blaðið - 30.11.2005, Side 22
22 I FYRIR KONUR
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Átakgegn kynbundnu ofbeldi stendur yfir:
Hættulegasti staður fyrir
konur er inni á eigin heimili
Kynbundið of beldi veldur andiegu og líkamiegu heiisutjóni milljóna kvenna og hindrar eðlilega BlaliS/Frikki
og nauðsynlega þátttöku þeirra í samfélaginu.
Þriðja hver kona í heiminum
verður fyrir kynbundnu ofbeldi
af einhverju tagi. Ofbeldi veldur
andlegu og líkamlegu heilsutjóni
milljóna kvenna og hindrar
eðlilega og nauðsynlega þátt-
töku þeirra í samfélaginu. Þessa
dagana stendur yfir alþjóðlegt
16 daga átak gegn kynbundnu
ofbeldi á íslandi sem og annars
staðar. Drífa Snædal, fræðslu- og
framkvæmdastýra Kvennaat-
hvarfsins, segir að við þurfum á
svona átaki að halda til að vekja
athygli á málinu á meðan kyn-
bundið ofbeldi þrífst á íslandi.
Átakið stendur yfir frá 25. nóvember
til 10. desember og tímasetningin
var valin til að leggja áherslu á
mannréttindabrotin sem felast í
kynbundnu ofbeldi. Markmið átaks-
ins er að knýja á um afnám alls kyn-
bundins ofbeldis. Yfirskrift átaksins
í ár: Heilsa kvenna, heilsa mann-
kyns: Stöðvum ofbeldið, er valin til
að leggja áherslu á tengslin milli of-
beldis gegn konum og mannréttinda
þeirra og heilsufars. Það má segja
að hættulegasti staður fyrir konur
sé inni á eigin heimili því yfir 6.000
konur hafa leitað til Kvennaathvarfs-
ins á síðastiiðnum tuttugu árum.
Samt sem áður er það einungis hluti
þeirra kvenna sem verða fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi samkvæmt Drífu.
„Við erum sennilega einungis að fá 15-
20% af þeim konum sem verða fyrir
99.......................
Það má segja að hættu-
legasti staður fyrír
konur sé inni á eigin
heimili því yfir 6.000
konurhafa leitað til
Kvennaathvarfsins á síð-
astliðnum tuttugu árum.
ofbeldi."
Gjörningur sem krefst
þátttöku almennings
Drífa segir að það skipti rosalegu
máli þegar mörg sambönd stilla
saman strengi sína og mynda þrýst-
ing. „Það eru 25 samtök og stofnanir
sem standa á bak við 16 daga átakið.
Mörg þessara samtaka og stofnana
eru að halda fundi, eru með uppá-
komur, kvikmyndasýningar, fyrir-
lestra, málþing, tónleika og ýmis-
legt annað. Síðan verður þessi hópur
allur með sameiginlega tvo viðburði,
við verðum með gjörning næstkom-
andi þriðjudag sem verður auglýstur
síðar en mun krefjast þátttöku
almennings. Föstudaginn 10. des-
ember köllum við til formenn eða
fulltrúa allra stjórnmálaflokka til
að ræða hvað eigi að gera í þessum
málum, sérstaklega með tilliti til
sveitastjórnarkosninga.“
Fólk grípur ekki inn í ofbeldi
Drífa segist ekki í neinum vafa um
að svona átak hafi áhrif. „Það má
segja að 16 daga átakið í fyrra hafi
haft gríðarleg áhrif því í kjölfar þess
skipulögðum við aðgerðaáætlun
gegn kynbundnu ofbeldi, gerðum
drög að henni og lögðum fyrir stjórn-
völd. Það er sem sagt að verða að
veruleika núna,“ segir Drífa og bætir
því við að umræða um kynferðislegt
ofbeldi undanfarna mánuði hafi líka
haft mikil áhrif. „Ég held að þetta
hafi opnað augu margra fyrir vanda-
málinu. Það vakti líka upp þá spurn-
ingu hver er okkar ábyrgð í samfélag-
inu. Af einhverjum ástæðum veigrar
fólk sér við að grípa inn í. Það þarf
einhvern veginn að gera fólk óhrætt
við það og minna á hina borgara-
legu skyldu að grípa inn í, þegar til
dæmis börn eiga í hlut.“
Fátæktargildra
Á yfirborðinu virðast íslendingar
vera allra þjóða hamingjusamastir,
svalir, kaldhæðnir, töff, sterkir, með
allt á hreinu og auðvitað allir í „vinn-
ingsliðinu". En ef ég miða við fólkið
sem skrifar mér af einlægni um að-
stæður sínar, í þeirri von að opna
umræðu um það sem skiptir það
einna mestu máli, þá eiga margir Is-
lendingar um sárt að binda, margir
til dæmis vegna fátæktar og í kjöl-
farið einangrunar og einmanaleika.
