blaðið

Ulloq

blaðið - 30.11.2005, Qupperneq 15

blaðið - 30.11.2005, Qupperneq 15
1 blaðið MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 Heilbrigðisráðherra, jólasveinninn og jólakötturinn Heilbrigðisráð- herra hefur bakkað með að skerða lífeyri frá Tryggingastofnun niður í o ef um ofgreiðslur hefur verið að ræða. o-greiðslu-reglu- gerðin hefur verið afturkölluð. Gott hjá Jóni. Svona er ekki hægt að hegða sér, að skella á svona reglum á aldraða og öryrkja með litlum fyr- irvara. Þessum hópi er bjargað frá jólakettinum um þessi jól. Jón fór líka í stellingar jólasveins- ins nú á aðventunni þegar hann ákvað í síðustu viku að tæplega 2.000 sjúklingar á stofnunum, sem einungis hafa vasapeninga fyrir persónulegum útgjöldum að fjár- hæð tæpar 22 þúsund kr. á mánuði, fengju 26 þúsund króna eingreiðsl- una nú um mánaðamótin. Þessu fagna ég, en hvet um leið til að vasa- peningakerfið verði endurskoðað. Veikir og fátækir Það kom fram i svari heilbrigðis- ráðherra til mín sl. miðvikudag að hann hefði undirritað samkomulag um að þessi hópur, vasapeninga- fólkið sem er bæði veikt og fátækast í samfélaginu, 1.703 aldraðir og 230 öryrkjar, fari ekki í jólaköttinn í ár heldur fái þær 26 þús. kr. sem lífeyr- isþegar og launþegar fá 1. desember. Ég fagna því. Þetta er hópur sem fær yfirleitt ekki uppbætur og ekki eingreiðslur. Hann þarf að láta þessar 21.900 kr. á mánuði duga fyrir persónulegum nauðsynjum. Þetta er fólk sem er svo illa statt fjárhagslega að það á ekki peninga til að kaupa sér föt til skiptanna. Ég hef margar staðfest- ingar fyrir því. Það fær heldur ekki stuðning frá félagsþjónustu sveit- arfélaganna. Vasapeningakerfið er gamaldags kerfi. Við verðum að breyta því og hafa annan hátt á, sem okkur er sæmandi, því þetta ölmusu- kerfi er niðurlægjandi. Engar jólagjafir Vasapeningarnir eru tæpar 22.000 kr. á mánuði og þeir skerðast um 65% þeirra tekna sem viðkomandi hefur yfir 7.000 kr. og falla alveg niður við 39.000 krónurnar. Þetta eru auðvitað óviðunandi kjör fyrir veikt fólk, fólk sem nánast ekkert getur veitt sér, hvað þá vikið ein- hverju að sínum nánustu. Það getur ekki gefið neinar jólagjafir eða bætt fjárhagsstöðu sína á nokkurn hátt. Þeir sem fá vasapeninga þurfa að greiða fyrir ýmsar nauðsynjar, svo sem snyrtivörur og ýmsa þjón- ustu, en þó er það mismunandi eftir hjúkrunarstofnunum hversu mikið af þeirri þjónustu þeir þurfa að greiða. En þetta dugar svo sann- arlega ekki einu sinni fyrir fötum til skiptanna. Þeir sem eiga rétt á líf- eyrissjóði missa líka lífeyri sinn við að fara inn á stofnun en halda eftir 48.000 kr., sem er þó heldur skárra hlutskipti. Því miður eru ekki áform uppi hjá rikisstjórninni um að bæta kjör þessa hóps samkvæmt svari ráð- herra á Alþingi, en hann er þó opinn fyrir því að kanna dönsku leiðina, þar sem lífeyrisþegar halda lífeyri sínum en greiða fyrir þjónustuna. Höfundurer alþingiskona Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Vatn fyrir alla Viðskiptablaðið er skemmtilegt blað og á skilið mikla út- breiðslu.Ekkiendi- lega vegna þess að skoðanir blaðsins séu eftirsóknar- 3 . , uymunuui verðar. Almennt jónasson, séð eru þær það ................. ekki. Heldur vegna hins að á blaðinu eru skemmtilegir pennar, bæði hinir föstu og einnig gestapennarnir. Ég gef mér að Birgir Tjörvi Pétursson sé gestapenni. Hann skrifar í síðustu útgáfu blaðs- ins grein, sem ber sömu yfirskrift og ég gef þessari, „Vatn fyrir alla.