blaðið - 30.11.2005, Page 16
I HEIMILI
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 blaöið
Spennandi markaður:
Húsgagnasmíði ennþá vinsæl:
Flott búsáhöld á
50-100 krónur stykkið
Á Mýrargötunni er nú starfræktur
markaður með mörgum athyglis-
verðum hlutum. Það er kristilega út-
varpsstöðin Lindin sem er að selja
þessar vörur en þær eru af lager
sem tilheyrði verslun Þorsteins
Bergmanns.
„Við hörfum verið að selja vörur
af lagernum en það er mikið eftir
enn,“ segir Magnús Kristinsson,
starfsmaðurLindarinnarogmark-
aðarins. „Ég reikna með að við
verðum að selja þetta í desember
en við verðum að hafa tæmt lager-
inn fyrir lok næsta mánaðar. Fólk
hefur sýnt þessu mikinn áhuga en
markaðurinn er opinn föstudaga og
laugardaga frá klukkan 11-18“ segir
Magnús og bætir við að átta starfs-
menn þurfi til að anna fjöldanum
sem kemur í búðina á opnun-
artímum. Magnús segir elstu
hlutina úr lagernum vera um
30 ára eða eldri.
„Þegar við tókum upp úr köss-
unum sáum við að eitthvað af vör-
unum var vafið inn í dagblöð frá
því fyrir 1970. Þarna er að finna
heilu matar- og bollasettin sem
ekki sér á. Við reynum að stilla
verði varanna í hóf en þær fara á
50-100 krónur stykkið. Það eru þó
einstaka vörur sem eru aðeins dýr
ari. Sem dæmi um þær vörur sem við
erum með eru hnífapör, bolla-
stell, matarsett
og kökudiskar.
Allt eru þetta
nýjar vörur
en frá mis-
j ö f n u m
tímum. Við
erum með
mikið
c- *
af vörum frá áttunda og ní-
undaáratugnum. Þarna
er að finna mikið af
tekkvörum, brauð-
bretti, framburð-
arbakka og plast-
vörurásamtljósum
og lömpum,“ segir
Magnús. „Eitthvað
af lagernum hafði
blotnað í geymslu og því
þurftum við að þvo upp
hluta af leirtauinu en það
sést ekki á nokkrum hlut,“
segirMagnús. Markaðurinn
er staðsettur á Mýrargötunni
gengt Viðskiptablaðshúsinu.
Ein vinsœlasta heimilis- og gjafavöruverslun Danmerkur á íslandi:
Söstrene Grene í Smáralind
„Við erum fyrsta land utan Dan-
merkur sem opnum þessa skemmti-
legu verslun," segir Kristín Reynis-
dóttir, annar eigandi Söstrene Grene
á Islandi. Þessi verslun hefur verið
vinsæl í Danmörku fyrir fjölbreytt
vöruúrval og lágt verð. Þá kannast
margir Islendingar við verslunina
af Strikinu.
„Við munum bjóða upp á smekk-
lega hannaðar og nytsamlegar heim-
ilis- og gjafavörur sem koma víðs-
vegar að úr heiminum. I versluninni
er hægt að fá margvísleg búsáhöld,
dúka, föndurvörur, tréleikföng, kör-
fur, kerti, servíettur, baðvörur, te, ar-
abískt kaffi og spennandi matvöru
svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Kristín.
Hún segir verslunina einnig bjóða
upp á vandaðar vörur fyrir lista-
menn s.s. trönur, striga, áhöld og
málningu.
„Söstrene Grene ber með sér fjöl-
þjóðlegan blæ og kemur viðskipta-
vinum sínum sífellt á óvart með
nýjum vörum og vörutegundum.
Stofnendurnir, Grene systur, leggja
mikla áherslu á að litir, form og
tónlist skapi sérstaka og jákvæða
stemmningu og verður verslunin
hér engin undantekning. Hún
verður í klassískum Söstrene Grene-
stíl hvað varðar útlit, framsetningu,
verð og vöruúrval," segir Kristín. Til
að skapa afslappaða stemmningu í
búðinni verður spiluð klassísk tón-
list. „Allar vörutegundir verða verð-
merktar og við leitumst eftir að vera
með lágt vöruverð," segir Kristín.
