blaðið - 23.11.2005, Síða 24

blaðið - 23.11.2005, Síða 24
24 I HEILSA MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 blaöiö Hægt að vera íbúi í Heilsu- húsinu Heilsuhúsið starfrækir vild- arklúbb sem nefnist Ibúar Heilsuhúsins og hefur gert slíkt um ío ára skeið. Þeir sem kjósa að gerast íbúar fá mánaðarlegt fréttabréf með margs konar fróðleik og gefst um leið kostur á sérstökum tilboðum. Kapp- kostað er að hafa afslátt íbú- anna ríflegan og bjóða aðeins upp á úrvalsvörur. Heilsuhúsið segir að tilgangurinn með hinu mánaðarlega fréttabréfi, Heilsupóstinum, sé sá að geta miðlað fróðleik um heilnæman lífstíl til þeirra sem sækjast eftir slíkum upplýsingum. Þetta sé fyrst og fremst„félagsskapur fyrir fólk sem hugar að heils- unni og hefur ánægju af því að matreiða hollan og góðan mat.“ Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu heilsuhússins, www.heilsa.is Matur á meðgöngu Miklar breytingar verða á meltingakerfi líkama kvenna á meðgöngu. Mikilvægt er að matarræði kvenna innihaldi prótein ríkulega, sem og vít- amín og steinefni fyrir bæði móður og barn. Ef verðandi móðir hefur hugað vel að hollu og góðu matarræði og heil- brigðri hreyfingu fyrir getnað verða breytingar á Ííkama hennar ekki eins miklar og ann- ars. Ef líkamanum hefur ekki tekist að koma sér upp góðum næringarefnaforða eru konur á meðgöngu í aukinni hættu á næringartengdum sjúkdómum. Konur skyldu þó hafa í huga að þó líkaminn þarfnist aukinnar næringar á meðgöngu er ekki hægt að segja að ófrískar konu ættu að borða fyrir tvo. Það er ekki magnið sem gildir heldur gæðin. Þú ert það sem þú borðar og því mikilvægara en ella að huga að góðu matar- ræði þegar nýtt líf er í mótun. Ungbarna- mjólk innkölluð! Stórfyrirtækið Nestlé hefur innkallað þurrmjólk og bland- aða mjólk fyrir börn vegna þess að leifar af bleki fundust i ff amleiðslunni að því er ffam kemur í ffétt á doktor.is. Þar segir að samkvæmt talsmanni Nestlé hafi um tvær milljónir 11 tra verið afturkallaðar á Itallu, Frakklandi, Portúgal og Spáni. Mjólkin sem um ræðir heitir Nidina í og Nidina 2. Ekki er talið að efnið sé hættulegt en til þess að gæta fyllsta öryggis var ákveðið að innkalla vöruna. Góð heilsa Margvíslegar upplýsingar um heilsutengt efni er að finna vlða á veraldarvefnum enda eru margar slíkar vefsíður með allra vinsælustu á vefnum. Breska ríkisútvarpið heldur úti vönd- uðum vef um ýmis málefni en á heilsuvef þeirra má nálgast margvíslegar upplýsingar um hverskyns heilsubresti, næringar- ff æði, sálræna sjúkdóma og ým- islegt fleira. Heilsuvefinn er að finna á slóðinni: www.bbc.co.uk Einbeittu þér að andartakinu Skipuleggðu slökun í vinnunni Á síðustu árum hefur hraði sam- félagsins aukist og stress og álag einkennir líf nútímamannsins. Sjúkdómar þessu tengdir verða sífellt algengari en margir hafa gripið til aðgerða til að halda hug- arró þrátt fyrir mikinn þrýsting. Góð leið til að halda geðheilsunni undir miklu og viðvarandi álagi er að gera slökunaræfingar i vinnunni. „Til að virkja fólk til að gera slökun- aræfingar á vinnutímanum er mik- ilvægt að einhver hafi yfirumsjón með því og fylgi því eftir,“segir Sig- rún Viktorsdóttir umsjónarmaður starfsmannahalds hjá Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. Sigrún segir starfsfólki á skrifstofu VR hafi aðgang að æfingum sem séu inn á tölvunum. „Það er þvi miður ekki góð reynsla af þessu og svo virðist sem meira hópefli þurfi til að fólk geri æfingar. Þriggja mánaða heilsu- átak í gangi hjá starfsmönnum skrif- stofu VR núna en þar gefst starfs- fólki færi á að stunda líkamsrækt í vinnutímanum. Þetta hefur mælst vel fyrir og bæði karlar og konur notfæra sér þetta,“ segir Sigrún. Hún segir mismunandi hvort fólk fari í líkamsrækt, jóga eða slökun í vinnu- tímanum en markmiðið er að átakið skili sér í auknum vinnuafköstum, færri veikindadögum og skapi meiri vinnugleði. Sigrún segir að hver og einn haldi hreyfidagbók og segir nauðsynlegt að hafa markmið