Ég heyri nokkuð oft um fólk sem
er fast í fátæktargildru. Hvernig
lendir maður í slíkri gildru í sam-
félagi valfrelsis og menntunartæki-
færa? Margt ungt fólk sem fer mjög
snemma út á vinnumarkaðinn hefur
alist upp í fjölskyldum sem glíma
við alkóhólisma, sjúkdóma eða
þunglyndi, oft samfara fátækt. Það
hefur ekki fengið þá hvatningu og
örvun sem ungt skólafólk þarfnast.
Oft er fýsilegasti kosturinn að byrja
að vinna og komast að heiman. Það
er alkunna að mannfólkið fjölgar
sér. Ungir foreldrar sem dottið hafa
út úr skólakerfinu eiga ekki kost á
vel launuðum störfum og atvinnuör-
yggi þeirra er ekki mikið.
Hvernig geta þeir mögulega bætt
stöðu sína? Með því að mennta sig!
Mæður um tvítugt hafa sagt mér
frá draumum sínum um að komast
í framhaldsskóla, EN: „Ef maður
er ekki einstætt foreldri og ekki í
dópi hefur maður ekki möguleika á
menntastyrk," skrifa þær. Þær hafa
ekki fjölskyldu að leita til, en þurfa
að borga húsaleigu og barnagæslu
og... já það þarf tvo til að framfleyta
fjölskyldu. Hvernig hafa þær mögu-
leika á að komast á beinu brautina,
klára framhaldsskóla og efla sig?
Það er hægt að skipa ungum maka
þeirra að vinna bara meira, þær
getafarið í framhaldsskóla á daginn
og unnið úti á kvöldin. En hver sér
þá um litlu börnin? Það er líka hægt
að segja fullur vandlætingar: „Þér
var nær að hætta svona snemma í
skóla, eignast börn og fæðast í fjöl-
skyldu sem ekki gat stutt þig.“ En
kemur það að gagni?
Við eigum að vera metnaðar-
fullt samfélag sem veitir ungum
foreldrum styrki til að klára skóla-
gönguna. ísland hefur efni á því.
Við höfum ekki efni á því að hafa
hér hverja kynslóðina á fætur ann-
arri sem er föst í fátæktargildru.
Verum rausnarleg og finnum leiðir
til að rjúfa þessa fátæktarkeðju og
hjálpum öllu ungu fólki að mennta
sig inn í betri aðstæður. Hvers
vegna eru ekki verðlaunaðir þeir
einstaklingar sem vilja komast upp
úr slæmum hjólförum? Hvers vegna
eru ekki mörg fyrirtæki og stofn-
anir með menntastyrki fyrir þá sem
minnst mega sín? LÍN leysir ekki
vanda allra.
Það sem ég hef ráðlagt þessum
ungu foreldrum, sem skrifa þætt-
inum mínum, er að tjá sig um vand-
ann, lesa uppbyggilegar bækur, fara
á fundi í góðum samtökum t.d. A1
Anon, fara á Mömmumorgna, tala
við Fjölskylduþjónustu kirkjunnar,
Vinalínuna. Ég hvet þau til að setja
sér markmið og að gera eitthvað upp-
byggilegt og fræðandi í hverri viku.
Vera börnum sínum sú fyrirmynd
að maður eigi alltaf að vera að vaxa
og læra. En ráð mín duga skammt.
Þessir ungu foreldrar óska þess að
hafa efni á öðru tækifæri til að klára
skólagönguna. Það hljóta að vera til
leiðir.
Kveðja, Sirrý
www.skjarinn.is
Hamingjunnar leitað í bókum:
Konur með lágt sjálfsmat vilja bæta líf sitt
Það er ekkert leyndarmál að
helstu kaupendur svokallaðra
sjálfshjálparbóka eru konur.
Konur kaupa bækurnar, konur
lesa þær og konur reyna að breyta
lífi sínu út frá ákveðnum bókum.
Bókaútgefendur erlendis velta
án efa tugum milljóna króna á
hverju ári af sölu sjálfshjálpar-
bóka. En af hverju kaupa konur
þær? Eru konur yfir höfuð
óhamingjusamar, móðursjúkar,
ástfangar en fá ekki fullnægingu
og kunna ekki að fara með pen-
inga. Svanhvít Ljósbjörg Guð-
mundsdóttir skoðaði veruleika
sjálfshjálparbóka.