“ Grein Birgis Tjörva er um margt ágæt nema hvað að niðurstöður hans orka tvímælis. Birgir Tjörvi skilur ekkert í því að samtök á borð við BSRB skuli vera að beita sér í þágu þess að vatn verði skilgreint sem almannaeign en ekki sem hver önnur verslunarvara. Ég velti þvi fyrir mér hvort að Birgir Tjörvi hafi kynnt sér afleiðingar þess að einkavæða vatnsveiturnar. Þetta hefur verið gert víða i þeim löndum sem standa okkur nærri, Bretlandi, Frakklandi og viðar. Einnig hefur vatnið verið einkavætt í rikjum þriðja heimsins. Nánast alls staðar hefur þetta verið til ills. Sannast sagna er ég svolitið undrandi á þvi að skríbent Viðskiptablaðsins hafi ekki kynnt sér þessar hliðar máls- ins. Honum finnst greinilega skipta mestu að á íslandi sé nóg vatn, hvaða rellu menn yfirleitt þurfa að gera sér út af vatni. Min tilfinning er sú að Birgir Tjörvi vilji vera sanngjarn. Þess vegna hika ég við að segja að mér finnist jaðra við að málflutn- ingur hans sé utan af þekju. Þegar hann furðar sig á því að BSRB beiti sér gegn einkavæðingu á vatni þá vil ég upplýsa hann um að einkavæð- ing á vatni hefur nánast alls staðar leitt til hærra verðlags neytenda og lakari starfskjara þeirra sem sinna þessari þjónustu. Þeir sem hér eiga hlut að máli eru félagar í samtökum á borð við BSRB, sem eru bæði neyt- endurnir og veitendurnir. Hvers vegna ætti Birgi Tjörva að finnast undarlegt að BSRB beiti sér í þágu þessa fólks? Þegar allt kemur til alls eru þetta félagar í BSRB. Bar- áttan um vatnið er þó mikilvægari en svo að hún tæki aðeins til okkar hér og nú. Ákvörðun um eignarhald á vatni skiptir framtíðina líka máli. Hún skiptir allt samfélagið máli um alla framtíð. Gæti verið að Viðskipta- blaðinu og skríbentum þess finnist aðeins leyfilegt að hafa skoðun og berjast fyrir sannfæringu sinni ef maður er að berjast fyrir þröngum eiginhagsmunum? Það er til marks um lifandi réttlætiskennd að vilja varðveita umhverfið og þar með vatnið sem eign okkar allra. Sú hugsun að náttúruauðlindum eigi að ráðstafa í þágu samfélagsins alls fær góðan hljómgrunn hjá þjóðinni. Til marks um það er sá breiði stuðn- ingur sem þessi krafa fær. Þegar hafa á annan tug stofnana og sam- taka fylkt sér að baki henni. Það er mikið ánæguefni. Verst er að rík- isstjórnin skuli enn berja höfðinu við steininn og neita að hlusta á rödd þjóðarinnar í þessu efni. Þau lagafrumvörp um eignarrétt á vatni, sem nú liggja fyrir Alþingi, styrkja eignarrétt einkaaðila og ganga þvert á þær kröfur sem nú hljóma, ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim, frá samtökum launafólks og almannasamtökum, að vatnið skuli um alla framtíð vera okkar allra. Höfundur erformaður BSRB. iSQUEEZ FÓTANUDD Heilsunudd sem örvar blóðrásina, dregur úr spennu og streitu, styrkir og fegrar fætur. Með samvirkandi þrýstings- og titringsnuddi skilar iSqueez nuddtækið besta árangri sem völ er á (tækjanuddi Inspiring Life osim TAKIÐ AF YKKUR SKÓNA! Örvar viðbragðspunkta orkurása Ifkamans. Þriggja punkta nudd samtlmis á kálfa, ökkla og iljar. Samvirkandi þrýstings- og titringsnudd sem skilar hámarksárangri. rumcó Langholtsvegi 111 * 104 Reykjavík ♦ Sími 568 7900 « www.rumco.is Opið: Virka daga kl. 11-18 og laugardaga kl. 11-14 ilÍJJJJtíí s D JJ í ÉJ ii jJ HEILSU OG SÆLKERAGRILLIN Reykjavik: Hagkaup, Expert, Elko, Byko, Byggt Et Búið Hafnarfjörður: Rafmætti, Fjaröarkaup Akureyri: Byko, Hagkaup Selfoss: Árvirkinn, Byko Stykkishólmur: Heimahomið Reykjanesbær: Byko Akranes: Hljómsýn Vestm.eyjar: Geisli Siglufjöröur: Gjafakot Húsavík: Öryggi ísafjöröur: Þristur Borgarnes: Samkaup Egilsstaðir: Sindri KHB Neskaupsstaöir: Rafalda Reyðarfjörður: Byko Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli marco heildverslun www.marco.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.