blaðið

Ulloq

blaðið - 30.11.2005, Qupperneq 27

blaðið - 30.11.2005, Qupperneq 27
blaðið MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 í dag hafa foreldrar jafnan rétttil þess að vera heima með börnum sínum fyrstu mánuði æviskeiðs þeirra. Feðraorlofs- byltingin Fólk gerir sér kannski ekki nœgilega mikið grein fyrir því hversu stutt er síðan feður fengujafnan rétt við mæður tilþess að sinna börnum sínum í upphafi œviskeiðs þeirra og vera viðstaddir þegar að þau stíga sín fyrstu spor út t tilveruna. Blaðið kynnti sér feðraorlofið og hverju það hefur skilað. Lögin um feðraorlof voru sett fyrir fimm árum síðan. Þau lengdu fæðingarorlof á íslandi úr sex mánuðum í níu mánuði. Þessir níu mánuðir skiptast þannig að hvert foreldri hefur sjálfstæðan rétt til þess að taka þrjá mánuði hvert og og síðan er sameiginlegur réttur á þremur mánuðum til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið sem heild eða foreldrarnir skipt með sér. Á meðan foreldrarnir eru í leyfi þá eiga þeir rétt á 80% af launum sínum og greiðast þau úr fæðingarorlofssjóði sem er rekin af Tryggingarstofnun ríkisins og er að mestu fjármagnaður með tryggingargjaldi sem atvinnurekendur greiða. Þá er það á ábyrgð félagsmálaráðuneytis að tryggja að sjóðurinn hafi alltaf nægilegt fjármagn til að geta staði við skuldbindingar sínar. Áður en að sá sjóður var settur á laggirnar höfðu feður afar takmarkaðan rétt til feðraorlofs. Áður en lögin um feðraorlof tóku gildi þá gátu feður tekið fæðingarorlof í tvær vikur eftir fæðingu barns síns. Þeir höfðu þá rétt á því að fá greitt 33.684 krónur í þann tíma. Að frádregnum sköttum er sú upphæð i kringum 20.000 krónur. Því heyrði það til undatekninga ef feður voru mikið heima hjá börnum sínum á fyrsta aldursári þeirra. Lögin vernda störf fólks Ráðningarsamband milli starfsmanns og vinnuveitanda helst óbreytt í fæðingar- og foreldraorlofi. Starfsmaður hefur fullan rétt til þess að snúa aftur í starf sitt að loknu orlofinu samkvæmt lögum. Sé það ekki hægt af einhverjum ástæðum þá á hann rétt á sambærilegu starfi hjá vinnuveitanda í samræmi við ráðningarsamning. Þá segir í lögunum að óheimilt sé að segja starfsmönnum upp störfum vegna þess að viðkomandi hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku fæðingarorlofs nema að gildar ástæður fylgi uppsöginni og þarf þá að rökstyðja hana ítarlega og skriflega. Því er Ijóst að réttur feðranna til að taka þetta orlof er vel varin í lagalegum skilningi. Að auki eru engin skilyrði sett um vinnuframlag foreldris á innlendum vinnumarkaði fyrir réttinum til fæðingarorlofs því að rétturinn til þess að taka sér hlé frá vinnu helst alveg óháð því hvort að foreldrið hafi unnið sér inn rétt til greiðslna á meðan að á orlofinu stendur. 9 af hverjum 10 nýta sér orlofið Nær allir íslenskir feður nýta í dag rétt sinn til þess að taka fæðingarorlof. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, sagði á málþingi á vegum velferðarnefndar Norðurlandaráðs í síðustu viku að hátt í 90% feðra nýti sér þriggja mánaða leyfin þó að enn sem komið nýti mæðurnar í lang flestum tilvikum sameiginlega fæðingarorlofsréttinn. Þessi jákvæðu viðbrögð karla endurspegla greinilega vilja þeirra til þess að koma meira að uppeldi afkvæma sinna á fyrstu árum æviskeiðs þeirra enda hafa þeir nýtt sér feðraorlofin í þessum mæli alveg frá fyrsta ári sem að lögin voru sett. Því er óhætt að segja að feðraorlofin hafi ollið byltingu í íslensku samfélagi. t.juliusson@vbl.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.