blaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 28
28 I FYRIR KOWUR MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 blaöiö Hannar og saumar kjóla úr hreindýraskinni Hannaði kjól Þorgerðar Katrínarfyrir Edduverðlaunahátíðina ,Ég sauma fatnað úr hreindýraskinni og vinn mest eftir pöntunum,“ segir Signý Ormarsdóttir fatahönnuður á Egilsstöðum. Signý hefur unnið með hreindýraskinn í ío ár og á þeim tíma hefur hún þróað vinnu sína. „Upphaflega var ég með fólk í vinnu og æltaði að vera með fram- leiðslu en nú er ég í annarri vinnu og sauma aðeins eftir pöntunum. Hreindýrahúðir eru takmarkaðar og þvi betra að framleiða á einstak- inga en flíkur sem ætlaðar eru til sölu í búðum. Þá þarf sérstakar saumvélar til að sauma leðrið sem ekki eru til víða. Ég er hætt að gera snið en máta þess í stað flíkina á þá sem ég er að sauma á. Það er misjafnt hvort fólk er með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um flíkina eða lætur mig um að ráða en mér finnst mun skemmtilegra að hafa frjálsar hendur. Ég spái í vaxtarlag og per- sónuleika fólks áður en ég ákveð snið og liti flíkurinnar," segir Signý og bætir við að yfirleitt treysti fólk henni fyrir útliti flíkurinnar. Signý segir hreindýrahúðirnar misjafnar en vinnu- ferlið sé alltaf svipað. Signý kaupir húðirnar beintafveiði- mönnum og síðan eru þær sendar í sútun og litun til Ak- ureyrar. Það er engin húð einsogSigný lætur húð- ina ráða ferð- inni þegar hún teiknar flíkurnar. „Það er misjafnt hvað fólk þarf að panta flík með löngum fyrirvara en það eru t.d. alltaf tarnir fyrir jól. Ég næ ekki að klára fleiri flíkur fyrir jól en þegar eru pantaðar en oft er lítið að gera í upphafi árs. Ætli meðalbið- tíminn sé ekki um einn mánuður en hann getur verið skemmri og lengri,“ segir Signý. Hún segir föt úr hrein- dýraskinni vera tímalaus þótt auð- vitað sé eitthvað um tískusveiflur í þessari framleiðslu eins og öðrum. Signý hannaði kjól Þorgerðar Katrínar menntamálaráðherra sem hún skartaði á Edduverðlaunahátíð- inni. „Þegar ég vann kjól Þorgerðar ákvað ég að snúa húðinni öfugt miðað við hvað ég geti venjulega þannig að leðrið sneri inn. Ég set aldrei fóður í kjóla þannig að húð dýrsins nemur við húð þess sem ber flíkina. Með þessu fær flíkin aukin þokka og nær persónulegri blæ,“ segir Signý. Hún segir verð kjólanna vera á bilinu 150-170 þús krónur og fer verðið eftir því hversu efnismiklir kjólarnir eru. Fleiri myndir af kjólum úr hreindýraskinni munu birtast í Blaðinu á næstu dögum hugrun.sigurjonsdottir@vbl. is ,Mér fannst ég vera orðin algjör letingi nýlega. Datt úr rútínunni minni að stunda skokk og göngu- túra og rækta þannig líkama og sál. Hef verið mikið heimavið og lítil framkvæmdamanneskja í nokkurn tíma. Nenni varla framúr á morgn- ana. Þetta á ekki við mig og ég skammast mín fyrir ástandið. Það eina góða við þetta hefur verið að á meðan ég kúri inni í letikasti þá les ég mikið. Og það er af nógu að taka. Fullt af góðum bókum að koma út. En ég hef haft miklar áhyggjur af þessu - ætlar þessari leti aldrei að linna? Hvar er orkan? Hvar er víkingakonan í mér og íslenski eldmóðurinn? Ég var farin að hafa af þessu nokkrar áhyggjur ög þar sem ég trúi á gildi þess að tjá sig - og held upp á máltækið „Segðu það steininum heldur en engum,” þá nefndi ég þetta við vinnufélaga og vini. Og viti menn - þeir höfðu einmitt verið að burðast með sama vandamálið. Leti, meiri leti, slappleiki, orkuleysi. Og eftir að hafa barmað okkur hvert í kapp við annað komumst við að því að þetta er ekki leti. Það er ekki hægt að halda dampi árið um kring þrátt fyrir myrkur, breytilegt veðurfar, álag og ábyrgð sem við flest berum. Múmínálf- arnir leggjast í dvala á veturna. Sól- bakaðir Spánverjar taka sér hádegis- hvíldina síestu. En við, sem erum á nagladekkjum með rúðuþurkurnar á fullu í myrkri, hvort sem er á leið í eða úr vinnu - ætlumst til þess að halda kraftinum allt árið. Þegar ég sá að þetta er til of mikils ætlast, jafnvel af hraustasta íslendingi, þá fór mér strax að líða betur. Orkan fór að aukast. Ég fann fyrir vaxandi framkvæmdagleði. Þetta er allt að koma. Maður