blaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 Maöi6 Dæmdur til dauða fyrir eiturlyfjasmygl Ástralskur ríkisborgari af viet- nömskum uppruna hefur verið dæmdur til dauða fyrir heróínsmygl í suðurhluta Víetnams. Ekki er langt síðan annar Ástrali var hengdur í Sin- gapúr fyrir eiturlyfjasmygl en það mál olli mikilli ólgu í Ástralíu þar sem dauðarefsingar voru aflagðar árið 1985. Hinn seki heitir Tay Ninh og er 53 ára gamall. Hann var sak- felldur fyrir að smygla um tveimur kílóum af heróíni til landsins. Hann var handtekinn í desember á síðasta ári við landamærin við Kampútseu ásamt þremur samverkamönnum sínum. Samverkamennirnir hlutu fangelsisdóma allt frá 15 árum til lífs- tíðar. Útlendingar eru sjaldan teknir af lífi í Víetnam en óvíða er tekið jafnhart á málum sem tengjast eit- urlyfjum og þar. Fjórmenningarnir fá nú tvær vikur til að ákveða hvort að dómunum verði áfrýjað til hærra dómstigs. ■ Palestínumenn mótmæla auknu ofbeldi á heimastjórnarsvæðunum fyrir utan höfuð- stöövar Mahmoud Abbas, forseta, f gær. Vopnaðir Palestínumenn gera usla í Betlehem: Lögðu undir sig ráðhúsið Palestínskir byssumenn yfirgáfu ráðhúsið í Betlehem í gær, skömmu eftir að þeir höfðu gert áhlaup á bygginguna. Vitni segja að 20 fé- lagar í hinum herskáa hópi píslar- votta A1 Aqsa hafi yfirgefið ráðhúsið eftir að borgarstjóri Betlehem lofaði að bregðast við kröfum þeirra um at- vinnu og laun. Píslarvottar A1 Aqsa tilheyra Fatah-hreyfingu Mahmoud Abbas, forseta. Byssumennirnir hleyptu nokkrum skotum út i loftið þegar þeir lögðu bygginguna undir sig en ekki er vitað tilþess að nokkur hafi særst. Þeir komu sér fyrir viða í byggingunni og á þaki hennar áður en samningaviðræður hófust. Atvikið sem átti sér stað fimm dögum fyrir jól þykir vera til marks um aukið stjórnleysi á heimastjórn- arsvæðum Palestínumanna og spennu innan Fatah-hreyfingar- innar i aðdraganda þingkosning- anna sem fram fara í næsta mánuði. Palestínumenn mótmæltu aukinni spennu á heimastjórnarsvæðunum fyrir utan höfuðstöðvar Mahmoud Abbas í Gasaborg í kjölfar atviksins en hann hefur heitið því að taka á málunum. Mannréttindasamtök Palestínumanna segja að meira en 200 Palestínumenn hafi látið lífið í átökum sín á milli á árinu. ■ Amerísk jólatré netbudir.is Fallegustu tré í heimi Margar stærðir Margar gerðir Landsins mesta úrvai af jólatrjám Umhverfisverndarsinnar höfðu sig mikið í frammi fyrir utan fundarstað sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsríkja í Brussel í gær. Dregið úr þorskkvóta Framkvœmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að dregið verði úr veiðum á þorski á nœsta ári. Ennfremur verður verulega dregið úr veiðum á djúpsjávarfiski. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins leggur til að þorskkvóti verði minnkaður, dregið verði veru- lega úr kvóta í djúpsjávarfiski en að síldarkvótinn verði lítillega aukinn. Sjávarútvegsráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins reyna nú að koma sér saman um fiskveiðikvóta fyrir næsta ár. Fiskifræðingar mæltu með því í október að þorskveiðum yrði tíma- bundið hætt á vissum svæðum en vegna þrýstings hagsmunaaðila má telja ólíklegt að fari verði eftir þeim tilmælum. Samkvæmt nýjustu skýrslu Al- þjóðahafrannsóknarráðsins eru þorskstofnar í Norðursjó, írlands- hafi og á hafssvæðinu vestur af Skot- landi langt fyrir neðan þau mörk sem talin eru æskileg og því lagt til að engar veiðar verði stundaðar á þessum svæðum. Ráðið lagði einnig til að lýsingsveiðum yrði hætt tíma- bundið við strendur Spánar og Portúgals. Framkvæmdastjórn ESB hefur engu að síður ákveðið að taka ekki fullt tillit til ráðlegginga vísinda- manna og mælir með að dregið verði úr þorskveiðum um 15% og að veiðidögum verði einnig fækkað. Blendnar viðtökur Meira en helmingur þess þorsks sem veiðist kemur í net sem ætluð voru til veiða á öðrum fisktegundum og því leggur Framkvæmdastjórnin einnig til að dregið verði úr veiðum á fleiri fisktegundum. Tillögurnar hafa fengið blendnar viðtökur hjá sjávarútvegsráðherrum og stjórnmálamönnum þeirra landa sem eiga hagsmuna að gæta og hefur meðal annars Ross Finnie, sjávarút- vegsráðherra Skotlands, lýst yfir andstöðu sinni við að veiðidögum verði fækkað. ■ Almenningssamgöngur lamaðar í Wew York Allsherjarverkfall hófst hjá starfs- fólki almenningssamgangna í New York í gær eftir að samningavið- ræður höfðu runnið út í sandinn. Um sjö milljónir manna nota stræt- isvagna og neðanjarðarlestir New York á degi hverjum og urðu því miklar raskanir á daglegu lífi fólks í borginni. Verkfallið kemur á versta tíma enda stendur undirbúningur jólanna sem hæst um þessar mundir. Þetta er fyrsta verkfall í samgöngu- kerfi borgarinnar í aldafjórðung. Talið er að kostnaður vegna verkfalls- ins geti numið um 400 milljónum Bandaríkjadala á degi hverjum. Neðanjarðarlestastöðvum var lokað skömmu eftir að verkfallinu hafði verið lýst yfir og neyðaráætlun Michael Bloomberg, borgarstjóra, tók gildi. Áætluninni er meðal ann- ars ætlað að koma í veg fyrir að um- ferðaröngþveiti myndist og tryggja að neyðarbílar komist leiðar sinnar. Samkvæmt neyðaráætluninni var til dæmis engum bílum hleypt inn á stóran hluta Manhattan nema í þeim væru að minnsta kosti fjórir. Borgar- búar voru hvattir til að fjölmenna í bíla, nota reiðhjól eða ganga til vinnu eða breyta áætlunum slnum og vinna heima. Starfsmenn krefjast meðal ann- ars launahækkunar á næstu þremur árum og frekari þjálfunar vegna hættu af hryðjuverkum. ■ Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, gengur yfir Brooklynbrúna ásamt fylgdar- liði sinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.