Jóhanna Einarsdóttir mun reka
verslunina ásamt Kristínu en versl-
unin verður opnuð 2. desember.
hugrun@vbl.is
Sérstök húsgögn sem
ekki sjást í
„Nemendur í húsgagnasmíði eru
aðallega að smíða sérhúsgögn sem
ekki fara í fjöldaframleiðslu," segir
Skjöldur Vatnar Björnsson, kenn-
ari og sviðsstjóri byggingarsviðs
í Iðnskólanum í Reykjavík. Hús-
gagnasmíði hefur verið kennd i Iðn-
skólanum í Reykjavík í yfir 25 ár og
árlega byrja 8-14 nemendur í skól-
anum. „Stærstur hluti nemendanna
eru konur og margar eru komnar af
hefðbundum skólaaldri. Nemendur
okkar eru mikið í sérverkefnum við
að innrétta þjónustustofnanir og
gera húsgögn. Þeir gera líka við hús-
gögn en eru ekki mikið í bólstrun.
Nemendur í húsgagnasmíði hanna
mest skrifborð, borðstofuborð,
rúm og kommóður sem eru óhefð-
bundnar í laginu. Þetta eru ekki hús-
gögn sem fólk sér í búðum og því
spennandi að skoða,“ segir Skjöldur
og bætir við að föstudaginn 2. des-
ember verði sýning á verkefnum
nemenda sem er öllum opin.
Nemendur hanna sjálfir húsgögn
sín, en fá leiðsögn arkitekta sem
kenna fagteikningu, formfræði og
stílfræði. „Hugmyndaflugið vill oft
fara á fulla ferð hjá þeim sem læra
húsgagnasmíði en nemendurnir
þurfa lika að læra að það er öðruvísi
að framkvæma en hugsa. Húsgögnin
verða líka að taka mið af þeim efni-
við sem við höfum en uppistaðan í
flestum húsgögnum er timbur sem
síðan er blandað saman við tau,
málm eða gler,“ segir Skjöldur og
bætir við að fjöldaframleiðsla hús-
gagna er hluti af náminu.
„Þegar IKEA og fleiri stórar hús-
gagnaverslanir með fjöldaframleidd
húsgögn litu dagsins ljós hélt fólk
að húsgagnadeildin í Iðnskólanum
myndi lognast út af en svo hefur ekki
verið. Það hefur verið skemmtilegt
að fylgjast með þróun hugmynda í
verslunum
húsgagnasmíðinni í gengum árin,“
segir Skjöldur en hann hefur kennt
við deildina frá upphafi. Skjöldur
segir húsgagnahönnun skemmtilegt
og áhugahvetjandi nám sem reyni
á hugmyndaflug og útsjónarsemi
einstaklingsins.
hugrun@vbl.is
Minna stress og meira skipulag:
Góð hásráð
fyririólm
„Mér finnst að fólk eigi að slappa
meira af og njóta aðventunnar í
stað þess að hugsa alltaf um að
kaupa það nýjasta og fínasta,“ segir
Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri
Hússtjórnarskólans. Margrét segir
óþarfa að þrífa loft og veggi eins og
áður var og betra að geyma hrein-
gerninguna þar til á vorin þegar fólk
hættir að vera með kerti sem sóta
veggina. „Það er mikið betra að sjá
óhreinindin á vorin þegar daginn
fer að lengja. Svo ráðlegg ég fólki að
vera snemma með smákökubakstur
og annað sem það telur sig þurfa að
gera til að minnka stressið,“ segir
Margrét. Hún leggur áherslu á að
fólk taki sér tíma til að föndra með
börnunum og fara á aðventukvöld
til að finna jólastemmninguna.
Margrét segir menntun hústjórn-
arskólans vera í fullu gildi ekki síst
núna þegar fólk hefur minni tíma
og þarf að skipuleggja tíma sinn
betur. „Sumt fólk segist ekki hafa
tíma til að elda en áttar sig ekki á að
það tekur jafnlangan tíma að koma
sér út í bíl og bíða á næsta skyndi-
bitastað eftir afgreiðslu. Svo er líka
mun hollara að borða mat sem er eld-
aður heima. Nemendur í Hússtjórn-
arskólanum læra undirstöðuatriði í
næringarfræði og eldamennsku og
gerir þá tilbúna til að fara í flóknari
rétti. Þá lærir fólk að þrífa heimilið,
prjóna vettlinga og sokka ásamt því
að vefa,“ segir Margrét. Hún segir
flesta nemendur skólans á aldrinum
18-20 ára og í þeirra hópi eru margir
með stúdentspróf. Námið tekur eina
önn.