þarf bara að leyfa sér að vera þreyttur og ekki til stórræð- anna í nóvember (eða hvenær vetrar sem myrkrið gerir mann helst lúinn). Þegar maður sættist við þetta þá fer landið að rísa. Og á meðan ég var að vinna mig upp úr þessari slöppu stemmn- ingu notaðist ég við eftirfarandi hressingarmeðul: • Sættast við sjálfa mig og skammdegið • Hugsa um einn dag í einu • Toblerone og annað gott súkku- laði með mjólk • Heitt kakó og bók á síðkvöldum • Hlegið með Steinunni Ólínu „I fylgd með fullorðnum” • Hlegið með „Silvíu Nótt” á fimmtudagskvöldum • Klára Toblerónsúkkulaðið og horfa á læknaþáttinn „House” • Aftur sættast við sjálfa mig og rifja upp að Múmínálfarnir leggjast í vetrardvala. Þetta er eðlilegt ástand hjá okkur á norðurhveli jarðar. Og viti menn: Þetta virkar. Ég fór að dansa tangó um helgina, þvoði gard- ínur, eldaði nýjan rétt, hafði sam- band við vini í fjarlægum löndum, breytti einu herbergi... ég veit ekki hvar þetta endar. Kveðja, Sirrý Signý Ormarsdóttir Forvarnarverkefni um kynferðislegt áreiti Skólum landsins stendur til boða aðfáfrœðslu um efnið /0* Hallveig og Helga ásamt brúðunum í brúðuleikritinu .Brúðuleikhúsið fer rólega af stað en allir grunnskólar í landinu hafa fengið upplýsingar um verkefnið og geta haft samband,“ segir Svava Björnsdóttir verkefnastjóri Blátt áfram sem er forvarnarverkefni UMFI gegn kynferðislegu ofbeldi barna. Svava fer, ásamt Sigríði systur sinni, í leik- grunn og framhalds- skóla landsins ásamt brúðuleikhúsi og kynnir verkefnið fyrir börnum og unglingum. Svava lét þýða efni sem er sérsniðið forvarnarefni fyrir kynferðislegt ofbeldi og hefur verið notað í Bandaríkjunum. „Eftir að bókin hennar Thelmu Ásdísar- dóttur, myndin af pabba, kom út hefur verið mikið að gera hjá okkur og aukin aðsókn í að fá fræðslu. Thelma hefur sjálf komið með á kynningar í grunnskólunum og sýnt áhuga á að taka að sér lífsleiknitíma í tengslum við verkefnið. Áður en við sýnum brúðuleikritið í skólunum viljum við halda fund með kennurum og starfólki skól- anna til hægt sé að tala við börnin eftir sýninguna," segir Svava. Hún segir að sýningarnar miði við 50 barna hóp og með því að takmarka fjöldann myndist betra svigrúm fyrir spurningar. Það eru þær Hall- veig Thorlacius og Helga Arnalds sem stjórna brúðunum, en þær eru vanir brúðurstjórnendur. „Bestu viðbrögðin sem við höfum fengið við verkefninu hafa verið af landsbyggðinni. Þessa dagana er Sigríður systir mín í ferð um austur- land þar sem verkefnið verður kynnt fyrir foreldrum og kennurum. Fyrir eldri bekkina erum við með lífsleikni í stað brúðuleikhúss og síðan er tími fyrir spurningar. Við svörum öllum spurningum og skiljum eftir nöfn okkar og síma- númer til að krakkarnir geti haft samband við okkur. Krakkarnir spyrja mikið og þegar ég svara flétta ég inn í persónulega reynslu mina af kynferðislegu ofbeldi og bendi á leiðir til að leita hjálpar,“ segir Svava. Hún segir áberandi hversu illa upplýstir unglingar eru um heil- brigt kynlíf og samskipti og algengt að stúlkur geri lítið úr þeim vanda sem þær hafa lent í. Þannig virðast margar stúlkur ekki gera sér grein fyrir að það sé verið að brjóta á þeim ef þær eru snertar utanyfir fötin. „Það hefur komið fyrir að börn hafa tjáð sig um kynferðislegt áreiti við okkur sem ekki var vitað af áður," segir Svava. Hún segir mikilvægt að kennarar og foreldrar skynji sína ábyrgð því þessi málaflokkur sé hluti af uppfræðslu barna. „Það er mikilvægt að halda umræðunni opinni og við lítum á þetta átak sem upphaf af áframhaldandi umræðu í leik og grunnskólum landsins,“ segir Svava og bendir á heimasíðuna bláttafram.is fyrir þá sem vilja afla sér meiri upplýsinga um verkefnið. hugrun.sigurjonsdottir@vbl.is i HÖFUM OPNAÍ VERSLUN AÐ Y ALLAR VHS MYNl ÓTRÚLEGTTILBC MEÐAN BIRGÐIR ir/ULL AO OÓÐU SAMBAHDlJ^STN. TAMIEA&) CROTISK VBRSLUN ‘ Ð NÝJA OG GLÆSILEGA ■ILÍÐARSMÁRA 13 í KÓPAVOGI L DIR Á KR. 1250.- (hvergi ódýrari) >Ð Á TITRURUM KR. 500.- ENDAST www.tantra.is i rs HLÍÐARSMÁR113 S. 587 6969 Opiö virka daga 12-20 FÁKAFENI 11 S. 588 6969 Laugardaga 12-18

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.