En það er ekki gert? „Nei, það er eitthvert tregðulögmál til staðar þarna. Það kann að vera metnaður forráðamanna einstakra stofnana að fjölga starfsmönnum og hafa umfangsmeiri rekstur, en í einkageiranum er nú lexían sú að menn ná auknum árangri vegna þess að þeir fela sérhæfðum fyrir- tækjum tiltekna rekstarrþætti, hvort sem það er á sviði upplýsingatækni eða ræstinga." andres.mmagnusson@vbl.is www.flugger.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.