og mælingar í upp- haf og endi svona átaks. Heilög stund í vinnunni Sigfríður Vilhjáms- dóttir jógakennari segir að hægt sé að stunda virka slökun t.d. sund eða göngu- túra á vinnutíma en hvorutveggja er góð leið til andlegrar og líkamlegrar heilsu- bótar. „Slökun gerir það að verkum að líkaminn losar sig við steitu og við það verður hugarfarið jákvæðara. Ef við höldum áfram að vinna þrátt fyrir að finna til þreytu göngum við á varabirgðir líkamans. Hægt er að ná kyrrð og ró með því að leggjast út af í smá stund, anda ró- lega og einbeita sér að þvi að vera í andartakinu. Ég er hrædd um að það sé ekki nógu mikið næði á vinnustöðum til að hægt sé að gera slökunaræfingar og það krefst líka mikillar sam- stöðu,“ segir Sigfríður. Hún segir að á stærri vinnu- stöðum væri möguleiki að útbúa lítið herbergi til slökunar en það þurfi að vera skilningur á verkefninu hjá stjórnendum. Sig- fríður segir að jóga og slökun sé krefjandi lang- tímavinna ef æfing- arnar eigi að skila árangri. Fróðleiksmolar um slökun Á Heilsuhælinu í Hveragerði er boðið upp á hugleiðslustund einu sinni í viku fyrir starfsfólk stofnunarinnar. Engar formlegar rannsóknir hafa farið fram á áhrifum þessara vikulegu tíma en þeir sem taka þátt finna fyrir meiri rósemi og minni steitu. Bee sem er verkefnastjóri hjúkrunarsviðs á heilsuhælinu segist hraðan vera farinn að aukast í þjóðfélaginu og það leiði til aukinnar streitu. Bee sendir nokkra fróðleiksmola um jákvæð áhrif slökunar. Slökun er góð vegna þess að hún: 1. Minnkar streitu 2. Minnkar líkur á mistökum í vinnu 3. Minnkar líkur á veikindum 4. Lækkar blóðþrýsting 5. Eykur vellíðunarhormónin endorfín og dópamín í heila Bee segir bestu leiðina til að slaka á svo það gagnist manni að hlusta á leiðbeiningar um slökun meðan æfingarnar eru gerðar. Aukinn áhugi á bardagaíþróttum: Snýst um virðingu, aga og kurteisi Það er mikil aðsókn í að æfa alls kyns bardagaíþróttir og eru börn þar fremst í flokki. Það virðist ekki skipta máli hver íþróttin er, svo lengi sem það er bardaga- íþrótt. En börnin læra ekki einungis að verjast heldur er oftar en ekki virðing og agi í fyrirrúmi á æfingum. Björn Þorleifur Þor- leifsson hefur æft Tae Kwon Doe í 16 ár og finnst það alltaf jafn skemmtilegt. Hann kennir einnig Tae Kwon Doe í íþróttamiðstöð- inni Björk. Björn segist hafa tekið eftir því að áhuginn á bardagafþróttum er að aukast. „Ég sé sérstaklega aukningu hjá krökkum og stelpum í Tae Kwon Doe. Ég held að foreldrar vilji senda börnin í íþróttir sem kenna aga og virðingu. Tae Kwon Doe snýst að miklu leyti um að kenna börnum virðingu, kurteisi og aga.“ Björn segir að börnin, allt niður í fimm ára, hafi mjög gaman af íþróttinni. „Við leggjum náttúrlega ekki bara áherslu á aga og virðingu, þetta verður að vera skemmtilegt líka. 1 Björk eru margir foreldrar sem æfa með börnunum sínum enda fá for- eldrar helmingsafslátt ef þau æfa með börnunum og það hefur verið vinsælt. Þau eru þá öll saman í tíma og þetta er mjög skemmtilegt.“ Bannað að nota Tae Kwon Doe utan æfingar Aðspurður hvort það sé engin hætta á að börn fari að nýta Tae Kwon Doe í slagsmálum segir Björn að það eigi ekki að gerast. „Við kennum einmitt aga, virðingu og kurteisi til að koma i veg fyrir svoleiðis. Auk þess er harðbannað að nota Tae Kwon Doe fyrir utan æfingar nema að það sé í algerri sjálfsvörn. Ef Tae Kwon Doe er misnotað þá er fólki vísað úr félag- inu.“ Björn segir að fólk stundi Tae Kwon Doe vegna hreyfingarinnar, til að læra sjálfsvörn og vegna félags- skapsins. „Þetta er rosalega góð lík- amsrækt og þol, snerpa og kraftur eflist.“ svanhvit@vbl.is YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03 YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunar- æfingar, slökun og hug- leiðsla. Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur. www.yogaheilsa.is Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. NÝTT! Astanga yoga

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.