Eflaust er hægt að velta fyrir sér
hvort kemur á undan, hænan eða
eggið, þegar sjálfshjálparbækur
og konur eru skoðaðar. Ljóst er að
bókaútgefendur merkja sjálfshjálp-
arbækur konum enda eru þær meiri-
hluti lesenda. Sjálfshjálparbækur
sem konur sækja í eru af ýmsum
toga en helst eru þær um karlmenn,
peninga og hamingju. Bækurnar
sem fjalla um ástarlífið og karl-
99.................
En á sama tíma og
konur sem leita í
þessar bækur þjást
aflágu sjálfsmati þá
virðist hvorki sjálfs-
matið, sambandið
né lífið yfir höfuð
batna við lesturinn.
menn fjalla flestar um hvernig á
að verða ástfangin eða hvernig á að
jafna sig á ákveðnum karlmanni og
verða sjálfstæð kona á nýjan leik.
Sem dæmi um bækur má nefna He 's
not that into you, What really co-
unts, Women who think too much,
Why he's not that into you og The
women's book of empowerment.
Markaður sjálfshjálparbóka er það
mikill og arðvænn að það er meira
að segja kominn út bók þar sem
gefnar eru ráðleggingar um hvernig
eigi að skrifa sjálfshjálparbók.
Samfélag þrífst ekki
vegna vanda kvenna
Ef dæma ætti konur út frá þessum
bókum þá eru konur meira og
minna svo örvæntingafullar að þær
finna sér aldrei mann á sama tíma
og þær eru að jafna sig eftir erfitt
samband. Þær vilja vera sjálfstæðar,
hugsandi verur á sama tima og þær
þrá að finna einhvern sem mun vera
með þeim það sem eftir er. Þær eru
að sama skapi alltaf í megrun, eiga
í fjárhagsvandræðum og eru í stöð-
ugri leit að hamingjunni. Ef allt
þetta amaði að konum, sem þær
greinilega telja ef miðað er við eftir-
sóknina í ýmsar bækur, þá myndi
samfélag okkar ekki þrífast. Konur
myndi ekki komast út úr húsi vegna
þunglyndis og áhyggja um lífið og
sálina.
Ákveðnar manngerðir
sem lesa bækurnar
En sem betur fer er ekki svo illa
fyrir konum komið. Það vekur upp
þá spurningu af hverju konur sækja
í svona bækur? Eflaust má færa
rök fyrir því að þetta eru ákveðnar
manngerðir sem sækja í sjálfshjálp-
arbækur en þó er ekíci hægt að líta
framhjá þeirri staðreynd að flestar
konur lesa sjálfshjálparbók ein-
hvern tímann um ævina. Vit-
anlega er einhver hluti karla
sem lesa sjálfshjálparbækur
eneflausterminnaumþað
auk þess sem sjálfshjálp-
arb ækur fy rir karlmenn 0.
ganga frekar út á það %
hvernig græða eigi n
peninga og hvernig
á að snúa sér í við-
skiptum heldur
en hvernig eigi
að ná sér í
réttu konuna *, t
eða verða
hamingjusamur.
Breytt og betra líf
Þessi mikla ásókn kvenna í sjálfs-
hjálparbækur vekur upp þá spurn-
ingu hvort það geti verið að konur
séu með það lágt sjálfsmat að þær
séu alltaf að reyna að bæta sig. Alltaf
í leit að hinum nýja sannleika sem
breytir lífi þeirra til hins betra. Vit-
anlega er þetta ekki algilt en eflaust
á þetta við um þær konur sem sækja
sífellt í að lesa nýjar sjálfshjálpar-
bækur. En á sama tíma og konur
sem leita í þessar bækur þjást af
lágu sjálfsmati þá virðist
hvorki sjálfsmatið,
sambandið
né lífið yfir
höfuð batna
við lesturinn. Ef-
laust er ástæðan
sú, þegar öllu er á
botninn hvolft, að
þessar bækur eiga
ekki að bjarga lífi
okkar kvenna. Hitt er
annað mál að gott getur
verið að líta í þær annað
slagið til að skoða aðrar
leiðir en sennilega erum
við konur fullfærar um að
ráða fram úr vandamálum
okkar sjálfar án þess að rithöfundar
með gróðaþrá þurfi að segja okkur
hvernig við lifum lífi okkar.
svanhvit@vbl.is